Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 Bindi og pökkunarlausnir Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna fyrir allan iðnað STÁLBORÐAR Ísfell er með margar gerðir bindivéla fyrir stál- og plastborða. Handbindivélar, hálfsjálvirkar og alsjálfvirkar einnig brettavafningsvélar fyrir plastfilmur. HÁLFSJÁLFVIRK BINDIVÉL SJÁLFVIRK BINDIVÉL HANDBINDIVÉLAR BRETTAVAFNINGSVÉLAR POLYESTER OG PLAST BORÐAR 50 ára Sveinbjörg er Norðfirðingur en býr í Kópavogi. Hún lærði næringarfræði í Bonn og kláraði MS-gráðu í sama fagi við Háskóla Íslands. Hún er verk- efnastjóri kynninga- og kennslumála við matvæla- og næringarfræðideild HÍ. Maki: Kári Þormar, f. 23.5. 1968, kórstjóri og organisti við Dómkirkjuna. Börn: Konráð, f. 2000, Halldór Svanberg, f. 3.10. 2005, og Guttormur, f. 23.5. 2012. Foreldrar: Halldór Svanberg Þor- steinsson, f. 1940, d. 2018, sjómaður, og Guðrún Sigurðardóttir, f. 1939, d. 2011, hjúkrunarforstjóri. Þau voru búsett í Nes- kaupstað. Sveinbjörg Halldórsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Allir munu njóta þess að fá hól frá þér í dag og heillandi persónu- leiki þinn sýnir öllum hve einlægur þú ert. 20. apríl - 20. maí  Naut Einhver leitar til þín í dag vegna per- sónulegra erfiðleika og þú mátt reikna með að þurfa að gefa honum drjúgan tíma. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú munt hugsanlega þiggja góð ráð frá vinnufélaga sem er þér eldri og reyndari. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Sýndu fyrirhyggju í fjármálum því óvæntir atburðir geta gerst. Skoðaðu vand- lega þau tilboð sem þér hafa borist. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert með of mörg járn í eldinum og þarft að koma lagi á hlutina og raða þeim eftir mikilvægi þeirra. Haltu þínu striki því þú hefur engu að tapa. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft að taka meira tillit til ann- arra og þarft að varast að ganga yfir fólk, þótt boðskapur þinn sé góður. Vertu vel undirbúinn og hafðu öll þín mál á hreinu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Fólk er óvenju gagnrýnið í dag og því er þetta er ekki heppilegur dagur til mikil- vægra fjölskylduviðræðna. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú mátt hafa þig allan við til að geta einbeitt þér að vinnunni. Reyndu að forgangsraða verkefnum og draga djúpt andann. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú gætir fengið það á tilfinn- inguna í dag að einhverjum mislíki við þig eða að einhver vantreysti þér. Þú þarft á ró og næði að halda til að ná jafnvægi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Finnist þér of miklar kröfur vera gerðar til þín gæti það reynst þér nauðsyn- legt að komast í burtu um tíma. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Oft er það svo að lausn erfiðra mála er sáraeinföld og eftir á finnst manni hún liggja í augum uppi. Varðandi framann ættirðu að vinna með vini sem hefur náð langt til að starta verkefni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er allt á ferð og flugi í kring um þig og þú átt erfitt með að fóta þig í öllum hamaganginum. Ástvinur þinn gæti orðið órólegur vegna þess að gamall vinur úr for- tíðinni leitar þig uppi. Kristoffers vann fyrir Einar um tíma á unglingsárunum og notaði launin – átta þúsund sænskar krónur – til að stofna fyrirtæki um netforritið Get- Response.com. Það var árið 1998 og Simon er nú með yfir 400 manns í vinnu og með um 400.000 fyrirtæki í viðskiptum um allan heim. „Ég fékk sænska sjónvarpið til þess að sýna mynd Magnúsar Guð- mundssonar sem afhjúpaði siðlaus vinnubrögð Greenpeace á norð- urslóðum: Survival in the High North. Jón Baldvin Hannibalsson mætti í sjónvarpssal í Stokkhólmi og kjöt, danskar kjúklingabringur og finnskar pylsur.“. Jafnframt kjötbransanum var Ein- ar framleiðandi heimildamynda í leikstjórn vinar síns, Pólverjans Kristoffer Grabrowski. Nokkrar urðu vel þekktar. Heimildamyndir um Eyjar eftir gos: Í skugga eld- fjallsins fór um allan heim svo og Karmelsystur í Hafnarfirði. Myndin Crusade um magnaðar lækningar prédikara sló öll met sem fram á þennan dag hafa ekki verið slegin. 25 milljónir áhorfenda horfðu á þættina Crusade í pólska sjónvarpinu. Sonur E inar Þorsteinn Þor- steinsson er fæddur í Reykjavík 3. október 1949. Hann ólst upp í Teigagerði í Smá- íbúðahverfi frá þriggja ára aldri og var í fyrsta árgangi nýbyggðs Breiðagerðisskóla og fór svo í Rétt- arholtsskóla. Einar var í sveit að Hofi í Álftafirði og Kanastöðum í Land- eyjum og meðal frumbyggja Smá- íbúðahverfis með skjöld og sverð meðal tápmikilla stráka. Hann fór í verknámið í Brautarholti, Iðnskól- ann og verslunarnám í Lindargötu- skóla. Nítján ára gamall hélt Einar til Gautaborgar í fjölmiðlanám. Einar sneri til baka 1971 og ungi maðurinn opnaði byggingaverslunina Virkni með Gunnari bróður sínum kenndum við Krossinn. Þeir voru um- svifamiklir verktakar um tíma með 30 manns í vinnu, meðal annars Sig- öldu. Einar kvæntist Björgu Sigurð- ardóttur 1974 og þau héldu til Sví- þjóðar árið 1977 með börn sín þrjú. Einar stúderaði við Kaggeholm í Stokkhólmi og heimsótti Riksdagen þar sem hann hitti Olof Palme for- sætisráðherra. Einar seldi fyrir Álafoss ullarvöru í 300 verslanir í Svíþjóð auk þess að reka sjálfur tvær verslanir. Það var mikill uppgangur í ullarbransanum en uppsprettan þornaði líkt og hendi væri veifað. Einar sneri heim 1984 og fór í útgáfubransann og vann með Jóni Birgi Péturssyni fréttastjóra og síðar Bjarna Harðarsyni að tímarit- inu Land sem var dreift á hvert heimili í dagblaðsformi og og síðar tímaritsformi. Þá gaf Einar út bæk- ur, Íslandskort og götukort. Enn kallaði Svíþjóð 1989 og í þetta sinn fór Einar í kjötbransann. „Ég seldi íslenskt lambakjöt í Svíþjóð. Ég var með allan íslenska lambakvótann í Svíþjóð og seldi 6% af íslenskri lambakjötsframleiðslu. Þetta voru mikil umsvif sem rötuðu á síður dag- blaðanna heima. Ég var heildsali eða trader upp á sænsku en Svíar fóru inn í Evrópusambandið um miðjan tíunda áratuginn og íslenska upp- sprettan þornaði svo ég hóf að selja írskt nautakjöt, nýsjálenskt lamba- vakti gríðarlega athygli með skel- eggri vörn fyrir íbúa norðurslóða.“ Enn lá leiðin heim. Einar rak Megafilm og Zink Media sem unnu sjónvarpsþætti og fyrirtækjakynn- ingar sem voru sýndar á Skjá1 og Rúv. „Ég átti skemmtilegt samstarf við kjarnakonuna Ingu Sæland al- þingiskonu. Við fórum með átta kíló af Ríó-kaffi til Ríó de Janeiro og helltum upp á könnuna fyrir Brass- ana. Við flugum til Ríó með Ingólfi heitnum Guðbrandssyni í Útsýn ásamt Jóni Ólafssyni tónlistarmanni og Ólafi Rögnvaldssyni kvikmynda- tökumanni. Um kaffi í farteskinu til Brasilíu gerðum við sjónvarpsþátt sem vakti mikla lukku í Ríkisútvarp- inu. Það má segja að hugrekki hafi þurft til að fara með kaffi til Brasilíu en það heppnaðist afbragðsvel enda var Ríó afbragðskaffi.“ Icelandic Times, Nordic Times og Land & saga Fyrir áratug hóf Einar útgáfu Ice- landic Times, Nordic Times og Lands & sögu. Útgáfan er einstök meðal íslenskra fjölmiðla. Tímaritin hafa síðastliðin 10 ár komið út á heimstungumálum; ensku, frönsku, þýsku og síðastliðin fimm ár á kín- versku. Systurritið Land & saga er auðvitað á íslensku og hefur komið út frá 2006. Líkt og Einar fagnar kín- verska alþýðulýðveldið 70 ára afmæli í vikunni. Af því tilefni eru útgáfur Icelandic Times á ensku og kín- versku helgaðar samskiptum Íslands og Kína. „Það er mín köllun að kynna Ís- land á heimstungumálunum. Nú eru 48 ár frá því að þjóðirnar tóku upp stjórnmálasamband og skemmtileg tilviljun að í vikunni eru 70 ár frá stofnun alþýðulýðveldsins. Við erum meðal annars með viðtöl við Ólaf Ragnar Grímsson forseta um sam- skipti þjóðanna í forsetatíð hans og sendiherra Kína á Íslandi, Jin Zhiji- an. Kína er afar spennandi markaður sem er að opnast íslenskum fyr- irtækjum og Íslendingum yfirhöfuð. Kínverjar segja að ef þeir komist ekki til tunglsins þá fari þeir til Ís- lands. Kínverskum ferðamönnum til Íslands fjölgar ört og kínverskt flug- Einar Þorsteinn Þorsteinsson, útgefandi Icelandic Times – 70 ára Á Ítalíu Guðrún og Einar stödd við Como-vatn árið 2016. Tímarit á fimm tungumálum Útgefandinn Einar með fyrsta tölu- blað Lands, sem var gefið út 1984. Synirnir Tónlistarmennirnir Sigurður Ragnar og Þorsteinn. Þessi duglegi drengur, Guð- mundur Már Þórðarson, hélt tom- bólu við Nettó Hrísalundi á Ak- ureyri og gaf Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn, 1.502 krón- ur. Rauði krossinn þakkar honum kærlega fyrir. Tombóla 40 ára Unna ólst upp í Vík í Mýrdal en býr á Selfossi. Hún er við- skiptafræðingur að mennt frá Háskól- anum á Akureyri. Hún vinnur á skrifstofu Brunavarna Árnes- sýslu. Maki: Sigurður Fannar Sigurjónsson, f. 1980, húsasmíðameistari með eigið fyrirtæki. Börn: Katrín Birna, f. 2002, Bryndís Hekla, f. 2007, og Bjarkey, f. 2013. Foreldrar: Ögmundur Ólafsson, f. 1948, d. 2019, bílstjóri, og Helga Halldórsdóttir, f. 1955, framkvæmdastjóri Ögmundar Ólafssonar ehf. Hún er búsett í Vík. Unna Björg Ögmundsdóttir Til hamingju með daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.