Morgunblaðið - 03.10.2019, Síða 20

Morgunblaðið - 03.10.2019, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nú í vikunni undirrituðu þjóðminja- vörður og hjónin Þórarinn Eldjárn rithöfundur og Unnur Ólafsdóttir veðurfræðingur samning um að þau sinni hefðum samkvæmt umhirðu og eftirliti með Arngrímsstofu í Svarf- aðardal sem tilheyrir húsasafni Þjóðminjasafnsins. „Arngrímsstofa verður í góðum höndum. Þjóðminja- safnið á sér marga góða og trausta bakhjarla. Þar er fólkið sem vinnur með okkur við umsjón með bygg- ingum í húsasafni okkur sérstaklega mikilvægt. Það er til dæmis okkar frábæra handverksfólki afar mik- ilvægt í samstarfi,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður. Húsasafnið er kjarninn í safnkosti Þjóðminjasafns á landsbyggðinni, merkilegur arfur þar sem umhverfi og mannvirki fara saman. Í safninu eru 62 gamlar byggingar á 41 stað víða um land og allar hafa þær, hver á sinn hátt, sérstöðu í menning- arsögu Íslendinga. Á hverjum stað sinnir heimafólk daglegri umsjón með byggingunum, en viðhald og viðgerðir eru á ábyrgð Þjóðminja- safnsins. Samofin saga húsa Arngrímsstofa er kennd við Arn- grím Gíslason (1829-1887) listmálara sem bjó sín síðustu ár í Gullbringu; hjáleigu frá kirkjustaðnum og höf- uðbólinu Tjörn. Torfbær stóð í Gull- bringu á dögum Arngríms og sunn- an við hann reisti hann sér vinnustofuna, sem er sex fermetra timburhús með torfþaki. Þjóðminja- safni Íslands var færð byggingin til eignar og varðveislu 1953. Húsið var endurbyggt nánast frá grunni 1983 og æ síðan hefur það fengið reglu- bundið og nauðsynlegt viðhald. Í Gullbringu er timburhús sem reist var árið 1912 og er það nú ásamt nýbyggingu sumarhús Þór- arins og Unnar. Áður var húsið í eigu foreldra Þórarins, þeirra Hall- dóru og Kristjáns Eldjárns, þjóð- minjavarðar og forseta Íslands, sem var frá Tjörn. „Vel fer á þessu sam- starfi enda Arngrímsstofa sam- byggð Gullbringu og saga húsanna samofin. Okkur þykir sömuleiðis vænt um að unnt sé að hlúa þannig að arfleifð Kristjáns Eldjárns,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir. Sterkar rætur í Svarfaðardal „Arngrímsstofa er klárlega elsta vinnustofa listamanns sem til er á Íslandi. Og ekki bara það, faðir minn skrifaði ævisögu Arngríms sem út kom 1983 og segir þar fullum fetum að hún sé fyrsta „atelier“ sem byggt hefur verið á Íslandi,“ segir Þór- arinn sem með fjölskyldu sinni er mikið í Svarfaðardal á sumrin. Samningurinn við Þjóðminjasafnið mótast raunar af því, en skyldurnar sem kveðið er á um eru að þrífa hús- ið, vökva þekju og fylgjast með ástandi öllu. Einnig yfir sumartím- ann að sinna eftir föngum gestum sem ber að garði og veita þeim fræðslu. Einnig stendur til að hressa upp á litla myndasýningu sem þar er og jafnvel standa fyrir menningar- viðburðum sem hæfa staðnum og sögu hans, þó ekki sé gólfflöturinn stór. „Rætur mínar í Svarfaðardal eru sterkar. Þar var ég í sveit á sumrin í nokkur ár og við systkinin öll og makar höfum alltaf sótt mikið þang- að. Sömuleiðis afkomendur okkar; þar eigum við öll góðar stundir við leik og störf. Þar er gott að sitja og standa við skriftir, enda margt í vinnslu; sögur og ljóð,“ segir Þór- arinn í Gullbringu að síðustu. Undirritun Unnur Ólafsdóttir og Þórarinn Eldjárn hér með Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði, sem er til hægri á myndinni, þegar samningar um að þau hjónin verði vörslufólk Gullbringu í Svarfaðardal voru undirritaðir. Annast Arngrímsstofu  Elsta vinnustofa íslensks listamanns  6 fermetrar undir torfi  Þórarinn og Unnur  Góðar stundir í Gullbringu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Svarfaðardalur Í hlíðinni ofan við Tjörn eru þessar byggingar. Arngríms- stofa er nær með torfþakinu en fjær með frambyggingunni er Gullbringa. Hugmyndasöfnun í verkefninu Okkar Kópavogur hófst í vikunni. Fram til 21. október verður hug- myndir á vef verkefnisins um ýms- ar framkvæmdir í bænum. Kosið verður milli hug- mynda í árs- byrjun næsta árs og hefjast fram- kvæmdir á því og hinu næsta. Alls 200 millj- ónum verður á tveimur árum varið til fram- kvæmda verkefna og er fjár- munum skipt í hlutfalli við stærð bæjarhluta. Framkvæmdafé skipt- ist á tvö ár. Fundir í hverfunum Fimm íbúafundir verða haldnir á næstunni í tengslum við Okkar Kópavog. Fyrsti fundurinn er í Salaskóla í kvöld, 3. október, fyrir íbúa Linda- og Salaskólahverfis. Fundurinn hefst kl. 17 og stendur til 18.30. Upplýsingar um fundi í öðrum hverfum má finna á vef Kópavogsbæjar. Meðal þess sem íbúar völdu í árs- byrjun 2018 er hjólabraut við íþróttahús í Digranesi, körfubolta- völlur við Hörðuvallaskóla, frisbí- golfvöllur í Guðmundarlundi, vatnspóstar og bekkir víða um bæ- inn, eftirlitsmyndavélar í Linda- hverfi og fjölgun hjólastæða við Smáraskóla. Íbúar eru sérfræðingar „Hugmyndir sem íbúar hafa lagt til í Okkar Kópavogi eru afar fjöl- breyttar og verkefnin sem hafa verið valin í kosningum setja sannarlega svip sinn á bæinn. Íbú- ar kunna vel að meta framtakið, sem sést á því hversu góð þátt- takan hefur verið, bæði í hug- myndasöfnun og kosningum á milli verkefna,“ segir Ármann Kr. Ólafs- son, bæjarstjóri í Kópavogi. Sjálfur kveðst hann líta svo á að íbúar séu sérfræðingar í málefnum nærsam- félags síns. Viti vel hvað þurfi að gera í nágrenni sínu svo gera megi umhverfið þar betra. Af þeim sök- um hafi verkefnið hitt í mark. „Loks má geta að Okkar Kópa- vogur er í takti við þá áherslu sem við höfum lagt á íbúasamráð. Við erum að kalla eftir áliti íbúa í fjöl- mörgum málum, bæði með því að opna samráðsgáttir á vefnum og með íbúafundum. Í þessu verkefni bjóðum við íbúum til funda á fimm stöðum í bænum og þar velja fund- argestir verkefni saman sem tryggt er að fari í kosningu, það hefur gefist vel að blanda þessum tveimur leiðum saman. “ sbs@mbl.is Hugmyndaleit í Kópavoginum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kópavogur Lindir og Engihjalli.  Íbúar velja  200 millj. kr. í pottinum Ármann Kr. Ólafsson Forstöðukona Droplaugarstaða segir enga aðra íbúa heimilisins hafa greinst með hermannaveiki. Hreinsun á vatnslagnakerfi hússins fer fram á morgun og hafa aðrir verktakar verið fengir til að sjá um hreinsunina. „Það verða allt aðrir aðilar sem hreinsa þetta núna. Það er í raun- inni Mannvit sem sér um þetta og þeir fengu nýjan verktaka að borð- inu núna við hreinsunina. Aðferðirnar dugðu Aðferðirnar sem notaðar voru síðast virðast ekki hafa dugað og við vildum fá annan aðila að borð- inu. Við getum samt ekki sagt að hitt hafi ekki verið nægilega vel gert, við vitum það hreinlega ekki,“ segir Jórunn Frímannsdóttir, for- stöðukona Droplaugarstaða. Greindist fyrir 6 vikum Íbúi Droplaugarstaða greindist með hermannaveiki fyrir sex vik- um. Ekki hefur náðst að uppræta bakteríuna, en í kjölfar hreinsunar- innar á vatnslagnakerfi á morgun mun Matís taka sýni úr vatns- lögnum hússins og staðfesta að að- gerðirnar hafi verið fullnægjandi. Hermannaveikin eða Legionell- bakterían lifir í vatnslagnakerfum. Jórunn segir að hreinsunin feli ekki í sér röskun að nokkru leyti fyrir íbúa Droplaugarstaða, en þar búa rúmlega 80 einstaklingar sem þurfa daglega hjúkrun og aðhlynn- ingu. „Enginn annar hefur smitast að okkur vitandi og það hefur gengið vel að passa fólkið okkar,“ segir Jórunn. Ekki hafa fleiri greinst með hermannaveiki á Droplaugarstöðum, segir forstöðukona

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.