Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Síða 43
43www.virk.is
ATVINNULÍF
Skúli Waldorff starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur / viðtal
um að ráðgjafar geta orðið starfsmönnum Alcan,
rétt eins og öðrum, innan handar við að finna
réttu leiðina, ef á þarf að halda.“
Meðalstarfsaldur þeirra 450 starfsmanna, sem
starfa í álverinu í Straumsvík, er 15 ár. Í svo
fjölmennum hópi er óhjákvæmilegt að ýmis
vandamál komi upp, um lengri eða skemmri tíma.
Ýmsar fyrirbyggjandi aðgerðir hafa lengi tíðkast,
fyrir utan strangar öryggisreglur. Þannig er sérstök
áhersla lögð á heilsueflingu af ýmsu tagi, t.d. er
fylgst með næringarinnihaldi máltíða í mötuneyti,
Jakobína Jónsdóttir, framkvæmdastjóri starfs-
mannasviðs Alcan á Íslandi, segir að sér lítist mjög
vel á starfsemi Starfsendurhæfingarsjóðs, þótt
fyrirtækið hafi ekki enn kynnst starfsemi sjóðsins
í raun. „Mér finnst gott að vita að nú get ég vísað
starfsmönnum á einn stað, þar sem hlutlaus aðili
getur rætt við þá um stöðu þeirra. Stundum er
vandinn ekki augljós; starfsmaðurinn kvartar
kannski undan þrálátum verk, en raunverulegi
vandinn getur verið af félagslegum eða andlegum
toga. Slíkan vanda á starfsmaðurinn kannski erfitt
með að ræða við samstarfsmenn sína. Ég er viss
Ekki fórnarkostnaður,
heldur nauðsyn
Jakobína Jónsdóttir framkvæmdastjóri hjá Alcan á Íslandi / viðtal
„Skert starfsgeta
þýðir ekki að fólk
geti ekki lagt sitt
af mörkum áfram.“