Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Page 57

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Page 57
57www.virk.is ATVINNULÍF á sínum vinnustað, honum ber einnig skylda til að framfylgja þeim tillögum sem starfsmannaheilsuverndin leggur til Atvinnurekandinn fær greiddan styrk á móti þessum kostnaði frá ríkinu.14 Fyrirkomulag vegna veikindaréttar á Íslandi er mjög frábrugðið því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Hér er veikindaréttur hjá atvinnurekanda oft mjög langur og fer eftir starfsaldri, eftir það hafa starfsmenn rétt til framfærslu frá sjúkrasjóði síns stéttarfélags áður en leitað er til TR, lífeyrissjóða eða sveitarfélaga með framfærslu. Auk þess er Ísland frábrugðið hinum Norðurlöndunum þar sem hér eru ekki í gildi lög eða reglugerðir um starfsendurhæfingu eða kröfur um aðgerðir atvinnurekenda. Í vinnuverndarlögunum kemur einungis fram að atvinnurekandi skuli tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi, sem jafnan sé í samræmi við félagslega og tæknilega þróun í þjóðfélaginu. Áherslur í mótun sjúkratrygginga- og örorkukerfa Norðurlandanna síðastliðin tíu ár hafa verið í þá veru að auka ábyrgð atvinnulífsins og efla fjárhagslegan drifkraft og ábyrgð einstaklingsins. Krafa um virka þátttöku einstaklingsins á meðan hann er veikindaskrifaður hefur aukist verulega. Sem dæmi um það hafa í Danmörku og Noregi verið innleiddar reglur sem leyfa skerðingu á framfærslu (sjúkradagpeninga) ef virk þátttaka er ekki til staðar. Á sama tíma hefur ráðgjöf og viðhorf ráðgjafa hjá stofnunum í tryggingakerfinu breyst. Áhersla er á styrkleika einstaklingsins og hans ábyrgð og þátttöku í starfsendurhæfingu með það að markmiði að fara aftur á vinnumarkaðinn. Áhersla er á færni og getu en ekki á sjúkdómsgreiningar og takmarkanir. Aukin áhersla er á ráðgjöf og eftirfylgd einstaklinga í veikindum og fundi með atvinnurekendum þar sem horft er til vinnugetu og möguleika á að snúa aftur til starfa. Aðilar vinnumarkaðarins á Íslandi tóku frumkvæði í þessum efnum hér á landi og stofnuðu Starfsendurhæfingarsjóð á árinu 2008, sem byggir á samkomulagi í kjarasamningum. Hlutverk sjóðsins er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku, með aukinni virkni, eflingu endurhæfingar og öðrum úrræðum. Starfsendurhæfingarsjóður starfar í náinni samvinnu við sjúkrasjóði stéttarfélaga. Þar hefur verið skipulögð ráðgjafaþjónusta á sviði starfsendurhæfingar fyrir launamenn sem búa við skerta vinnugetu vegna heilsubrests. Áhersla Starfsendurhæfingarsjóðs er snemmbært inngrip vegna veikindafjarvista, hvatning og ráðgjöf sem leiðir til aukinnar virkni og þátttöku í starfsendurhæfingu m.a. í samstarfi við atvinnurekendur. Sjá nánar á heimsíðu Starfsendurhæfingarsjóðs www.virk.is Um höfundinn Svava Jónsdóttir er sérfræðingur hjá VIRK. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt með starfsmannaheilsuvernd sem sérgrein og framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála, verkefnastjórnunar og leiðtogaþjálfunar. Hún hefur starfað við starfsendurhæfingu í Svíþjóð og síðast liðin tíu ár hefur hún sinnt ráðgjafastörf- um á sviði vinnuverndar, öryggismála og heilsuverndar starfsmanna. Heimildaskrá 1. Veikindafjarvistir á Norðurlöndunum. 2003. Vinnueftirlitið, Reykjavík. 1. Útgáfa. Sótt 19.nóvember 2009 af www.vinnue- ftirlit.is. 2. Nordiska strategier för att begränsa sjukfråvaro. Socialförsäkringsrapport 2008:1. Försäkringskassan Sverige. Sótt 30. október 2009 af www.tr.is. 3. Sjukfråvaron i Sverige – på väg mot europeiska nivåer?. Socialförsäkringsrapport. 2009:10. Försäkringskassan Sverige. Sótt 19. nóv.2009 af www. http://www.arbejdsmil- joforskning.dk/upload/resultater_sygefra- vaer.pdf. 4. Sukanya Mitra. Managing Absenteeism and Presenteeism in the Workplace. 2008. Sótt 19.nóvember 2009 af www.cpa2biz.com/Content/ media/PRODUCER_CONTENT/ Newsletters/Articles_2008/Careers/ Workplace.jsp. 5. Ásta Snorradóttir. 2008. Örorka meðal kvenna á Íslandi. Háskóli íslands, Reykjavík. 6. Sjukfråvaron i Sverige – på väg mot europeiska nivåer?. Socialförsäkringsrapport. 2009:10. Försäkringskassan Sverige. Sótt 19. nóv.2009 af www. http://www.arbejdsmil- joforskning.dk/upload/resultater_sygefra- vaer.pdf. 7. Fjármálaráðuneytið. 2007. Dreifibréf 1/2007 – Veikindaréttur. Sótt 3. desem- ber 2009 af http://www.fjarmalara- duneyti.is/starfsmenn-rikisins/dreifibref/ yfirlit/2007. 8. Gunnar Kr. Guðmundsson.2006. Erindi á Örorkuráðstefnu Landssamtaka lífeyrissjóða 6. apríl. Sótt 19.nóvember 2009 af http://www.ll.is/?i=70. Waddell, G., Burton,K. og Kenndall ,N. 2008, Vocational Rehabilitation: What Works, For Whom, and When. Sótt 6.desember 2009 af http://www.working- forhealth.gov.uk/Resources/. 9. Veikindafjarvistir 2000-2006 sam- kvæmt gagnagrunni InPro. 2008. Samtök atvinnulífsins. Sótt 19. nóvember af www. sa.is. 10. Veikindafjarvistir á Norðurlöndunum. 2003. Vinnueftirlitið, Reykjavík. 1. Útgáfa. Sótt 19.nóvember 2009 af www.vinnue- ftirlit.is. 11. Nordiska strategier för att begränsa sjukfråvaro. Socialförsäkringsrapport 2008:1. Försäkringskassan Sverige. Sótt 30. október 2009 af www.tr.is. 12. Starfsendurhæfingarsjóður VIRK (2009), Sótt 6.desember 2009 af www. virk.is. Samtök atvinnulífsins, Atvinna fyrir alla, febrúar 2010, og Heimasíða TR, www.tr.is. 13. Nordiska strategier för att begränsa sjukfråvaro. Socialförsäkringsrapport 2008:1. Försäkringskassan Sverige. Sótt 30. október 2009 af www.tr.is. 14. Resultater af sygefraværsforskning 2003-2007. Merete Labriola, Thomas Lund, Karl Bang Christensen, Det Nationale Forskningscenter for Arbejdsmiljø, København. Sótt 19.nóvem- ber. 2009 af www.arbejdsmiljoforskning. dk/upload/resultater_sygefravaer.pdf.

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.