Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Qupperneq 45
45www.virk.is
ATVINNULÍF
„Hér geta þeir
margt gott unnið“
Hjörtur Ingólfsson verkstjóri Smiðjunnar í Straumsvík / viðtal
Í Smiðjunni er rólegt, þótt allir hafi nóg að
sýsla. Þegar Hjörtur Ingólfsson verkstjóri
leiðir blaðamann inn í húsið verður fyrst
fyrir slöngugerðin, þar sem útbúnar
eru hæfilega langar kraftslöngur, en af
slíkum slöngum þarf að vera nóg í álveri.
Magnús Guðmundsson sinnir slöngunum
þennan daginn. Við næstu vinnustöð
er Jan Nielsen og merkir bréfpoka,
sem notaðir verða til að safna sýnum í
steypuskála. Við hlið hans er staflað upp
bútum af álpappír, sérstaklega þykkum.
„Þessi álpappír er vinsæll í grillin, en
hann er nú reyndar notaður í allt annað í
kerskálanum,“ segir Hjörtur verkstjóri.
Þarna eru handslökkvitæki í tugatali.
Um allt álver er slík tæki að finna, alls
400 stykki, og veitir ekkert af. Sá sem
aldrei hefur starfað í álveri á erfitt með
að ímynda sér hversu oft þarf að grípa
til þeirra, en Hjörtur segir tilefnin ærin
og nefnir sem dæmi, að stundum aki
vinnutæki yfir logandi kolamola og þá
geti kviknað í hjólbarðanum. Eins gott að
hafa slökkvitæki við slíkar aðstæður. Og
gott er að geta treyst á að Smiðjumenn
yfirfari þau reglulega, svo ekki sé gripið í
tómt. Það er líka á ábyrgð Smiðjunnar að
fara yfir sjö kæliherbergi álversins. Í þeim
herbergjum eru baðker og vaskar, sem
starfsmenn hafa aðgang að fyrirvaralaust,
ef þeir brenna sig. Til allrar hamingju eru
slík slys ekki tíð, en búnaðurinn þarf að
vera klár, ef á þarf að halda.
Síur, reiðhjól, sorp
og slökkvilið
Verkefnin eru fleiri. Smiðjumenn útbúa
litlar síur, sem notaðar eru í steypu-
skálanum og stórar síur, sem settar eru í
vinnuvélar og eiga að tryggja stjórnendum
þeirra gott loft. Þegar Hjörtur útskýrir
síugerðina vindur sér inn maður með
Hjörtur Ingólfsson og samstarfsmenn hans í Smiðjunni