Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 58
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 andi handtök hafa farið í að gera þau sem glæsilegust. Þegar ég ber þetta sjónarmið undir nokkra styttugerðarmennina í Kumartuli- hverfinu í Kolkata á Indlandi brosa þeir bara og virðast hálf vorkenna mér fyrir að líta með svo skringilegum hætti á vinnu þeirra. „Við gerum eftirmyndir guð- anna, þeim til dýrðar, og mynd- irnar okkar gleðja fólkið á hátíð- unum Dusshera og Durga Puja,“ segja þeir. Handverksmennirnir sem skapa guðamyndirnar starfa í nokkrum þröngum götum í þessu fátæka hverfi í norðurhluta Kolkata-borg- ar, við Hooghly-fljótið. Og þegar ég eyddi þar nokkrum klukkustundum á dögunum, á síðbúnum regntíma, var sem hvert einasta hús, skúr og skemma á nokkurra hektara svæði væri að springa utan af guðum sem voru misnálægt því að verða til- búnir. Það mátti heldur ekki seinna vera, því október er tími fyrr- nefndra hátíða þar sem guðirnir eru fyrir miðju gleðinnar og til- beiðslunnar. Og alls staðar voru karlar að vinna við mótun og mál- un verkanna – konur virtust að- eins sinna heimilishaldi en ekki koma að sköpun þeirra. Indverskir guðir virðast ótelj- andi; sumir segja þá 3,3 milljónir en fræðimaður sagði mér reyndar nýverið að sú tala væri mistúlkun á gömlum texta, sagt væri í raun að flokkar guðanna væru 33 – en guðirnir væru samt verulega margir. Styttugerðamennirnir móta aðeins þá mikilvægustu og vinsælustu. Durga er víða, þar sem hún stendur yfir illilegu ljóni, líka Shíva og Kalí hin illilega. Apa- guðinn Hanuman er sívinsæll og eins fílaguðinn Ganesh. Margar styttnanna eru vel mannhæðar háar, allt upp í fjórir metrar. Ind- verjar hafa löngum mótað gyðjur sínar með þrýstnum og ávölum línum en mér er bent á að karl- guðirnir hafi bætt verulega á sig vöðvum á undanförnum árum og líkist sífellt meir vaxtarræktar- tröllum. Morgunblaðið/Einar Falur Óvænt Við eitt verkstæðið standa apaguðinn Hanuman og endurgerð Dav- íðs eftir Michelangelo. Sá hefur nú fengið skikkju til að skýla nektinni með. Mikilfenglegir Guðamyndir gnæfa yfir sköpurum sínum, meistara og aðstoðarmönnum hans, á einu verkstæðanna. Skapa sömu guðina aftur og aftur  Indverskir handverksmenn eyða ári í myndverk sem eru síðan eyðilögð Að springa Á síðustu vikum framleiðslunar er sem sumar skemmurnar í Kumartuli séu að springa utan af íturvöxnum og ógnvekjandi guðunum. AF EFTIRMYNDUM Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Sumum kann að þykja það nötur- legt að horfa upp á það að verk sem slyngir handverksmenn hafa mótað og skapað af miklum metn- aði í heilt ár séu eyðilögð að því loknu – reyndar við hátíðlega við- höfn. Og þá byrja þeir að nýju, á sams konar verkum, sem aftur eru eyðilögð að ári loknu þegar ótelj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.