Morgunblaðið - 03.10.2019, Side 58

Morgunblaðið - 03.10.2019, Side 58
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 andi handtök hafa farið í að gera þau sem glæsilegust. Þegar ég ber þetta sjónarmið undir nokkra styttugerðarmennina í Kumartuli- hverfinu í Kolkata á Indlandi brosa þeir bara og virðast hálf vorkenna mér fyrir að líta með svo skringilegum hætti á vinnu þeirra. „Við gerum eftirmyndir guð- anna, þeim til dýrðar, og mynd- irnar okkar gleðja fólkið á hátíð- unum Dusshera og Durga Puja,“ segja þeir. Handverksmennirnir sem skapa guðamyndirnar starfa í nokkrum þröngum götum í þessu fátæka hverfi í norðurhluta Kolkata-borg- ar, við Hooghly-fljótið. Og þegar ég eyddi þar nokkrum klukkustundum á dögunum, á síðbúnum regntíma, var sem hvert einasta hús, skúr og skemma á nokkurra hektara svæði væri að springa utan af guðum sem voru misnálægt því að verða til- búnir. Það mátti heldur ekki seinna vera, því október er tími fyrr- nefndra hátíða þar sem guðirnir eru fyrir miðju gleðinnar og til- beiðslunnar. Og alls staðar voru karlar að vinna við mótun og mál- un verkanna – konur virtust að- eins sinna heimilishaldi en ekki koma að sköpun þeirra. Indverskir guðir virðast ótelj- andi; sumir segja þá 3,3 milljónir en fræðimaður sagði mér reyndar nýverið að sú tala væri mistúlkun á gömlum texta, sagt væri í raun að flokkar guðanna væru 33 – en guðirnir væru samt verulega margir. Styttugerðamennirnir móta aðeins þá mikilvægustu og vinsælustu. Durga er víða, þar sem hún stendur yfir illilegu ljóni, líka Shíva og Kalí hin illilega. Apa- guðinn Hanuman er sívinsæll og eins fílaguðinn Ganesh. Margar styttnanna eru vel mannhæðar háar, allt upp í fjórir metrar. Ind- verjar hafa löngum mótað gyðjur sínar með þrýstnum og ávölum línum en mér er bent á að karl- guðirnir hafi bætt verulega á sig vöðvum á undanförnum árum og líkist sífellt meir vaxtarræktar- tröllum. Morgunblaðið/Einar Falur Óvænt Við eitt verkstæðið standa apaguðinn Hanuman og endurgerð Dav- íðs eftir Michelangelo. Sá hefur nú fengið skikkju til að skýla nektinni með. Mikilfenglegir Guðamyndir gnæfa yfir sköpurum sínum, meistara og aðstoðarmönnum hans, á einu verkstæðanna. Skapa sömu guðina aftur og aftur  Indverskir handverksmenn eyða ári í myndverk sem eru síðan eyðilögð Að springa Á síðustu vikum framleiðslunar er sem sumar skemmurnar í Kumartuli séu að springa utan af íturvöxnum og ógnvekjandi guðunum. AF EFTIRMYNDUM Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Sumum kann að þykja það nötur- legt að horfa upp á það að verk sem slyngir handverksmenn hafa mótað og skapað af miklum metn- aði í heilt ár séu eyðilögð að því loknu – reyndar við hátíðlega við- höfn. Og þá byrja þeir að nýju, á sams konar verkum, sem aftur eru eyðilögð að ári loknu þegar ótelj-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.