Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Page 48
48 www.virk.is
A
TV
IN
N
U
LÍ
F
ATVINNULÍF
leyfir. Markmiðið er að starfsfólk noti
veikindaréttinn þegar það er of veikt til
að vera í vinnu en vinnustaðurinn komi til
móts við skerta starfsgetu ef viðkomandi
getur unnið þrátt fyrir minniháttar veikindi
eða langvarandi einkenni.
Aldrei verður hægt að koma í veg fyrir
fjarvistir vegna veikinda en það er hægt
að draga úr þeim með vali á aðferðum
sem taka tillit til aðstæðna á vinnustað.
Alltaf þarf að taka tillit til fjölþættra
ástæðna veikindafjarvista þegar verið
er að leita leiða til að ná árangri við að
aðstoða fólk í veikindum.4
Skrá þarf fjarvistir starfsmanna, greina
þær og bera saman við meðaltöl eða
markmið sem sett eru í samfélaginu, í
viðkomandi starfsgrein eða í viðkomandi
fyrirtæki. Mikilvægt er að hafa samband
við starfsmenn sem eru oft eða lengi
fjarverandi og umfram það sem eðlilegt
getur talist. Ræða þarf við viðkomandi
og reyna í samráði við þá að finna
lausnir sem taka á vandamálum sem
hugsanlega eru til staðar. Hluti af þessu
er að greina á milli tegunda fjarvista,
finna orsakir og kanna hvort hægt sé að
hafa áhrif á ástæður sem liggja að baki.
Hlutverk stjórnandans er að sýna eðlilega
umhyggju og aðstoða starfsmanninn
við að finna lausnir. Þær geta falist í
upplýsingum um aðstoð og að finna
tímabundna eða varanlega aðlögun
að störfum eða starfsaðstæðum, hvort
sem það varðar veikindi starfsmanns,
veik börn, vanlíðan á vinnustað eða
valkosti um til dæmis ferðir til og frá
vinnu. Lokamarkmiðið er alltaf að gera
starfsmanninum kleift að sinna sínu
starfi. Skráning og eftirfylgd fjarvista
og reglulegt samband við starfsmann
á meðan hann er fjarverandi er ein
margra leiða til að láta starfsfólk vita
að þess sé saknað úr vinnunni og
að fylgst sé með fjarvistum. Til að
forðast streitu hjá starfsmönnum vegna
fjarvistastjórnunar vilja sumir kalla þetta
ferli mætingastjórnun til að leggja áherslu
á jákvæðari þætti. En hvað sem ferlið er
kallað er nauðsynlegt að hafa í huga
nokkur grundvallaratriði.
Fjarvistastefna
„Ég skil ekki af hverju svo margir
atvinnurekendur halda áfram að borga
fólki fyrir að vinna ekki, þegar aðferðirnar
til að vinna markvisst á vanda þess eru
til staðar. Það er engin tilviljun að þeir
atvinnurekendur sem nota þær hafa
minni veikindafjarvistir.“ 5
Eitt það mikilvægasta sem fyrirtæki getur
gert til að hafa stjórn á fjarvistum er að
móta stefnu sem byggir á greiningu og
umfangi fjarvista og leiðbeiningum um
hvernig á að fyrirbyggja og bregðast við
fjarvistum starfsmanna. Skýrir verkferlar
og menning fyrirtækisins geta haft
jákvæð eða neikvæð áhrif á fjarvistir
starfsmanna og geta tengst upplifuðum
hindrunum við að snúa til baka til vinnu
eftir veikindi, hvort sem þau eru til
skamms tíma eða langvinn.
Íslensk fyrirtæki virðast almennt ekki
hafa mótaða stefnu né skipulögð
vinnuferli, sem bæði stjórnendur og
starfsmenn þekkja, til að auðvelda
starfsmönnum endurkomu til vinnu eftir
veikindi eða slys. Í raun ætti þetta að vera
hluti af mannauðsstefnu hvers fyrirtækis,
ekki síður en ákvæði um forvarnir og
vinnuvernd. Algengustu leiðbeiningar
fyrir stjórnendur og starfsmenn í þessa
veru eru í sambandi við hvenær og
hvernig skuli tilkynna veikindi og ákvæði
um læknisvottorð. Stærri vinnustaðir hafa
trúnaðarlækni eða hjúkrunarfræðing með
sérhæfingu í heilsuvernd starfsmanna.
Árangursrík fjarvistastefna þarf að
taka tilliti til fjölbreyttra ástæðna fyrir
fjarvistum og þróa viðeigandi eftirfylgni.
Einnig er mikilvægt að taka tillit til þess
og viðurkenna að starfsmenn þurfa
stundum að vera fjarverandi frá vinnu og
hafa til þess réttmætar ástæður. Ákveðið
hlutfall veikindafjarvista er óumflýjan-
legt og sérhver fjarvistastefna veður að
búa yfir nauðsynlegum stuðningi við
veika starfsmenn. Grundvallarmarkmiðið
er að auðvelda fólki skjóta og örugga
endurkomu til vinnu, enda er vinnan
mikilvægur þáttur í því að ná aftur
starfsþreki eftir veikindi.
Trúverðug stefna er sú sem gildir jafnt
um alla. Ef starfsmenn sjá að Óli í
bókhaldinu getur tekið sér frí og farið í
golf af því að veðrið er óvenju gott, finnst
þeim að slíkt eigi að gilda um þá líka. Ef
slíkur sveigjanleiki er ekki fyrir hendi er