Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 31
FRÉTTIR 31Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 Norður-Kóreumenn skutu eldflaug í tilraunaskyni í áttina að Japan í gær, nokkrum dögum áður en þeir hefja viðræður að nýju um kjarnorku- afvopnun við bandaríska embættis- menn. Flaugin er af nýrri gerð eld- flauga sem hægt er að skjóta úr kafbátum. Daginn áður hafði aðstoðarutan- ríkisráðherra Norður-Kóreu skýrt frá því að einræðisstjórn landsins hefði samþykkt að hefja samninga- viðræður við bandaríska embættis- menn á laugardaginn kemur. Tals- maður bandaríska utanríkisráðu- neytisins staðfesti að viðræðurnar ættu að hefjast innan viku. Fréttaskýrendur sögðu að Norður-Kóreumenn hefðu áður skotið eldflaugum á loft í aðdraganda viðræðna til að auka þrýstinginn á viðsemjendur sína og styrkja samn- ingsstöðu sína. Einn þeirra, Leif-Er- ic Easley, prófessor við Ewha-há- skóla í Seúl, lýsti eldflaugarskotinu sem ögrun við stjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta fyrir við- ræðurnar og skilaboðum til hennar um að Norður-Kóreumenn teldu samningsstöðu sína sterka. Norður-Kóreumenn skutu síðast eldflaug á loft fyrir um þremur vikum, nokkrum klukkustundum eft- ir að stjórnin í Pjongjang sagðist vilja hefja samningaviðræður að nýju. Einræðisstjórnin fagnaði seinna þeirri ákvörðun Trumps að víkja John Bolton úr embætti þjóðaröryggisráðgjafa og lýsti Bolt- on sem „andstyggilegum vandræða- gemlingi“. Hann hafði verið andvíg- ur því að refsiaðgerðum gegn ein- ræðisstjórninni yrði aflétt áður en hún afsalaði sér kjarnavopnum. Ætlað að bera kjarnavopn Talið er að eldflaugin sem skotið var í gær dragi um það bil 2.000 kíló- metra og Norður-Kóreustjórn stefni að því flaugarnar af þessari gerð geti borið kjarnavopn. Trump hefur sagt að einræðis- herra Norður-Kóreu hafi verið „mjög heiðvirður og einlægur“ í við- ræðunum um afvopnun og stjórn Trumps hefur gert lítið úr eldflauga- tilraunum Norður-Kóreumanna síð- ustu mánuði, sagt að flaugarnar sem þeir skutu séu ekki taldar ógna meginlandi Bandaríkjanna. Landinu stafar hins vegar meiri hætta af flauginni sem var prófuð í gær, þar sem hægt er að skjóta henni úr kaf- báti langt frá ströndum Norður- Kóreu. Talið er að eitt af markmið- um einræðisstjórnarinnar með því að koma sér upp slíku vopni sé að geta gert árás úr kafbáti ef gerðar yrðu loftárásir á herstöðvar í Norður-Kóreu, að því er fréttaveitan AFP hefur eftir sérfræðingum í ör- yggismálum. bogi@mbl.is Ögrun við stjórn Trumps  N-Kóreumenn prófa nýja gerð eldflauga sem hægt er að skjóta úr kafbátum  Vilja styrkja samningsstöðu sína fyrir viðræður við bandaríska embættismenn Norður-Kóreumenn skjóta eldflaug Skotið var flaug sem er ætluð fyrir kafbáta SEÚL Busan PJONGJANG Hlutlausa beltið Heimildir: Herráð Japans/japanska strandgæslan SUÐUR- KÓREA JAPAN KÍNA Japanshaf/ Austurhaf Wonson KANGWON Efnahagslög- saga Japans Hámarksflughæð: 910 km Eldflaugin fór í hafið innan lögsögu Japans 450 km Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sendi í gær Evrópusam- bandinu tillögur að nýju sam- komulagi um útgöngu landsins úr ESB. Hann vill að leiðtogar sam- bandsins ákveði ekki síðar en á mánudaginn kemur hvort þeir vilji hefja samningaviðræður á grund- velli tillagnanna. Í tillögunum er gert ráð fyrir því að Norður-Írland verði áfram í innri markaði ESB fyrir vörur í fjögur ár eftir 31. desember á næsta ári, þegar aðlögunartímabili útgöngu Bret- lands úr ESB á að ljúka. Norður- Írland á hins vegar ekki að vera í tollabandalagi Evrópusambandsins, samkvæmt nýju tillögunum. Johnson lagði tillögurnar fram í bréfi sem hann sendi Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmda- stjórnar ESB. Hann sagði þær vera „skynsamlegan milliveg“ og óskaði eftir því að samningaviðræðurnar gengju hratt fyrir sig. Hann gaf til kynna að hann væri tilbúinn að semja um breytingar á tillögunum en meginatriði þeirra væru óum- semjanleg, t.a.m. kæmi ekki til greina að falla frá því að Norður- Írland gengi úr tollabandalaginu. Þing N-Írlands hafi lokaorðið Fréttavefur The Telegraph hafði eftir heimildarmönnum sínum að forsætisráðherrann vildi að leiðtog- ar ESB svöruðu því ekki síðar en á mánudaginn kemur hvort þeir teldu tillögurnar geta verið grundvöll við- ræðna um nýjan brexit-samning. Samkomulag þyrfti að nást nógu snemma til að Bretland gæti gengið úr Evrópusambandinu 31. október, eins og gert hefur verið ráð fyrir. Höfnuðu leiðtogar ESB nýju tillög- unum gengi Bretland úr ESB án samnings þann dag. The Telegraph hafði eftir heim- ildarmönnum sínum að ef leiðtogar ESB vildu ekki hefja samninga- viðræður um helgina eða á mánu- daginn kemur kynni hann að hætta við að mæta á leiðtogafund ESB 17. október. Johnson hringdi í Juncker í gær til að ræða málið og gert var ráð fyr- ir að hann myndi einnig ræða við An- gelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands. Hann var sagður vilja fara á fund Merkel í Berlín á morgun tæki hún vel í nýju tillögurnar. Verði af viðræðunum er gert ráð fyrir því að þær standi í tíu daga og að fjöl- miðlum verði ekki skýrt frá gangi þeirra fyrr en þeim lýkur. Í tillögunum er gert ráð fyrir því að þing Norður-Írlands hafi loka- orðið um samninginn sex mánuðum áður en aðlögunartímabilinu lýkur í lok næsta árs. Samþykki þingið samninginn verður Norður-Írland í innri markaðnum fyrir vörur, en ekki þjónustu, í fjögur ár frá lokum aðlögunartímabilsins, eða til loka ársins 2024. Þingið á síðan að greiða atkvæði á fjögurra ára fresti um hvort ákvæði samningsins eigi að gilda áfram. Þingið hefur ekki starf- að frá janúar 2017 vegna deilna flokka norðurírskra sambandssinna og lýðveldissinna og ef ekki verður hægt að kalla það saman aftur á næsta ári ljær breska stjórnin máls á því að efnt verði til almennrar at- kvæðagreiðslu allra kjósenda á Norður-Írlandi um samninginn. Tollgæsla fari ekki fram við landamærin The Telegraph segir að talið sé að tillögurnar njóti nægilegs stuðnings í neðri deild breska þingsins. Brexit- sinnar í Íhaldsflokknum og þing- menn samstarfsflokksins DUP, flokks sambandssinna á Norður- Írlandi, hafi gefið til kynna að þeir myndu greiða atkvæði með samn- ingnum á þinginu. Um 30 þingmenn Verkamannaflokksins eru einnig sagðir vera tilbúnir að styðja samn- inginn. Í nýju tillögunum er gert ráð fyrir því að umdeilt ákvæði um írsku landamærin í brexit-samningi The- resu May við ESB verði fellt niður. Neðri deild breska þingsins hafnaði samningnum þrisvar, m.a. vegna andstöðu við ákvæðið sem átti að hindra að komið yrði á landamæra- eftirliti milli Írlands og Norður- Írlands. Stuðningsmenn ákvæðisins sögðu að það væri nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að brexit græfi und- an samningnum sem náðist árið 1998 til að koma á friði á Norður-Írlandi eftir átök sem kostuðu um 3.500 manns lífið. Andstæðingar samn- ingsins sögðu hins vegar að ákvæðið gæti orðið til þess að Bretland þyrfti að vera áfram í tollabandalagi ESB til frambúðar. Johnson sagði í ræðu á landsfundi Íhaldsflokksins í gær að samkvæmt nýju tillögunum yrði ekki tekið upp eftirlit við landamæri Írlands og Norður-Írlands. Samkvæmt tillög- unum á Norður-Írland að lúta reglum innri markaðar ESB um vöruviðskipti þannig að Bretar myndu ekki hafa eftirlit með við- skiptunum á landamærunum milli Írlands og Norður-Írlands. Bresk yfirvöld myndu hins vegar hafa eftir- lit með vöruviðskiptum milli Norður- Írlands og annarra hluta Bretlands. Þar sem gert er ráð fyrir því að Norður-Írland verði ekki í tolla- bandalagi ESB þarf hins vegar að koma á tollgæslu vegna viðskiptanna milli Norður-Írlands og Írlands. Stjórn Johnsons segir að toll- afgreiðslan geti að langmestu leyti farið fram með rafrænum hætti en í sumum tilvikum sé þörf á tollskoðun, annaðhvort í húsnæði fyrirtækja eða á ákveðnum stöðum á Norður- Írlandi, þó ekki við landamærin. Verði ekki í tollabandalagi ESB  Boris Johnson leggur til að Norður-Írland verði í innri markaði ESB fyrir vörur en ekki tolla- bandalaginu  Segir að ekki verði komið á eftirliti eða tollgæslu við landamærin að Írlandi AFP Vill ljúka brexit Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, flutti ræðu á landsfundi Íhaldsflokksins í gær. „Vafasöm atriði“ í tillögunum » Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, sagði að „vafa- söm atriði“ væru í nýjum brex- it-tillögum Boris Johnsons en samningamenn ESB myndu „kanna lagalega textann af hlutlægni“. » Írska stjórnin sagði að til- lögurnar uppfylltu ekki að fullu það markmið að tryggja að landamærin milli Írlands og Norður-Írlands yrðu opin og án eftirlits. » Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að leiðtogar ESB myndu íhuga tillögurnar gaumgæfilega og kvaðst treysta aðalsamningamanni sambandsins, Michael Barnier, til að tryggja samstöðu ESB- ríkja í málinu. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.