Morgunblaðið - 03.10.2019, Side 53
DÆGRADVÖL 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019
„ÉG HEF HEYRT AÐ ÞÚ SPILIR STÓRT
HLUTVERK Í ÞVÍ AÐ KOMA SENDINGUM
ÚT Á RÉTTUM TÍMA.”
„TILEFNIÐ ER TVÖFALT! STAÐURINN
HEFUR VERIÐ OPINN Í SEX MÁNUÐI OG
ÞÚ ERT VIÐSKIPTAVINUR NÚMER SEX.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... hugljómun.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÞÚ ÁTT ÞÉR SKUGGA-
HLIÐAR, GRETTIR
ÞÚ GETUR EKKI
HINDRAÐ FÖR
MÍNA UPP! ENGINN
GETUR STÖÐVAÐ
MIG!
OG KLEINU-
HRING
EN ÞAÐ ER
EKKERT FÉMÆTT
HÉRNA UPPI! HVER ER
TILGANGURINN?
GETURÐU BARA
HUGSAÐ UM ÞAÐ? OG KAFFI
ÉG ÞARF AÐ KOMAST
Á KLÓSETTIÐ!
félag er að hefja flug milli Kína og Ís-
lands með Nordic Times um borð.
Kínversk útgáfa Icelandic Times
sem og Nordic Times eru að eflast.
QR-kóðar í tímaritum okkar og sam-
starf við Alipay opna samfélagsgáttir
800 milljóna notenda stærsta korta-
fyrirtækis veraldar. Vilji menn efla
tengsl við Kína þá er Icelandic Times
kjörinn vettvangur sem stafrænn að-
gangur. Við erum að ganga frá samn-
ingi við WeChat með yfir milljarð
Kínverja sem geta nálgast Icelandic
Times og Nordic Times með sérstakt
þjónustuborð í Kína. Allt er þetta
fordæmalaust í íslenskri við-
skiptasögu.“
Fjölskylda
Maki Einars er Guðrún Stefáns-
dóttir arkitekt f. 7.7. 1957. Sonur
Guðrúnar er Svanur Sigurjónsson
doktorsnemi í lífefnafræði f. 25.9.
1989, eiginkona hans er Lena Rós
Jónsdóttir verkfræðingur, f. 9.5.
1993. Fyrri kona Einars er Björg
Sigurðardóttir kennari f. 16.11. 1951.
Björg átti fyrir 1) Sigrúnu Gísla-
dóttir sem búsett er í Kaliforníu, f.
29.6. 1969. Börn hennar eru Íris
Björg Ísafold, f. 5.9. 2006, og Ella Lo-
uise Ísafold, f. 27.7. 2010. Börn Ein-
ars og Sigrúnar eru 2) Þorsteinn
Einarsson, f. 19.1. 1975, kvikmynda-
gerða- og tónlistarmaður í Svíþjóð.
Maki: Linda G. Karlsson; 3) Sigurður
Ragnar Einarsson, f. 5.6. 1976, tón-
listarmaður í Svíþjóð og rútubílstjóri.
Systkini Einars eru Ásdís, f. 22.5.
1948; Gunnar Halldór, f. 28.3. 1951,
og Þórstína f. 8.9. 1956.
Foreldrar Einars voru Þorsteinn
Oddsson prentmyndasmiður, f.
25.11. 1919, d. 27.7. 1994, og Sig-
urbjörg Einarsdóttir húsfreyja, f.
24.6. 1919, d. 3.12. 1999.
Einar Þorsteinn
Þorsteinsson
Þórunn Björg Jakobsdóttir
húsfreyja á Djúpavogi
Gunnar Þorsteinsson
sjómaður á Djúpavogi
Þórstína Björg Gunnarsdóttir
húsfreyja í Borgarnesi
Einar Ólafsson
matsveinn í Borgarnesi
Sigurbjörg Einarsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Ásgerður Sigurðardóttir
húsfreyja á Stóru-Fellsöxl,
síðar í Reykjavík
Ólafur Jónsson
útvegsbóndi á Stóru-Fellsöxl í Hvalfjarðarsveit
Snæbjörn Jónsson
rithöfundur og bóksali
Þorsteinn Elton Jónsson
fl ugstjóri og orrustufl ugmaður
Ásgeir Ólafsson
Einarsson dýralæknir
Einar Þorsteinn
Ásgeirsson arkitekt
Sesselja Jónsdóttir
húsfreyja á Kalastöðum
Jón Þorsteinsson
bóndi og meðhjálpari á Kalastöðum í Hvalfjarðarsveit
Þuríður Jónsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Oddur Halldór Ólafsson
bóndi í Presthúsum á Kjalarnesi, síðar
verkamaður og húsvörður í Reykjavík
Jórunn Helgadóttir
húsfreyja á Fellsenda og víðar
Ólafur Halldórsson
bóndi á Fellsenda í Miðdölum og víðar
Úr frændgarði Einars Þorsteins Þorsteinssonar
Þorsteinn Oddsson
prentmyndasmiður í Reykjavík
Ingólfur Ómar Ármannssonskrapp á Þingvelli á mánudag
til að virða fyrir sér haustlitina og
segist svo frá: „Nú er byrjað að
frysta smá það var hrím á grasi í
morgun þó ekki mikið enn sem
komið er. En mér datt í hug að
senda þér eina Haustvísu. Hafðu
það ætíð sem best“:
Frystir óðum, fölnar björk,
fugla hljóð er raustin.
Skrælnar gróður, skógarmörk
skartar rjóð á haustin.
Og Haustljóð kallar Hallmundur
Guðmundsson þessa limru:
Um það nú senn fer sögum
að sinnið á næstu dögum,
fari til fjandans
í fyllingu andans;
með jöskuðum jólalögum.
Pétur Stefánsson kallar þessa
stöku Deyfð – en mér sýnist þó ekki
deyfð yfir hagmælskunni!
Enn á ný vill andann hrjá
erfið lífsins glíma.
Þessi vísa ortist á
einum klukkutíma.
Guðmundur Arnfinnsson yrkir
um vetrarkvíða á Boðnarmiði:
Falda tindar fannadúk,
frjósa lindir, hrellir spá:
Naprir vindar nísta búk,
norðan blindhríð skellur á.
Snæbjörn Reynisson segir að
ýmsar stjórnmálaspírur horfi meira
um öxl en fram á við – þyki sér:
Framtíð glæsta finna má
fortíðar í verunni,
ef menn eru ennþá á
apalgráu merinni.
Þessi skemmtilegu orðaskipti eru
á Boðnarmiði. Guðmundur Beck
yrkir:
Syrti um sóldaginn bjarta
af sending frá heimsvaldadraug.
Andskotans óværan svarta
yfir hér drynjandi flaug.
Og Jón Atli Játvarðarson svarar:
Hljóðmúrbrot við hrynur skafl,
hlustin full af dreyra,
er komst hægrið inn á gafl
í mitt vinstra eyra.
Gunnar J. Straumland getur ekki
orða bundist og lái honum hver sem
vill:
Vonir brustu, váleg frétt,
Veðurstofan skrökvaði.
Hér kom rigning heldur þétt.
Himnafaðir vökvaði.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Haustvísa, deyfð
og vetrarkvíði