Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Að sögn Íseyjar Grétu Þorgríms- dóttur, hótelstjóra á Center Hotel Laugavegi, var hugmyndafræðin á bak við Lóu að bjóða upp á léttan og umfram allt bragðgóðan mat í líflegu umhverfi. „Það var einnig mikið lagt upp úr hönnuninni, en staðurinn er ákaflega fallega hannaður með léttum viðarhús- gögnum og notalegum blágrænum litum,“ segir Ísey, en það var al- þjóðlega hönnunarstofan I AM sem sá um alla hönnunina. Maturinn hins vegar er hann- aður af Egg Soldiers, sem er breskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í matarhönnun, hugmyndaþróun og almennri greiningarvinnu fyrir veitingastaði. Fyrirtækið er í eigu þeirra Toph Ford og hins íslenska Stefan Cosser, sem meðal annars hefur starfað á The Fat Duck hjá Heston Blumenthal. Í miðjum veitingastaðnum er stór bar þar sem mikið er lagt upp úr góðum kokkteilum en jafnframt er boðið upp á „happy hour“ milli 16 og 18. Ísey segir jafnframt að boðið verði upp á viðburði á staðnum og fyrsta skrefið sé að vera með plötusnúð á laugardagskvöldum og lifandi tónlist á föstudagskvöldum. Það gefur því augaleið að gestir miðborgarinnar hafa fengið spenn- andi valkost upp í hendurnar með tilkomu Lóu Bar-Bistro en jafn- framt verður boðið upp á djass í vetur sem ætti að verða mörgum mikið gleðiefni enda fátt sem toppar góða tónlist og vægt verð á barnum. Markhópurinn er að sögn Íseyj- ar bæði erlendir gestir og heima- menn. Vissulega sé staðurinn á jarðhæð hótelsins en hann sé öll- um aðgengilegur og fyrir vikið verði áhugaverð blanda við- skiptavina sem skili sér í skemmtilegri stemningu sem gest- ir kunni að meta og auki enn við fjölbreytileika miðborgarinnar. Glæsilegur nýr veitingastaður á Laugavegi Það er ekkert lát á spennandi nýjungum í miðborg- inni og nýjasta viðbótin í veitingageiranum er veit- ingastaðurinn Lóa Bar-Bistro á Center-hótelinu á Laugavegi 95-99. Staðurinn er sérlega fallega hann- aður og matseðillinn þykir einstaklega skemmtilegur. Morgunblaðið/Hari Fjölbreyttur kúnnahópur Ísey Gréta Þorgrímsdóttir hótelstjóri hjá Center hótel Laugavegi er að vonum ánægð með Lóu Bar-Bistro og segir kúnnahópinn mjög blandaðan. Lífleg stemning Að sögn Íseyjar var mikið lagt upp úr að staðurinn byði upp á skemmtilega stemningu.Fyrir matgæðinga Matseðillinn er girnilegur og býður upp á marga skemmtilega valkosti. Fjölbreytt kokkteilaúrval Það er fátt betra en að fá sér góðan kokkteil í fallegu umhverfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.