Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturh@mbl.is „Þróun íbúðamarkaðarins fylgir mjög vel þróun hagkerfisins alls. Nú sjáum við hagkerfið sigla niður í lægð og það er eðlilegt að það birtist í íbúðamarkaðnum,“ segir Ingólfur Bender, aðalhag- fræðingur Sam- taka iðnaðarins, sem var annar framsögumanna á fundi Félags við- skipta- og hag- fræðinga í gær um húsnæðis- markaðinn, ásamt Sigrúnu Ástu Magnúsdóttur, framkvæmda- stjóra greininga- og áætlanasviðs Íbúðalánasjóðs. Að sögn Ingólfs eru vísbendingar um samdrátt bæði framboðs- og eft- irspurnarmegin á húsnæðismarkaði. Eftirspurnarmegin sést það t.a.m. í fækkun á kaupsamningum, sem voru 30% færri í ágúst síðastliðnum miðað við í fyrra. Þá er meðalsölutími eigna lengri en áður, fleiri íbúðir eru á skrá og raunverð íbúða hefur staðið í stað síðastliðna 12 mánuði, sem er ný- lunda. Hann segir hag heimilanna ekki vera að vænkast eins mikið og verið hefur, kaupmáttur launa sé að vaxa hægar núna en um langt skeið og þá sé aukið atvinnuleysi á milli ára, sem kemur fram í breyttum takti í spurn eftir íbúðum. Sé litið á fram- boðshliðina eru byggingar- og fjár- mögnunaraðilar að bregðast við breyttu efnahagsástandi og er það að sögn Ingólfs sérstaklega greinilegt á fyrstu byggingarstigum þar sem greina má samdrátt í byggingarefn- um um 20-30%, svo sem á sementi og steypustyrktarjárni, sem notað er á þeim stigum í byggingarferlinu. „Þetta hefur áhrif á spár okkar um fullbúnar íbúðir á næstunni sem við erum að lækka en við gerum ráð fyrir að fullbúnum íbúðum muni fækka milli áranna 2020-2021. Bæta þarf upplýsingagjöf Full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af stöðunni á íbúðamarkaði að sögn Ingólfs. Segir hann samdrátt hagkerfisins birtast með ýktum hætti í byggingariðnaðinum. Nefnir hann að samdráttur í þeim geira í hruninu hafi verið sjöfalt meiri en í hagkerfinu almennt. „Þetta er mjög slæmt og kemur niður á framleiðni og verð- mætasköpun ásamt fleiri þáttum,“ segir Ingólfur og bætir því við að tryggja þurfi meiri stöðugleika. Til þess séu tvö meginstjórntæki: stýri- vextir, sem lækkaðir voru í gær og hafa lækkað um 1,25% frá því í maí síðastliðnum, og hin opinberu fjármál sem jöfnuður verður á á næsta ári en ríkissjóður hefur verið rekinn með af- gangi síðustu ár. Er það vel að sögn Ingólfs en hann telur að stíga þurfi kröftugri skref. Laga þurfi framboð- ið, upplýsingagjöf og laga- og reglu- gerðarumhverfi til þess að auka hag- kvæmni og skilvirkni, en SÍ hafa t.a.m. þurft að handtelja íbúðir í byggingu því um þær vantar góð opinber gögn. Ingólfur segir ákveðinn markaðs- brest hafa átt sér stað í framboði á íbúðamarkaði þar sem þörf markað- arins hefur ekki verið fullnægt. Ekki hefur verið byggt nægjanlega af hag- kvæmum íbúðum. Sigrún Ásta fjallaði ítarlega um þetta vandamál í erindi sínu. Nefndi hún m.a. samdrátt nýbygginga og að hærra hlutfall þeirra hafi selst undir ásettu verði. „Á sama tíma erum við með þarfagreiningu sem gerð var í byrjun árs sem sýnir fram á að óupp- fyllt íbúðaþörf var á bilinu 5-8 þúsund íbúðir á þeim tíma. Segir hún ástæðu til þess að hrinda í framkvæmd 40 til- lögum átakshóps á vegum forsætis- ráðherra sem leggur áherslu á hvern- ig auka megi framboð á minni og hagkvæmari íbúðum. En spurð um það hvers vegna framboðs- og eftir- spurnarnhliðin hafa ekki talað betur saman en raun ber vitni segir hún: „Við höfum talað mikið um að það vanti betri upplýsingar um húsnæð- ismarkaðinn. Þar þarf samhent átak allra þeirra sem koma að húsnæðis- markaði. Við erum að vinna með sveitarfélögum að gerð húsnæðis- áætlana og þær ættu að gefa mynd af því hver eftirspurnin er, hvers konar íbúðir þörf er fyrir og fyrir hvaða samfélagshópa. Svo höfum við talað fyrir innleiðingu byggingargáttarinn- ar, sem er rafræn gátt þar sem allar byggingaframkvæmdir eru skráðar inn og hægt að nálgast í rauntíma mun áreiðanlegri upplýsingar um hvað sé verið að byggja á hverjum tíma. Þá ættum við að geta borið það saman við eftirspurnarhliðina.“ Samdráttarskeið hafið  Samdráttur á húsnæðismarkaði ræddur á fundi Félags viðskipta- og hag- fræðinga  Markaðsbrestur hefur átt sér stað að sögn aðalhagfræðings SÍ Morgunblaðið/Eggert Húsnæði Sigrún segir óuppfyllta íbúðaþörf nema 5-8 þúsund íbúðum. Ingólfur Bender Peningastefnunefnd Seðlabanka Ís- lands ákvað í gær að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Megin- vextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. Ásegir Jónsson seðlabankastjóri skýrir vaxtalækkunina með því að verðbólga hafi hjaðnað hraðar en búist hafi verið við, en hún mældist 3,1% á þriðja ársfjórðungi. Þá hafi verðbólguvæntingar verið á leiðinni niður, sem gefi tilefni til að Seðla- bankinn geti lækkað vexti, meðal annars til að halda óbreyttum raun- vöxtum, eins og Ásgeir orðar það í yfirlýsingu á vef bankans. „Vaxtalækkuninni er ætlað að örva hagkerfið þegar litið er á næstu mánuði fram í tímann […]. Fram- tíðin mun að einhverju leyti ráðast af því hvernig samspil verðbólguvænt- inga og efnahagsumsvifa verður á næstu misserum.“ Jón Bjarki Bentsson, aðalhag- fræðingur Íslandsbanka, segir á vef bankans að sleginn hafi verið frekar mildur tónn. „Þrátt fyrir að sleginn sé varfærinn tónn í framsýnni leið- sögn bankans þá töldum við okkur skynja frekar mildan tón á kynning- arfundinum í morgun [í gærmorg- un]. Með hliðsjón af því og nýlegum spám okkar um þróun verðbólgu og efnahagslífs teljum við að ekki sé endilega búið að slá botninn í vaxta- lækkunarferli Seðlabankans. Við teljum líklegt að vextir verði lækk- aðir a.m.k. eitt skipti til viðbótar fyr- ir áramót og verði lágir út næsta ár.“ Vaxtalækkun upp á 0,25 prósentur  Verðbólga hefur hjaðnað hraðar en búist var við  Væntingar á niðurleið Morgunblaðið/Ómar Peningar Stýrivextir SÍ eru nú orðnir þeir lægstu á öldinni. Íslensk fyrirtæki sem leggja mikið upp úr hugverkaréttindum standa undir 39,6% af vergri landsfram- leiðslu og skapa 29,2% af öllum störfum hér á landi. Þetta kemur fram í skýrslu Hugverkastofu Evr- ópusambandsins (EUIPO) og Evr- ópsku einkaleyfastofunnar (EPO) um atvinnugreinar sem leggja mik- ið upp úr hugverkaréttindum og efnahagsárangri í Evrópusamband- inu sem kom út í dag. Í frétt á vef Hugverkastofunnar segir að þetta sé í fyrsta skipti sem Ísland sé hluti af rannsókn EUIPO og EPO en skýrslan sýni að íslensk fyrirtæki sem leggi mikið upp úr hugverkaréttindum standi undir rúmlega 50 þúsund störfum hér á landi. Þar er samkvæmt fréttinni stærstur hluti fyrirtækja sem leggja mikið upp úr vörumerkjum (23% starfa og 33,1% vergrar þjóð- arframleiðslu) en einnig hafi verið skoðaður hluti fyrirtækja sem leggi mikið upp úr einkaleyfum (6,6% starfa og 9,4% VLF), hönnun (8,3% starfa og 6,7% VLF) og höfund- arrétti (7,8% starfa og 6,4% VLF). Greiðir hærri laun Eins og segir í fréttinni þá sýnir skýrslan einnig að hugverkaiðnaður greiðir umtalsvert hærri laun en annar iðnaður. Fyrirtæki sem nýta sér hugverkaréttindi í miklum mæli greiði að meðaltali 47% hærri laun en önnur fyrirtæki. Talan sé enn hærri hjá fyrirtækjum sem nýta sér einkaleyfi í miklum mæli en þau greiði að meðaltali 72% hærri laun. Borghildur Erlingsdóttir, for- stjóri Hugverkastofunnar, segir að tölurnar sýni svart á hvítu hvað hugverk og hugverkaréttindi séu gríðarlega mikilvæg í iðnaði og við- skiptum á Íslandi í dag, þar sem þau hvetji til hagvaxtar og skapi ekki aðeins störf, heldur hálauna- störf. Mikil áhrif hugverkaréttinda á landsframleiðslu og störf  Ísland í fyrsta skipti hluti af rannsókn EUIPO og EPO ● Lokuðu útboði Haga hf. á skulda- bréfum þann 30. september 2019 er lokið, samkvæmt tilkynningu frá verð- bréfafyrirtækinu Arctica Finance, sem hafði umsjón með útboðinu. Samtals bárust tilboð að nafnvirði rúmlega 12 milljarðar króna og var ákveðið að taka tilboðum sem jafn- giltu hámarksstærð útboðsins að nafnvirði 5,5 milljarðar króna á geng- inu 1,0. Bréfin bera fasta 2,8% verð- tryggða vexti. Skuldabréfaflokkurinn er tryggður með veði í lykilfast- eignum Haga. Hann er til 10 ára með jöfnum afborgunum á 3 mánaða fresti. Hagar ljúka 5,5 millj- arða skuldabréfaútboði ● Kvika banki leiddi lækk- unarhrinu á hluta- bréfamarkaði á rauðum degi í Kauphöll Íslands í gær. Bréf félagsins lækkuðu um 6,25% í 162 millj- óna króna við- skiptum. Lækk- unina má að líkindum rekja m.a. til fregna af niðurfærslu tveggja fast- eignasjóða GAMMA, sem er í eigu Kviku. Næstmest lækkun í Kauphöllinni í gær varð á bréfum VÍS en félagið er eitt þeirra félaga sem hafa sent frá sér nei- kvæða afkomutilkynningu í vikunni vegna fyrrnefndra fasteignasjóða GAMMA. Bréf VÍS lækkuðu um 3,98% í 36 milljóna króna viðskiptum. Þriðja mesta lækkunin varð á bréfum Ice- landair, eða 2,46% í 31 milljónar króna viðskiptum, en gengi félagsins hefur ekki verið lægra síðan í apríl 2012. Úrvalsvísitala aðallista lækkaði í gær um 1,89%. Banki Kvika er eigandi GAMMA. Kvika lækkaði um 6,25% í Kauphöll STUTT 3. október 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.82 124.42 124.12 Sterlingspund 152.35 153.09 152.72 Kanadadalur 93.26 93.8 93.53 Dönsk króna 18.07 18.176 18.123 Norsk króna 13.561 13.641 13.601 Sænsk króna 12.492 12.566 12.529 Svissn. franki 123.59 124.29 123.94 Japanskt jen 1.1432 1.1498 1.1465 SDR 168.56 169.56 169.06 Evra 134.92 135.68 135.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.3011 Hrávöruverð Gull 1466.1 ($/únsa) Ál 1705.0 ($/tonn) LME Hráolía 62.24 ($/fatið) Brent www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi HITABLÁSARAR ertu tilbúin í veturinn? Þegar aðeins það besta kemur til greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.