Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nú í vikunni undirrituðu þjóðminja- vörður og hjónin Þórarinn Eldjárn rithöfundur og Unnur Ólafsdóttir veðurfræðingur samning um að þau sinni hefðum samkvæmt umhirðu og eftirliti með Arngrímsstofu í Svarf- aðardal sem tilheyrir húsasafni Þjóðminjasafnsins. „Arngrímsstofa verður í góðum höndum. Þjóðminja- safnið á sér marga góða og trausta bakhjarla. Þar er fólkið sem vinnur með okkur við umsjón með bygg- ingum í húsasafni okkur sérstaklega mikilvægt. Það er til dæmis okkar frábæra handverksfólki afar mik- ilvægt í samstarfi,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður. Húsasafnið er kjarninn í safnkosti Þjóðminjasafns á landsbyggðinni, merkilegur arfur þar sem umhverfi og mannvirki fara saman. Í safninu eru 62 gamlar byggingar á 41 stað víða um land og allar hafa þær, hver á sinn hátt, sérstöðu í menning- arsögu Íslendinga. Á hverjum stað sinnir heimafólk daglegri umsjón með byggingunum, en viðhald og viðgerðir eru á ábyrgð Þjóðminja- safnsins. Samofin saga húsa Arngrímsstofa er kennd við Arn- grím Gíslason (1829-1887) listmálara sem bjó sín síðustu ár í Gullbringu; hjáleigu frá kirkjustaðnum og höf- uðbólinu Tjörn. Torfbær stóð í Gull- bringu á dögum Arngríms og sunn- an við hann reisti hann sér vinnustofuna, sem er sex fermetra timburhús með torfþaki. Þjóðminja- safni Íslands var færð byggingin til eignar og varðveislu 1953. Húsið var endurbyggt nánast frá grunni 1983 og æ síðan hefur það fengið reglu- bundið og nauðsynlegt viðhald. Í Gullbringu er timburhús sem reist var árið 1912 og er það nú ásamt nýbyggingu sumarhús Þór- arins og Unnar. Áður var húsið í eigu foreldra Þórarins, þeirra Hall- dóru og Kristjáns Eldjárns, þjóð- minjavarðar og forseta Íslands, sem var frá Tjörn. „Vel fer á þessu sam- starfi enda Arngrímsstofa sam- byggð Gullbringu og saga húsanna samofin. Okkur þykir sömuleiðis vænt um að unnt sé að hlúa þannig að arfleifð Kristjáns Eldjárns,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir. Sterkar rætur í Svarfaðardal „Arngrímsstofa er klárlega elsta vinnustofa listamanns sem til er á Íslandi. Og ekki bara það, faðir minn skrifaði ævisögu Arngríms sem út kom 1983 og segir þar fullum fetum að hún sé fyrsta „atelier“ sem byggt hefur verið á Íslandi,“ segir Þór- arinn sem með fjölskyldu sinni er mikið í Svarfaðardal á sumrin. Samningurinn við Þjóðminjasafnið mótast raunar af því, en skyldurnar sem kveðið er á um eru að þrífa hús- ið, vökva þekju og fylgjast með ástandi öllu. Einnig yfir sumartím- ann að sinna eftir föngum gestum sem ber að garði og veita þeim fræðslu. Einnig stendur til að hressa upp á litla myndasýningu sem þar er og jafnvel standa fyrir menningar- viðburðum sem hæfa staðnum og sögu hans, þó ekki sé gólfflöturinn stór. „Rætur mínar í Svarfaðardal eru sterkar. Þar var ég í sveit á sumrin í nokkur ár og við systkinin öll og makar höfum alltaf sótt mikið þang- að. Sömuleiðis afkomendur okkar; þar eigum við öll góðar stundir við leik og störf. Þar er gott að sitja og standa við skriftir, enda margt í vinnslu; sögur og ljóð,“ segir Þór- arinn í Gullbringu að síðustu. Undirritun Unnur Ólafsdóttir og Þórarinn Eldjárn hér með Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði, sem er til hægri á myndinni, þegar samningar um að þau hjónin verði vörslufólk Gullbringu í Svarfaðardal voru undirritaðir. Annast Arngrímsstofu  Elsta vinnustofa íslensks listamanns  6 fermetrar undir torfi  Þórarinn og Unnur  Góðar stundir í Gullbringu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Svarfaðardalur Í hlíðinni ofan við Tjörn eru þessar byggingar. Arngríms- stofa er nær með torfþakinu en fjær með frambyggingunni er Gullbringa. Hugmyndasöfnun í verkefninu Okkar Kópavogur hófst í vikunni. Fram til 21. október verður hug- myndir á vef verkefnisins um ýms- ar framkvæmdir í bænum. Kosið verður milli hug- mynda í árs- byrjun næsta árs og hefjast fram- kvæmdir á því og hinu næsta. Alls 200 millj- ónum verður á tveimur árum varið til fram- kvæmda verkefna og er fjár- munum skipt í hlutfalli við stærð bæjarhluta. Framkvæmdafé skipt- ist á tvö ár. Fundir í hverfunum Fimm íbúafundir verða haldnir á næstunni í tengslum við Okkar Kópavog. Fyrsti fundurinn er í Salaskóla í kvöld, 3. október, fyrir íbúa Linda- og Salaskólahverfis. Fundurinn hefst kl. 17 og stendur til 18.30. Upplýsingar um fundi í öðrum hverfum má finna á vef Kópavogsbæjar. Meðal þess sem íbúar völdu í árs- byrjun 2018 er hjólabraut við íþróttahús í Digranesi, körfubolta- völlur við Hörðuvallaskóla, frisbí- golfvöllur í Guðmundarlundi, vatnspóstar og bekkir víða um bæ- inn, eftirlitsmyndavélar í Linda- hverfi og fjölgun hjólastæða við Smáraskóla. Íbúar eru sérfræðingar „Hugmyndir sem íbúar hafa lagt til í Okkar Kópavogi eru afar fjöl- breyttar og verkefnin sem hafa verið valin í kosningum setja sannarlega svip sinn á bæinn. Íbú- ar kunna vel að meta framtakið, sem sést á því hversu góð þátt- takan hefur verið, bæði í hug- myndasöfnun og kosningum á milli verkefna,“ segir Ármann Kr. Ólafs- son, bæjarstjóri í Kópavogi. Sjálfur kveðst hann líta svo á að íbúar séu sérfræðingar í málefnum nærsam- félags síns. Viti vel hvað þurfi að gera í nágrenni sínu svo gera megi umhverfið þar betra. Af þeim sök- um hafi verkefnið hitt í mark. „Loks má geta að Okkar Kópa- vogur er í takti við þá áherslu sem við höfum lagt á íbúasamráð. Við erum að kalla eftir áliti íbúa í fjöl- mörgum málum, bæði með því að opna samráðsgáttir á vefnum og með íbúafundum. Í þessu verkefni bjóðum við íbúum til funda á fimm stöðum í bænum og þar velja fund- argestir verkefni saman sem tryggt er að fari í kosningu, það hefur gefist vel að blanda þessum tveimur leiðum saman. “ sbs@mbl.is Hugmyndaleit í Kópavoginum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kópavogur Lindir og Engihjalli.  Íbúar velja  200 millj. kr. í pottinum Ármann Kr. Ólafsson Forstöðukona Droplaugarstaða segir enga aðra íbúa heimilisins hafa greinst með hermannaveiki. Hreinsun á vatnslagnakerfi hússins fer fram á morgun og hafa aðrir verktakar verið fengir til að sjá um hreinsunina. „Það verða allt aðrir aðilar sem hreinsa þetta núna. Það er í raun- inni Mannvit sem sér um þetta og þeir fengu nýjan verktaka að borð- inu núna við hreinsunina. Aðferðirnar dugðu Aðferðirnar sem notaðar voru síðast virðast ekki hafa dugað og við vildum fá annan aðila að borð- inu. Við getum samt ekki sagt að hitt hafi ekki verið nægilega vel gert, við vitum það hreinlega ekki,“ segir Jórunn Frímannsdóttir, for- stöðukona Droplaugarstaða. Greindist fyrir 6 vikum Íbúi Droplaugarstaða greindist með hermannaveiki fyrir sex vik- um. Ekki hefur náðst að uppræta bakteríuna, en í kjölfar hreinsunar- innar á vatnslagnakerfi á morgun mun Matís taka sýni úr vatns- lögnum hússins og staðfesta að að- gerðirnar hafi verið fullnægjandi. Hermannaveikin eða Legionell- bakterían lifir í vatnslagnakerfum. Jórunn segir að hreinsunin feli ekki í sér röskun að nokkru leyti fyrir íbúa Droplaugarstaða, en þar búa rúmlega 80 einstaklingar sem þurfa daglega hjúkrun og aðhlynn- ingu. „Enginn annar hefur smitast að okkur vitandi og það hefur gengið vel að passa fólkið okkar,“ segir Jórunn. Ekki hafa fleiri greinst með hermannaveiki á Droplaugarstöðum, segir forstöðukona
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.