Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 Boris Johnson flutti sína fyrsturæðu sem forsætisráðherra á árlegu flokksþingi Íhaldsflokksins og sló í gegn. Kynngimögnuð upp- bygging, orðsnilld og húmor leið- togans naut sín til fulls og það ásamt leikandi léttu skapi tryggði útkomuna. Eða eins og karlinn orð- aði það forðum: „Í einu orði sagt þá var hann upp á sitt allra besta.“    Meginskýringin á svo lukku-legri lýsingu var að Boris var í hópi sinna. Yfirgnæfandi meiri- hluti áheyrenda vill út úr ESB og lítur réttilega svo á að fjas búró- krata í öllum flokkum um útgöngu- samning sé nauðaómerkilegt auka- atriði í hinu stóra samhengi.    Boris sagðist rétt í þessu hafaverið að senda æðstu- strumpum ESB lokatillögur sínar um þetta útbelgda aukaatriði. Þeir gætu samþykkt þær eða hafnað þeim. Það væru kostirnir.    Undirliggjandi var þó að vissu-lega yrði litið á gagntillögur með ábyrgum hætti. En yrðu tillög- urnar samþykktar yfirgæfu Bretar ESB 31. október næstkomandi og yrði þeim hafnað yfirgæfu Bretar ESB 31. október. Þetta var hressi- legt og mikil fagnaðarlæti brutust út í salnum.    En utan hans voru þó æði margirsem spurðu sig og næsta mann: „Er þetta nú alveg öruggt?“ Og Shakespeare reis að sögn upp til hálfs í gröf sinni og sagði: „Það er spurningin.“ eða „Það er efinn.“ eftir því hvaða þýðingu hann kýs. Boris Johnson Spurning um efa STAKSTEINAR Mikill samdráttur varð í umferðinni á hringveginum á Suðurlandi í sept- embermánuði, en þá dróst umferðin saman um 8,5 prósent miðað við sama mánuð í fyrra. Á hringveginum öllum dróst umferðin saman um 1,7% samkvæmt nýbirtu yfirliti Vegagerðarinnar. „Þetta er í annað sinn sem sam- dráttur mælist á milli mánaða á þessu ári en áður hafði umferðin dregist saman í marsmánuði sem á sér þó skýringar sem snúa að tíma- setningu páska. Við þetta bætist hins vegar líka minnsta mögulega aukn- ing í ágúst sl. eða aukning sem ein- ungis nam 0,1%. Í ljósi þessa má velta því fyrir sér hvort að hagkerfið sé tekið að kólna, rétt eins og mæl- ingar Seðlabanka og Hagstofu gefa til kynna,“ segir í frétt Vegagerðar- innar. Sé litið á umferðina eftir lands- svæðum má sjá að hún dróst saman í síðasta mánuði miðað við sama mán- uð í fyrra í öllum landshlutum nema á Vesturlandi, þar sem umferðin jókst um 1,7%. Umferðin á hringveg- inum dróst saman um 3,7% á Austur- landi og 2,1% á Norðurlandi. Frá áramótum hefur umferðin á hringveginum aukist um tæp 3%, sem er minnsta aukning miðað við árstíma frá árinu 2012. Mun minni umferð á Suðurlandi  Umferð á hringveginum dróst saman um 8,5% á Suðurlandi í september Morgunblaðið/Styrmir Kári Bílar Mest var ekið á föstudögum en minnst á þriðjudögum í september. Afl – starfsgreinafélag hefur fengið umboð um tíu félagsmanna sinna á Vopnafirði til að gæta réttinda þeirra vegna mistaka hjá Vopna- fjarðarhreppi við greiðslu iðgjalda til Stapa lífeyrissjóðs fyrir all- mörgum árum. Sverrir Mar Al- bertsson, framkvæmdastjóri Afls, segir að fyrsta skrefið verði að óska eftir að fá allar upplýsingar um mál- ið hjá sveitarfélaginu og lífeyr- issjóðnum, fundargerðir, bréf og annað. Segir Sverrir að framhaldið verði ákveðið þegar gögnin hafi verið yfir- farin. Ef mál verði höfðað gegn sveitarfélaginu eða öðrum býst hann við að öllum starfsmönnum sem tap- að hafa réttindum verði boðið að veita Afli umboð til að sækja bætur. Fá ekki full réttindi Sveitarstjórn kynnti niðurstöðu sína á íbúafundi sl. mánudag. Sigríð- ur Bragadóttir oddviti segir að gagnrýnendur meirihluta sveitar- stjórnar hafi haft sig mikið í frammi. Engin niðurstaða hafi fengist enda hafi þetta átt að vera kynningar- fundur. Málið snýst um vexti af kröfum sem Vopnafjarðarhreppur telur fyrndar. Eigi að síður greiddi hreppurinn öll vangreiddu iðgjöldin, bæði þá hluta þeirra sem voru fyrndir og ófyrndir, en aðeins vexti af ófyrndu kröfunni. Vísaði sveitar- félagið í því efni til ábyrgðar lífeyr- issjóðsins sem einnig hefði gert mis- tök við móttöku greiðslnanna. Stapi hefur vísað ábyrgðinni frá sér og starfsfólkið fær því ekki þau réttindi sem það hefði fengið ef full iðgjöld hefðu verið greidd á réttum tíma. helgi@mbl.is Félagsmenn krefj- ast upplýsinga  Afl með umboð til að gæta réttinda nokk- urra Vopnfirðinga Morgunblaðið/Golli Vopnafjörður Höfnin er lífæð þessa byggðarlags og margra annarra. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ m. Lítil og létt loftpressa. Kemur með fjórum stútum sem passa á dekk, bolta, vindsængur og fleira. REDLITHIUM-ION™ rafhlaða. Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar með öllum Milwaukee® M12™ rafhlöðu Verð 16.900 kr. (án rafhlöðu) M12 Inflator Alvöru loftpressa fráMilwaukee vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.