Morgunblaðið - 03.10.2019, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 03.10.2019, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 Björn Sævar Ástvalds- son, framkvæmdastjóri Sólóhúsgagna, lést á Landspítalanum við Hringbraut 30. sept- ember, 66 ára að aldri. Björn var fæddur 9. júlí 1953 á Sauðárkróki. Foreldrar hans eru hjónin Ástvaldur Óskar Tómasson bóndi, sem lést 2007, og Svanfríður Steinsdóttir húsfreyja, búsett á Sauðárkróki og lifir son sinn. Björn var eigandi Sólóhúsgagna, sem framleitt hafa landsþekkt íslensk húsgögn fyrir fyrirtæki og ein- staklinga frá stofnun þess árið 1960. Má þar nefna hinn sígilda eldhússtól E60 sem notið hefur mikilla vin- sælda um margra ára skeið, Skötuna eftir Halldór Hjálmarsson og Sindrastólinn sem hannaður var af Ás- geiri Einarssyni. Björn átti stóran þátt í að viðhalda fram- leiðslu íslenskra hús- gagna allt frá árinu 1989 þegar hann og eftirlifandi kona hans, Kristín Rós Andrés- dóttir, eignuðust fyrir- tækið. Með starfi sínu hjá Sólóhúsgögnum vann Björn með fjölmörgum hönnuðum og studdi þá við framleiðslu og sölu á íslenskum verðlaunahúsgögnum. Björn lætur eftir sig eiginkonu, fjögur börn og sex barnabörn. Andlát Björn Ástvaldsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Minjastofnun er að undirbúa friðlýs- ingu elstu skólahúsanna á Bifröst í Borgarfirði. Rektor Háskólans á Bifröst og byggðarráði Borgar- byggðar líst vel á áformin en leggja áherslu á að húsin nýtist áfram til starfsemi skólans og að fjármunir fylgi til þess að unnt verði að halda mannvirkjunum við. Minjastofnun hefur sent drög að friðlýsingarskilmálum til Háskólans á Bifröst og Borgarbyggðar til um- sagnar. Undirbúningur hefur staðið lengi. Hann hófst með því að hópur gam- alla Bifrestinga úr Hollvina- samtökum Bifrastar óskuðu eftir því að Minjastofnun friðlýsti gömlu skólahúsin. Í drögum að friðlýsingarskil- málum kemur fram að friðlýsingin á að taka til ytra byrðis samkomu- hússins frá 1950 og veggfastra inn- réttinga í samkomusal og setustofu. Einnig ytra byrðis viðbyggðrar gistiálmu frá 1955 og tengigangs. Sérstaklega er tekið fram að friðlýs- ingin taki til veggmyndar Harðar Ágústssonar á tengigangi. Ekki er minnst á SÍS-merkið á gólfi inn- gangs en það fylgir væntanlega með. Byggt sem samkomuhús Innréttingar í gistiálmu eru ekki friðaðar enda segir Vilhjálmur Eg- ilsson, rektor Háskólans á Bifröst, að þeim gæti þurft að breyta með tímanum ef nýta eigi bygginguna áfram. Tekur hann fram að SÍS- merkið sé órjúfanlegur hluti af sögu húsanna og aldrei verði hróflað við því. Elsta byggingin á Bifröst var reist sem samkomu- og veit- ingasalur eftir uppdráttum arkitekt- anna Gísla Halldórssonar, Kjartans Sigurðssonar og Sigvalda Thordar- son. Samband íslenskra samvinnu- félaga keypti húsið þegar veitinga- staðurinn var risinn en ekki fullgerður og var Sigvaldi fenginn til að ljúka við frágang og innréttingar hússins sem þá átti að nýta sem fé- lagsheimili og hótel samvinnu- manna. Síðar var ákveðið að flytja starfsemi Samvinnuskólans þangað og þá var reist þrílyft heimavistar- álma við húsið. Í rökstuðningi Minjastofnunar fyrir friðun húsanna segir að sam- komuhúsið á Bifröst sé mikilvægt og vel varðveitt dæmi um höfundarverk Sigvalda Thordarson og samstarfs- manna hans, frá upphafsárum þeirra starfsferils. Ekki síst eigi það við um innréttingar og búnað í sam- komusal og setustofu, sem varðveist hafi í nær upprunalegri mynd. Minjastofnun segir að saman myndi húsin tvö fallega og sam- ræmda heild. Bæði hafi einkennt ásýnd Bifrastar frá upphafi og hafi í hugum fólks öðlast sess sem hluti staðarmyndar Norðurárdals og táknmynd þeirra skólastofnana sem þar hafa starfað. Fjármagn þarf að fylgja Vilhjálmur Egilsson segir að stjórnendur Háskólans séu opnir fyrir þessum áformum. Hann tekur fram að þau samrýmist markmiðum þeirra sem hafi ávallt verið að um- gangast þessar byggingar af sömu virðingu og þeir gerðu sem byggðu þær enda hafi engu verið breytt í veitingasalnum og ytra útliti hans haldið eins og var í upphafi. Tekur Vilhjálmur fram að friðlýs- ingu þurfi að fylgja áætlun um fjár- mögnun viðhalds til að halda bygg- ingunum í góðu horfi. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bifröst Elsta skólahúsið, samkomuhúsið með kringlunni, kúrir í Grábrók- arhrauni og áföst því er heimavistin frá 1955. Í baksýn sést í Grábrók og Hraunsnefsöxl. Allt eru þetta tákn hins fallega Norðurárdals. Undirbúa friðlýsingu elstu skólahúsanna  Samkomuhúsið á Bifröst verður friðað með gömlum innréttingum Skipholti 29b • S. 551 4422 YFIRHÖFNIN FÆST Í LAXDAL TRAUST Í 80 ÁR Fylgdu okkur á facebook Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Túnikur frá Str. 40/42-56/58 Kr. 7.900.- Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Str. 38-58 Við eigum 15 ára afmæli Og þú færð 20% afslátt af öllum vörum dagana 3.-5. október Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir ítrekuð kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa á árunum 2017 og 2018 ítrek- að tekið myndskeið yfir skilrúm milli búningsklefa karla og kvenna í húsakynnum sundlaugar og íþróttamiðstöðvar á Vestfjörðum. Í ákæru málsins er maðurinn ákærður fyrir brot gegn fimm stúlkum undir lögaldri, einum dreng undir lögaldri og þremur konum yfir 18 ára aldri. Eru brotin talin varða við ákvæði almennra hegningarlaga um blygðunarsemis- brot, auk þess sem brotin gegn börnunum eru talin brjóta gegn þeirri grein barnaverndarlögum sem tekur á ósiðlegu athæfi gegn börnum. Þá er hann ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni mynd- skeiðin sem um ræðir. Myndaði maðurinn fólkið þegar það var statt í kvennaklefa sund- laugarinnar með myndavél síma síns og sýndu myndskeiðin fólkið nakið. Stúlkurnar voru á aldrinum 9 til 14 ára þegar brotin áttu sér stað og drengurinn á fimmta ári. Samtals fara þau sem maðurinn tók myndskeið af fram á 10,5 millj- ónir í miskabætur vegna brota hans. Ákærður fyrir upp- tökur í kvennaklefa íþróttamiðstöðvar á Vestfjörðum Fyrsti mygluleitarhundurinn á Ís- landi tekur til starfa í vikunni. Hundaþjálfarinn Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir þreytti próf með schaefferhundinn Hanz á vegum þýskra mygluleitarsamtaka nýver- ið og hlaut hann fyrstu einkunn því hann komst villulaust í gegnum prófið. Þetta er samstarfsverkefni Mannvits verkfræðistofu og Allir- hundar, fyrirtækis Jóhönnu, að finna myglu í húsnæði. Biðlistarnir eru þegar orðnir langir. „Þetta var mjög flott hjá honum. Hann er rosalega vinnuglaður og sannur. Mér líður frekar eins og forritara en hundaþjálfara. Hanz er með svo gott minni, ef hann finnur lykt einu sinni þekkir hann hana strax aftur þrátt fyrir að hafa ekki fundið hana í nokkurn tíma,“ sagði Jóhanna í samtali við mbl.is í gær. Þjálfunin tók um eitt og hálft ár og var ferlið langt og strangt. „Þjálfunin og leitin sjálf að myglu er flókin efnafræði. Það eru marg- ar tegundir og undirtegundir og maður þarf alltaf að fara aftur í grunninn til að fylgja honum eftir,“ segir Jóhanna. Hundur þjálfaður til að leita að myglu Atvinna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.