Morgunblaðið - 03.10.2019, Page 30
30 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Fótspor Neanderdalsmanna, sem
gengu á strönd Normandy í
Frakklandi fyrir rúmum 80 þúsund
árum, hafa gert vísindamönnum
kleift að draga upp aðeins skýrari
mynd en áður af lifnaðarháttum
þessara ættingja nútímamannsins.
Grein um niðurstöður rann-
sóknar á sporunum var nýverið
birt í vísindatímaritinu Proceed-
ings of the National Academy of
Sciences. Þær benda til þess að
sporin séu eftir hóp um 10-15 ein-
staklinga, flestra barna og ung-
menna, en einnig nokkurra karl-
kyns Neanderdalsmanna sem
gætu hafa verið allt að 190 cm há-
ir, ef marka má stærð fótsporanna.
Jeremy Duveau, doktorsnemi
við Náttúruminjasafn Frakklands
og einn af höfundum greinarinnar,
sagði við fréttaveituna AFP að
sporin hefðu myndast í leðju og
skömmu síðar hefði vindur feykt
yfir þau sandi og þau síðan orðið
að steingervingum.
Vitað hefur verið frá því á sjö-
unda áratug síðustu aldar að
mannvistarleifar væru á svæði á
Le Rozel í Frakklandi en skipu-
lagður uppgröftur þar hófst ekki
fyrr en árið 2012. Fram til ársins
2017 fundust 257 fótspor og síðan
hafa mun fleiri fundist. Vísinda-
menn segja að á svæðinu hafi að
auki fundist mikið af munum frá
þeim tíma, þegar eingöngu Nean-
derdalsmenn lifðu í vesturhluta
Evrópu.
Fótspor, sem hafa varðveist með
þessum hætti, þykja gefa betri
mynd af stærð hópa en beinaleifar
vegna þess að beinasteingervingar
geta safnast upp á löngum tíma og
endurspegla ekki endilega tiltekna
búsetu nema einhver atburður hafi
orðið til þess að einn hópur beri
beinin á sama tíma. En á móti
kemur að spor veita aðeins innsýn
í líf einstaklinga á afar stuttu tíma-
bili.
„Spor veita upplýsingar um
samsetningu hópsins en það er
hugsanlegt að þau veiti aðeins
upplýsingar um þá einstaklinga í
hópnum sem voru útivið á þeim
tíma sem þau mynduðust,“ sagði
Duveau.
Kraftaverk
Sú spurning vaknar vegna spor-
anna í Le Rozel hvers vegna svo
fáir fullorðnir voru í hópnum sem
myndaði þau. Dóu Neanderdals-
menn ungir? Eða voru þeir full-
orðnu annars staðar? Þeim spurn-
ingum er ósvarað.
Hvert spor var ljósmyndað og
þrívítt mót tekið af sumum þeirra.
Ný efni hafa gert vísindamönnum
kleift frá árinu 2017 að flytja
hundruð sporanna í heilu lagi frá
svæðinu svo hægt sé að varðveita
þau. En þau spor sem ekki voru
meðhöndluð með þeim hætti eru
nú í orðsins fyllstu merkingu fokin
út í veður og vind. „Það þarf eins-
konar kraftaverk til að varðveita
fótspor, maður þarf að vera afar
heppinn,“ sagði Duveau. Aðeins 9
staðfest fótspor eftir Neanderdals-
menn hafa fundist á öðrum stöðum
en í Le Rozel, í Grikklandi, Rúm-
eníu, Frakklandi og á Gíbraltar.
Brimbrettamannaeyra
Fleiri nýjar rannsóknir á lifn-
aðarháttum Neanderdalsmanna
hafa verið birtar að undanförnu.
Þar á meðal rannsókn sem fjallað
var um í tímaritinu PLOS One og
bendir til að óeðlilegur beinvöxtur
í hlustinni, svonefnt brimbretta-
mannaeyra, hafi verið algengur
meðal þessara ættingja okkar en
þessi ofvöxtur stafar af ertingu frá
kulda og vatni.
Einn höfunda greinarinnar, Er-
ik Trinkaus, hjá Washington-
háskóla í St. Louis, segir þetta
benda til þess að Neanderdals-
menn hafi veitt fiska og önnur
sjávardýr og því verið mikið í
vatni.
Önnur rannsókn, sem fjallað var
um í PLOS One, bendir til þess að
dregið hafi úr frjósemi Neander-
dalskvenna á nokkurra þúsunda
ára tímabili og það kunni að skýra
að þessi tegund manna dó að lok-
um út.
Neanderdalsmenn lifðu í Evópu
fyrir um 400 þúsund árum, en teg-
undin dó út um það leyti sem
Homo sapiens, nútímamaðurinn,
kom til Evrópu. Til þessa hefur
það verið ráðgáta hvers vegna
Neanderdalsmenn dóu út. Vanga-
veltur hafa verið um að þeim hafi
hreinlega verið útrýmt, tegundin
hafi þurrkast út vegna sjúkdóms-
faraldurs eða hvort hún hafi hrein-
lega orðið undir í baráttunni við
nútímamanninn um fæðu.
En vísindamenn hjá frönsku
stofnuninni CNRS hafa þróað töl-
fræðilíkan sem byggist á því að
hnignun Neanderdalsmanna hafi
staðið yfir í um 10 þúsund ár. Silv-
ana Condemi, mannfræðingur hjá
háskólanum í Aix-Marseille og
einn höfundur greinar um rann-
sóknina, segir við AFP að nið-
urstöðurnar bendi til þess að lítils-
háttar minnkun á frjósemi kvenna
gæti hafa valdið þessu. Orsökin
kunni að hafa verið minnkandi
fæða sem aftur hafi leitt til færri
fæðinga.
Forn spor á slóð nýrrar þekkingar
Rannsókn á steingerðum fótsporum Neanderdalsmanna á franskri strönd hefur aukið skilning á lifn-
aðarháttum þessara ættingja nútímamannsins Spor veita betri upplýsingar um hópa en beinaleifar
Heimild : Nationalgeographic/Lee Berger/WITS/John Hawks/University ofWisconsin-Madison/University College London/New Scientist
Rannsókn á fornum tönnum, sem birt var fyrr á árinu, sýnir að síðasti sameigilegi forfaðir þessara
tveggja tegunda kann að hafa verið uppi 400 þúsund árum fyrr en áður var talið
Mjög skiptar skoðanir eru um það
meðal mannfræðinga hvernig
ættkvíslar mannsins greindust
Rannsóknir á tönnum
benda til þess að síðasti
sameiginlegi forfaðirinn
hafi verið uppi fyrir
yfir 800.000 árum
Niðurstöðurnar
benda til þess að
h.heidelbergensis
geti ekki verið
„týndi hlekkurinn”
Fyrir 1
milljón ára
Fyrir 800.000
árum
Fyrir 500.000
árum
Fyrir 300.000
árum
Fyrri DNA
rannsóknir
bentu til að
menn og
Neanderdals-
menn hafi
greinst að fyrir
3-500.000 árum
Nú
Óþekktur
sameiginlegur
forfaðir
H. heidelbergensis
H. neanderthalensis
Homo sapiens
Sameiginlegur uppruni manna og Neanderdalsmanna
AFP
Sporarannsókn Vísindamenn vinna að rannsókn á sporum Neanderdalsmanna á strönd í La Rozel í Frakklandi.
AFP
Fótspor Eitt 257 fótspora eftir
Neanderdalsmenn, sem ný rann-
sókn byggist á.
VILTU TAKAVIÐ
GREIÐSLUMÁNETINU?
KORTA býður uppá fjölbreytta þjónustu sem hentar
bæði minni og stærri fyrirtækjum. Kannaðu málið.
Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is