Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Qupperneq 55

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Qupperneq 55
55www.virk.is ATVINNULÍF hvernig tekið er á veikindum og fjarvistum á vinnustað, í heilbrigðisþjónustunni og af félagslega kerfinu. Samspil vinnuumhverfis og fjarvista Samspil milli vinnuumhverfis, heilbrigðis og fjarvista er flókið. Vinnuumhverfið getur stuðlað að einkennum eða sjúkdómum sem leiða til fjarvista. Aðstæður í vinnunni geta líka haft áhrif á það hvort fólk ákveður að fara ekki til vinnu þegar því líður illa vegna einhvers sem tengist ekki starfi beint. Sálfélagslegar aðstæður á vinnustað geta leitt til fjarvista þótt ekki sé um sjúkdóm að ræða. Meiri líkur eru á því að einstaklingur með almennan slappleika velji að vera heima ef mikil streita og andlegt álag er á vinnustaðnum. Að sama skapi eru meiri líkur á því að starfsmaður komi fyrr til vinnu eftir veikindi eða slys ef hann er ánægður i starfi og vinnuumhverfið er gott og hvetjandi. Á heimasíðu danska stjórnendafélagsins www.lederne.dk kemur fram að í fyrirtækjum þar sem vinnuumhverfi er slæmt eru starfsmenn að meðaltali veikir fjórum dögum lengur en þar sem vinnuumhverfi er gott. Rannsóknir benda til að þegar fólk hefur verið óvinnufært í nokkra mánuði dragi fljótt úr sjálfsöryggi og sjálfsbjargarviðleitni og þar með minnka líkur á því að viðkomandi fái starf á ný eða treysti sér til að fara á vinnumarkaðinn aftur. Þetta gildir bæði um öryrkja og þá sem verða atvinnulausir af öðrum ástæðum. Í Bandaríkjunum fer helmingur þeirra sem eru frá vinnu í meira en átta vikur ekki aftur út á vinnumarkaðinn og 85% þeirra sem eru frá vinnu í hálft ár eða lengur koma ekki aftur til starfa.8 Skammtíma og langtíma fjarvistir Skilgreiningar á skammtíma og langtíma fjarvistum eru ekki samræmdar á Íslandi, né í öðrum löndum. Þær fara yfirleitt eftir réttindum til greiðslu (framfærslu) vegna veikindaréttar. Sumstaðar er talað um skammtímafjarvistir í 1-3 daga og allt upp í 2-4 vikur. Í sumum löndum eru langtíma fjarvistir skilgreindar umfram 2 vikur þegar réttur til framfærslu vegna veikinda fer yfir til opinbera aðila og í öðrum löndum gerist það ekki fyrr en eftir 28 daga. Þar sem skilgreiningar á skammtíma og langtíma fjarvistum eru mismunandi er erfitt að gera samanburð á tíðni fjarvista út frá skammtíma og langtímafjarvistum. Reynslan sýnir að fjarvistir aukast yfir vetrartímann og að yngra fólk er mun oftar frá vegna veikinda en þeir sem eldri eru. Konur eru oftar frá vinnu vegna veikinda barna og er sú fjarvera oftast talin með í veikindatölum. Fram kemur i skýrslu sem byggð er á íslenskum gagnagrunni ráðgjafafyrirtækis að yngra fólk er oftar frá vinnu og í stuttan tíma í einu, en tímalengd fjarvista eykst með aldri. Skráning fjarvista starfsmanna vegna veikra barna getur skýrt þennan mun að einhverju leyti. Sjá nánar í töflu 3 um fjölda veikindadaga á árinu 2006 miðað við aldur starfsmanna. Meðalfjöldi veikindadaga í viðmiðunarhópnum var 8,4 dagar eða 3,8% vinnudaga á því ári .9 Í Svíþjóð eiga að minnsta kosti 26% langtíma veikindafjarvista rót sína að rekja til andlegrar vanlíðunar. Einkenni frá stoðkerfi eiga líka stóran þátt í fjarvistum. Í Noregi eiga 49% langtíma fjarvista rót sína að rekja til einkenna frá stoðkerfi (2002). Næst stærsti hópurinn er fjarverandi vegna andlegrar vanheilsu eða 19%. Í Danmörku eru einkenni frá stoðkerfi líka algeng orsök langtíma fjarvista en minna er vitað um þróunina varðandi aðra sjúkdóma. Þó er vitað að geðraskanir eiga stóran þátt í fjarvistum. Langtíma veikindafjarvistir í þessum löndum miðast yfirleitt við fjarvistir í meira en tvær vikur. Í danskri athugun, sem gerð var árið 2000, kom fram að fólk sem bjó við andlega vanheilsu var oftar frá vinnu en aðrir. Andleg vanheilsa er Heimild: Veikindafjarvistir 2000-2006 samkvæmt gagnagrunni InPro Tafla 3. Tíðni veikindadaga miðað við aldur starfsmanna árið 2006 25 ára 14 dagar 6% 26 - 30 ára 12 dagar 5% 41 - 45 ára 5 dagar 2,3% > 50 ára 6-7 dagar 3-3,5% Aldur starfsmenna Fjöldi veikindadaga á ári Hlurfall veikindafjarvista á ári
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.