Morgunblaðið - 03.10.2019, Page 31

Morgunblaðið - 03.10.2019, Page 31
FRÉTTIR 31Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 Norður-Kóreumenn skutu eldflaug í tilraunaskyni í áttina að Japan í gær, nokkrum dögum áður en þeir hefja viðræður að nýju um kjarnorku- afvopnun við bandaríska embættis- menn. Flaugin er af nýrri gerð eld- flauga sem hægt er að skjóta úr kafbátum. Daginn áður hafði aðstoðarutan- ríkisráðherra Norður-Kóreu skýrt frá því að einræðisstjórn landsins hefði samþykkt að hefja samninga- viðræður við bandaríska embættis- menn á laugardaginn kemur. Tals- maður bandaríska utanríkisráðu- neytisins staðfesti að viðræðurnar ættu að hefjast innan viku. Fréttaskýrendur sögðu að Norður-Kóreumenn hefðu áður skotið eldflaugum á loft í aðdraganda viðræðna til að auka þrýstinginn á viðsemjendur sína og styrkja samn- ingsstöðu sína. Einn þeirra, Leif-Er- ic Easley, prófessor við Ewha-há- skóla í Seúl, lýsti eldflaugarskotinu sem ögrun við stjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta fyrir við- ræðurnar og skilaboðum til hennar um að Norður-Kóreumenn teldu samningsstöðu sína sterka. Norður-Kóreumenn skutu síðast eldflaug á loft fyrir um þremur vikum, nokkrum klukkustundum eft- ir að stjórnin í Pjongjang sagðist vilja hefja samningaviðræður að nýju. Einræðisstjórnin fagnaði seinna þeirri ákvörðun Trumps að víkja John Bolton úr embætti þjóðaröryggisráðgjafa og lýsti Bolt- on sem „andstyggilegum vandræða- gemlingi“. Hann hafði verið andvíg- ur því að refsiaðgerðum gegn ein- ræðisstjórninni yrði aflétt áður en hún afsalaði sér kjarnavopnum. Ætlað að bera kjarnavopn Talið er að eldflaugin sem skotið var í gær dragi um það bil 2.000 kíló- metra og Norður-Kóreustjórn stefni að því flaugarnar af þessari gerð geti borið kjarnavopn. Trump hefur sagt að einræðis- herra Norður-Kóreu hafi verið „mjög heiðvirður og einlægur“ í við- ræðunum um afvopnun og stjórn Trumps hefur gert lítið úr eldflauga- tilraunum Norður-Kóreumanna síð- ustu mánuði, sagt að flaugarnar sem þeir skutu séu ekki taldar ógna meginlandi Bandaríkjanna. Landinu stafar hins vegar meiri hætta af flauginni sem var prófuð í gær, þar sem hægt er að skjóta henni úr kaf- báti langt frá ströndum Norður- Kóreu. Talið er að eitt af markmið- um einræðisstjórnarinnar með því að koma sér upp slíku vopni sé að geta gert árás úr kafbáti ef gerðar yrðu loftárásir á herstöðvar í Norður-Kóreu, að því er fréttaveitan AFP hefur eftir sérfræðingum í ör- yggismálum. bogi@mbl.is Ögrun við stjórn Trumps  N-Kóreumenn prófa nýja gerð eldflauga sem hægt er að skjóta úr kafbátum  Vilja styrkja samningsstöðu sína fyrir viðræður við bandaríska embættismenn Norður-Kóreumenn skjóta eldflaug Skotið var flaug sem er ætluð fyrir kafbáta SEÚL Busan PJONGJANG Hlutlausa beltið Heimildir: Herráð Japans/japanska strandgæslan SUÐUR- KÓREA JAPAN KÍNA Japanshaf/ Austurhaf Wonson KANGWON Efnahagslög- saga Japans Hámarksflughæð: 910 km Eldflaugin fór í hafið innan lögsögu Japans 450 km Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sendi í gær Evrópusam- bandinu tillögur að nýju sam- komulagi um útgöngu landsins úr ESB. Hann vill að leiðtogar sam- bandsins ákveði ekki síðar en á mánudaginn kemur hvort þeir vilji hefja samningaviðræður á grund- velli tillagnanna. Í tillögunum er gert ráð fyrir því að Norður-Írland verði áfram í innri markaði ESB fyrir vörur í fjögur ár eftir 31. desember á næsta ári, þegar aðlögunartímabili útgöngu Bret- lands úr ESB á að ljúka. Norður- Írland á hins vegar ekki að vera í tollabandalagi Evrópusambandsins, samkvæmt nýju tillögunum. Johnson lagði tillögurnar fram í bréfi sem hann sendi Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmda- stjórnar ESB. Hann sagði þær vera „skynsamlegan milliveg“ og óskaði eftir því að samningaviðræðurnar gengju hratt fyrir sig. Hann gaf til kynna að hann væri tilbúinn að semja um breytingar á tillögunum en meginatriði þeirra væru óum- semjanleg, t.a.m. kæmi ekki til greina að falla frá því að Norður- Írland gengi úr tollabandalaginu. Þing N-Írlands hafi lokaorðið Fréttavefur The Telegraph hafði eftir heimildarmönnum sínum að forsætisráðherrann vildi að leiðtog- ar ESB svöruðu því ekki síðar en á mánudaginn kemur hvort þeir teldu tillögurnar geta verið grundvöll við- ræðna um nýjan brexit-samning. Samkomulag þyrfti að nást nógu snemma til að Bretland gæti gengið úr Evrópusambandinu 31. október, eins og gert hefur verið ráð fyrir. Höfnuðu leiðtogar ESB nýju tillög- unum gengi Bretland úr ESB án samnings þann dag. The Telegraph hafði eftir heim- ildarmönnum sínum að ef leiðtogar ESB vildu ekki hefja samninga- viðræður um helgina eða á mánu- daginn kemur kynni hann að hætta við að mæta á leiðtogafund ESB 17. október. Johnson hringdi í Juncker í gær til að ræða málið og gert var ráð fyr- ir að hann myndi einnig ræða við An- gelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands. Hann var sagður vilja fara á fund Merkel í Berlín á morgun tæki hún vel í nýju tillögurnar. Verði af viðræðunum er gert ráð fyrir því að þær standi í tíu daga og að fjöl- miðlum verði ekki skýrt frá gangi þeirra fyrr en þeim lýkur. Í tillögunum er gert ráð fyrir því að þing Norður-Írlands hafi loka- orðið um samninginn sex mánuðum áður en aðlögunartímabilinu lýkur í lok næsta árs. Samþykki þingið samninginn verður Norður-Írland í innri markaðnum fyrir vörur, en ekki þjónustu, í fjögur ár frá lokum aðlögunartímabilsins, eða til loka ársins 2024. Þingið á síðan að greiða atkvæði á fjögurra ára fresti um hvort ákvæði samningsins eigi að gilda áfram. Þingið hefur ekki starf- að frá janúar 2017 vegna deilna flokka norðurírskra sambandssinna og lýðveldissinna og ef ekki verður hægt að kalla það saman aftur á næsta ári ljær breska stjórnin máls á því að efnt verði til almennrar at- kvæðagreiðslu allra kjósenda á Norður-Írlandi um samninginn. Tollgæsla fari ekki fram við landamærin The Telegraph segir að talið sé að tillögurnar njóti nægilegs stuðnings í neðri deild breska þingsins. Brexit- sinnar í Íhaldsflokknum og þing- menn samstarfsflokksins DUP, flokks sambandssinna á Norður- Írlandi, hafi gefið til kynna að þeir myndu greiða atkvæði með samn- ingnum á þinginu. Um 30 þingmenn Verkamannaflokksins eru einnig sagðir vera tilbúnir að styðja samn- inginn. Í nýju tillögunum er gert ráð fyrir því að umdeilt ákvæði um írsku landamærin í brexit-samningi The- resu May við ESB verði fellt niður. Neðri deild breska þingsins hafnaði samningnum þrisvar, m.a. vegna andstöðu við ákvæðið sem átti að hindra að komið yrði á landamæra- eftirliti milli Írlands og Norður- Írlands. Stuðningsmenn ákvæðisins sögðu að það væri nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að brexit græfi und- an samningnum sem náðist árið 1998 til að koma á friði á Norður-Írlandi eftir átök sem kostuðu um 3.500 manns lífið. Andstæðingar samn- ingsins sögðu hins vegar að ákvæðið gæti orðið til þess að Bretland þyrfti að vera áfram í tollabandalagi ESB til frambúðar. Johnson sagði í ræðu á landsfundi Íhaldsflokksins í gær að samkvæmt nýju tillögunum yrði ekki tekið upp eftirlit við landamæri Írlands og Norður-Írlands. Samkvæmt tillög- unum á Norður-Írland að lúta reglum innri markaðar ESB um vöruviðskipti þannig að Bretar myndu ekki hafa eftirlit með við- skiptunum á landamærunum milli Írlands og Norður-Írlands. Bresk yfirvöld myndu hins vegar hafa eftir- lit með vöruviðskiptum milli Norður- Írlands og annarra hluta Bretlands. Þar sem gert er ráð fyrir því að Norður-Írland verði ekki í tolla- bandalagi ESB þarf hins vegar að koma á tollgæslu vegna viðskiptanna milli Norður-Írlands og Írlands. Stjórn Johnsons segir að toll- afgreiðslan geti að langmestu leyti farið fram með rafrænum hætti en í sumum tilvikum sé þörf á tollskoðun, annaðhvort í húsnæði fyrirtækja eða á ákveðnum stöðum á Norður- Írlandi, þó ekki við landamærin. Verði ekki í tollabandalagi ESB  Boris Johnson leggur til að Norður-Írland verði í innri markaði ESB fyrir vörur en ekki tolla- bandalaginu  Segir að ekki verði komið á eftirliti eða tollgæslu við landamærin að Írlandi AFP Vill ljúka brexit Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, flutti ræðu á landsfundi Íhaldsflokksins í gær. „Vafasöm atriði“ í tillögunum » Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, sagði að „vafa- söm atriði“ væru í nýjum brex- it-tillögum Boris Johnsons en samningamenn ESB myndu „kanna lagalega textann af hlutlægni“. » Írska stjórnin sagði að til- lögurnar uppfylltu ekki að fullu það markmið að tryggja að landamærin milli Írlands og Norður-Írlands yrðu opin og án eftirlits. » Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að leiðtogar ESB myndu íhuga tillögurnar gaumgæfilega og kvaðst treysta aðalsamningamanni sambandsins, Michael Barnier, til að tryggja samstöðu ESB- ríkja í málinu. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.