Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Side 56
56 www.virk.is
A
TV
IN
N
U
LÍ
F
ATVINNULÍF
orsök 15% þeirra fjarvista sem standa
lengur en tvo mánuði og fólk sem á við
slíka vanheilsu að stríða er 2–3 sinnum
líklegra til að vera frá vinnu en aðrir.
Á Íslandi eru einkenni frá stoðkerfi og
andleg vanheilsa algengustu orsakir
örorku bæði meðal kvenna og karla.10 Á
þessu má sjá að örorka hér á landi sem
og annarsstaðar er ekki endilega vegna
alvarlegra veikinda heldur yfirleitt vegna
algengs heilsuvanda sem flestir eiga við
að stríða einhverntíma á lífsleiðinni.
Kostnaður vegna veikinda og
örorku
Kostnaður vegna veikindafjarvista er oft
ekki sýnilegur þar sem launakerfi sjá
um réttindi og útreikninga vega fjarveru
starfsmanna og oft eru þeir útreikningar
ekki greindir nægjanlega vel til að fá út
heildarkostnað við fjarvistir starfsmanna.
Mikill beinn og óbeinn kostnaður er
vegna fjarvista og þar af leiðandi er mikið
í húfi fyrir atvinnulífið að halda þeim í
lágmarki. Beinn kostnaður er oftast vegna
afleysinga og yfirvinnu og dæmi um
óbeinan kostnað er þjálfunarkostnaður
og minnkuð tímabundin framlegð eða
aukin frávik vegna lítillar starfsreynslu
og nýliðunar. Árið 2008 voru heildarlaun
allra launamanna á Íslandi ásamt
launatengdum gjöldum áætluð um
850 milljarðar króna. Ef miðað er við
að hlutfall veikindafjarvista hafi verið
um 4 % vinnudaga það ár, má ætla að
launagreiðslur í veikindum hafi numið
ríflega 34 milljörðum króna. Við þá
fjárhæð bætist síðan kostnaður vegna
staðgengla þeirra sem voru fjarverandi,
s.s. launakostnaður, yfirvinnu, minni
framlegð og ýmiss annar kostnaður
vegna röskunar á starfsemi, auk
útgjalda sem starfsmaður verður
sjálfur fyrir vegna veikinda sinna.
Erfitt er að bera saman kostnað vegna
fjarvista á Norðurlöndunum vegna
breytilegra skilgreininga og forsendna
í kostnaðargreiningu hjá löndunum. Á
Íslandi hefur kostnaður TR sem hlutfall
af vergri landsframleiðslu aukist frá 0,8%
árið 1993 í 1,5% árið 2006. Þá er ekki
reiknað með kostnaði atvinnurekenda
eða sjúkra- og lífeyrissjóða sem hefur
verið um 50% hærri en kostnaður TR.11
15.677 einstaklingar voru á örorkulífeyri
á Íslandi í byrjun árs 2010. Á árunum
1999-2009 fjölgaði örorkulífeyrisþegum
um rúmlega 6.000 og hefur fjöldi
örorkulífeyrisþega sem hlutfall af
íbúafjölda á aldrinum 16-66 ára farið
úr 5,5% á tímabilinu í 7,4 %. Á árinu
2009 bættust 1.474 nýir öryrkjar við
og hafa ekki áður verið fleiri. Töluverð
aukning hefur orðið á fjölda ungra
örorkulífeyrisþega. Hver einstaklingur
sem fer á örorku kostar samfélagið
tugi milljóna króna. Greiðslur TR vegna
örorkulífeyris voru 17,2 milljarðar á árinu
2008 og greiðslur lífeyrissjóðanna námu
um 8,4 milljörðum, sem er um 17% af
heildargreiðslum þeirra til lífeyrisþega.12
Á þessu má sjá að samfélagslegur
kostnaður vegna veikindafjarvista og
örorku er gríðarlegur og mikilvægt
er að leita leiða til að minnka hann.
Með markvissri fjarvistastjórnun og
starfsendurhæfingu á vinnustöðum ætti
að vera hægt að draga talsvert úr þessum
kostnaði og þar með talið kostnaði sem
atvinnulífið og einstaklingar verða fyrir
vegna veikindafjarvista.
Stefna Norðurlandanna í tak-
mörkun veikindafjarvista
Á undaförnum tveimur áratugum hefur
kostnaður vegna veikindafjarvista og
örorku verið vaxandi á Norðurlöndunum.
Fyrir tilstuðlan sjúkratryggingastofnunar
Svíþjóðar var hrundið af stað
samstarfsverkefni meðal Norðurlandanna
þar sem sjúkratryggingakerfin í löndunum
voru borin saman og leiðir til að minnka
veikindafjarveru skoðaðar. Niðurstaða
þessarar vinnu birtist í skýrslu,
Socialförsäkringsrapport 2008:1.
Á öllum Norðurlöndunum nema í
Finnlandi er verið að innleiða miklar
skipulagsbreytingar á tryggingakerf-
unum, til að auka skilvirkni og styðja betur
við einstaklinginn í veikindafjarvistum
og flýta fyrir endurkomu hans til vinnu.
Á Íslandi eru fyrirhugaðar miklar
kerfisbreytingar með endurskoðun á
örorkumatinu og áherslu á starfshæfni
og virkni.13
Í Noregi og Svíþjóð er lögð áhersla á
aukna ábyrgð atvinnurekenda varð-
andi veikindafjarvistir. Í Noregi bera
vinnustaðir mikla ábyrgð á að fylgja
veikindafjarvistum eftir og skipuleggja
og framkvæma viðeigandi ráðstafanir til
að auðvelda fólki að koma aftur til vinnu.
Áður fyrr báru atvinnurekendur í Svíþjóð
ábyrgð á að meta þörf starfsmanna
fyrir starfsendurhæfingu, nú hefur verið
fallið frá þessu, en þeir bera nú ábyrgð
á að framkvæma og greiða fyrir aðgerðir
sem tengjast starfsendurhæfingu á
vinnustaðnum.
Í Danmörku eru ekki gerðar kröfur um
að atvinnurekandi framkvæmi eða greiði
fyrir starfsendurhæfingu, en áhersla
er á ábyrgð starfsmannsins vegna
endurkomu til starfa enda er starfsöryggi
á vinnumarkaði í Danmörku ekki eins
mikið og á hinum Norðurlöndunum.
Á undanförnum árum hefur þó verið
lögð mikil áhersla á það í Danmörku að
vinnustaðir beri samfélagslega ábyrgð
og áhersla er lögð á að þeir taki þátt
í starfsendurhæfingu og taki á móti
einstaklingum með skerta starfsgetu.
Í Finnlandi hefur atvinnurekandinn óbeina
ábyrgð, honum er skylt að skipuleggja
og greiða fyrir starfsmannaheilsuvernd