Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 53
DÆGRADVÖL 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 „ÉG HEF HEYRT AÐ ÞÚ SPILIR STÓRT HLUTVERK Í ÞVÍ AÐ KOMA SENDINGUM ÚT Á RÉTTUM TÍMA.” „TILEFNIÐ ER TVÖFALT! STAÐURINN HEFUR VERIÐ OPINN Í SEX MÁNUÐI OG ÞÚ ERT VIÐSKIPTAVINUR NÚMER SEX.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... hugljómun. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞÚ ÁTT ÞÉR SKUGGA- HLIÐAR, GRETTIR ÞÚ GETUR EKKI HINDRAÐ FÖR MÍNA UPP! ENGINN GETUR STÖÐVAÐ MIG! OG KLEINU- HRING EN ÞAÐ ER EKKERT FÉMÆTT HÉRNA UPPI! HVER ER TILGANGURINN? GETURÐU BARA HUGSAÐ UM ÞAÐ? OG KAFFI ÉG ÞARF AÐ KOMAST Á KLÓSETTIÐ! félag er að hefja flug milli Kína og Ís- lands með Nordic Times um borð. Kínversk útgáfa Icelandic Times sem og Nordic Times eru að eflast. QR-kóðar í tímaritum okkar og sam- starf við Alipay opna samfélagsgáttir 800 milljóna notenda stærsta korta- fyrirtækis veraldar. Vilji menn efla tengsl við Kína þá er Icelandic Times kjörinn vettvangur sem stafrænn að- gangur. Við erum að ganga frá samn- ingi við WeChat með yfir milljarð Kínverja sem geta nálgast Icelandic Times og Nordic Times með sérstakt þjónustuborð í Kína. Allt er þetta fordæmalaust í íslenskri við- skiptasögu.“ Fjölskylda Maki Einars er Guðrún Stefáns- dóttir arkitekt f. 7.7. 1957. Sonur Guðrúnar er Svanur Sigurjónsson doktorsnemi í lífefnafræði f. 25.9. 1989, eiginkona hans er Lena Rós Jónsdóttir verkfræðingur, f. 9.5. 1993. Fyrri kona Einars er Björg Sigurðardóttir kennari f. 16.11. 1951. Björg átti fyrir 1) Sigrúnu Gísla- dóttir sem búsett er í Kaliforníu, f. 29.6. 1969. Börn hennar eru Íris Björg Ísafold, f. 5.9. 2006, og Ella Lo- uise Ísafold, f. 27.7. 2010. Börn Ein- ars og Sigrúnar eru 2) Þorsteinn Einarsson, f. 19.1. 1975, kvikmynda- gerða- og tónlistarmaður í Svíþjóð. Maki: Linda G. Karlsson; 3) Sigurður Ragnar Einarsson, f. 5.6. 1976, tón- listarmaður í Svíþjóð og rútubílstjóri. Systkini Einars eru Ásdís, f. 22.5. 1948; Gunnar Halldór, f. 28.3. 1951, og Þórstína f. 8.9. 1956. Foreldrar Einars voru Þorsteinn Oddsson prentmyndasmiður, f. 25.11. 1919, d. 27.7. 1994, og Sig- urbjörg Einarsdóttir húsfreyja, f. 24.6. 1919, d. 3.12. 1999. Einar Þorsteinn Þorsteinsson Þórunn Björg Jakobsdóttir húsfreyja á Djúpavogi Gunnar Þorsteinsson sjómaður á Djúpavogi Þórstína Björg Gunnarsdóttir húsfreyja í Borgarnesi Einar Ólafsson matsveinn í Borgarnesi Sigurbjörg Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík Ásgerður Sigurðardóttir húsfreyja á Stóru-Fellsöxl, síðar í Reykjavík Ólafur Jónsson útvegsbóndi á Stóru-Fellsöxl í Hvalfjarðarsveit Snæbjörn Jónsson rithöfundur og bóksali Þorsteinn Elton Jónsson fl ugstjóri og orrustufl ugmaður Ásgeir Ólafsson Einarsson dýralæknir Einar Þorsteinn Ásgeirsson arkitekt Sesselja Jónsdóttir húsfreyja á Kalastöðum Jón Þorsteinsson bóndi og meðhjálpari á Kalastöðum í Hvalfjarðarsveit Þuríður Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík Oddur Halldór Ólafsson bóndi í Presthúsum á Kjalarnesi, síðar verkamaður og húsvörður í Reykjavík Jórunn Helgadóttir húsfreyja á Fellsenda og víðar Ólafur Halldórsson bóndi á Fellsenda í Miðdölum og víðar Úr frændgarði Einars Þorsteins Þorsteinssonar Þorsteinn Oddsson prentmyndasmiður í Reykjavík Ingólfur Ómar Ármannssonskrapp á Þingvelli á mánudag til að virða fyrir sér haustlitina og segist svo frá: „Nú er byrjað að frysta smá það var hrím á grasi í morgun þó ekki mikið enn sem komið er. En mér datt í hug að senda þér eina Haustvísu. Hafðu það ætíð sem best“: Frystir óðum, fölnar björk, fugla hljóð er raustin. Skrælnar gróður, skógarmörk skartar rjóð á haustin. Og Haustljóð kallar Hallmundur Guðmundsson þessa limru: Um það nú senn fer sögum að sinnið á næstu dögum, fari til fjandans í fyllingu andans; með jöskuðum jólalögum. Pétur Stefánsson kallar þessa stöku Deyfð – en mér sýnist þó ekki deyfð yfir hagmælskunni! Enn á ný vill andann hrjá erfið lífsins glíma. Þessi vísa ortist á einum klukkutíma. Guðmundur Arnfinnsson yrkir um vetrarkvíða á Boðnarmiði: Falda tindar fannadúk, frjósa lindir, hrellir spá: Naprir vindar nísta búk, norðan blindhríð skellur á. Snæbjörn Reynisson segir að ýmsar stjórnmálaspírur horfi meira um öxl en fram á við – þyki sér: Framtíð glæsta finna má fortíðar í verunni, ef menn eru ennþá á apalgráu merinni. Þessi skemmtilegu orðaskipti eru á Boðnarmiði. Guðmundur Beck yrkir: Syrti um sóldaginn bjarta af sending frá heimsvaldadraug. Andskotans óværan svarta yfir hér drynjandi flaug. Og Jón Atli Játvarðarson svarar: Hljóðmúrbrot við hrynur skafl, hlustin full af dreyra, er komst hægrið inn á gafl í mitt vinstra eyra. Gunnar J. Straumland getur ekki orða bundist og lái honum hver sem vill: Vonir brustu, váleg frétt, Veðurstofan skrökvaði. Hér kom rigning heldur þétt. Himnafaðir vökvaði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Haustvísa, deyfð og vetrarkvíði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.