Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 ✝ Sigrún Ein-arsdóttir fædd- ist á Bárðarstöðum í Loðmundarfirði 8. nóvember 1922. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Dyngju á Egilsstöð- um 25. september 2019. Foreldrar henn- ar voru Einar Sölvason (1889- 1965) og Þórey Einarsdóttir (1887-1953) og bjuggu þau lengst af á Klyppstað í Loðmundarfirði. Systkini Sigrúnar voru Sigurlilja Ingibjörg (1912-1988), Friðberg (1913-1986), Marteinn Baldur (1916- 1974), Aðalheiður (1919- 2005) og Hólmfríður (1924-1983). Sigrún giftist 16. júní 1945 Halldóri Sigurðssyni, f. 24. júní 1923, d. 28. maí 1997, frá Bæjum á Snæfjallaströnd. Þau skildu. Foreldrar hans voru Sigurður Ólafsson (1882- 1959) og María Rebekka Ólafsdóttir (1880-1970). Börn Sigrúnar og Halldórs eru: 1) Einar Þór, f. 9. janúar 1945, maki Gerður Guðrún Aradóttir, f. 19. júní 1945. Börn þeirra eru: a) Bjarghildur Margrét, f. júní 1963, d. 6. júlí 1997. Maki Sig- urður Ormar Sigurðsson. Þeirra börn eru Davíð Þór, maki Edda Ósk Gísladóttir og Arna Kristín, maki Helgi Pétur Ottesen. Börn Davíðs og Eddu eru: Arnór Daði, Erika Rún, Ellý Björk og Eyvör Stella. Börn Örnu og Péturs eru Díana Ingileif og Sara Margrét. b) Erla Sigrún Einarsdóttir, f. 23. okt. 1964, maki Jóhann Bremnes, fyrrv. maki Þórhallur Þórhallsson. Sonur þeirra Brynj- ar Freyr, maki Auður Hlín Rún- arsdóttir. Börn þeirra eru Kor- mákur Brjánn og Steinberg Móri. c) Halldór Örvar Ein- arsson, f. 2. júlí 1973. Maki Anna Dís Jónsdóttir. Börn þeirra eru Antoníus Bjarki, Katrín Anna og Lís- bet Eva. 2) Hlynur Kristinn, f. 12. jan- úar 1950, maki Edda Kristín Björnsdóttir, f. 29. apríl 1951. Sonur þeirra er Fjölnir Björn, f. 23. mars 1975, maki Linda Therese Fransson. Barn þeirra Baldur Jarl. 3) Sigrún, f. 30. des. 1959, maki Svein John- sen, fyrrv. maki Ísleifur Helgi Guðjónsson. Þeirra börn: a) Dagný Helga, f. 3. sept. 1982, maki Páll Finnbogason. Börn þeirra eru Almar Máni, Hafdís Lilja og Maren Birta Pálsdóttir. b) Bryndís Dögg, f. 1. des. 1986, maki Thomas Gjøystdal. c) María Rebekka, f. 20. nóv. 1994, maki Philip Ferreira. 4) Sigurður Mar, f. 15. febrúar 1964, maki Þór- hildur Kristjánsdóttir, f. 27. apríl 1964. Börn: Sara Björk, f. 4. apríl 1989, og Urður María, f. 4. apríl 1989, maki Ásgrímur Helgi Gíslason. Barn þeirra er Fenrir Máni. Sigrún Einarsdóttir ólst upp á Klyppstað í Loðmundarfirði. Eft- ir fermingu fór hún í vist á Seyð- isfirði en um tvítugt gerðist hún starfsstúlka við Bændaskólann á Hvanneyri. Þar kynntist hún Halldóri, tilvonandi eiginmanni sínum. Þau bjuggu fyrst í Bæj- um, Gunnarsholti og Reykjavík en lengst af bjuggu þau á Héraði. Fyrst á Eiðum en á Miðhúsum frá 1965. Sigrún verður jarðsungin frá Egilsstaðakirkju í dag, 3. októ- ber 2019, klukkan 14. Meira: mbl.is/minningar Elskuleg frænka mín og vin- kona er látin. Sigrún frænka var glæsileg kona og listræn. En konum af hennar kynslóð gafst ekki mikill tími til að sinna sínum hugðar- efnum. Barnauppeldi, heimilis- störf og búskapur hafði forgang. Mátti segja að Sigrún væri bæði bóndinn og húsfreyjan. Smíða- verkstæði var í kjallaranum á Miðhúsum þar sem feðgarnir framleiddu listilega útskorna muni. Þangað leitaði Sigrún í sín- um „frístundum“ og bjó til ýmsa fallega hluti sem hún gaf ætt- ingjum og vinum. Hún var dýra- vinur og var nú ekki að skamma vini sína hundana þótt þeir kæmu úr sínum könnunarferðum um foruga skurði beint inn í eld- hús til hennar. Sigrún hafði yndi af allri ræktun, og á Miðhúsum var hennar sælureitur. Hún var æðrulaus og sterk kona, sann- kallaður ættarhöfðingi Vefara- ættarinnar. Blessuð sé minning Sigrúnar frá Miðhúsum. „Sælt er mitt sólarlag“ sagðir þú hinsta kvöld, sem allan þinn æfidag aðhyltist Ijóssins völd. Mótlætis hret og hríð harðast þá nístu sál, yl gaf þjer ár og síð almáttugt kærleiks bál. Nú hefir fjötrum fleygt flugþyrsta sálin þín, haustnóttin heiða kveikt himnesku blysin sín. Glóandi geislafljót gyllir nú legstað þinn; svíf lífsins sólu mót, sólelski frændi minn. (Ólína Andrésdóttir) Innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda. Þórey Eyjólfsdóttir. Sigrún Einarsdóttir ✝ Hallur Jón-asson var fæddur í Hólum í Öxnadal 16. júlí 1927. Hann lést 18. september 2019. Hann var sonur hjónanna Elín- borgar Aðal- steinsdóttur og Jónasar Rósants Jónssonar. Hallur var næstyngstur af níu börnum þeirra hjóna, sem eru í aldursröð: Sóley, f. 1913, Valgerður, f. 1915, Jón, f. 1916, Aðalsteinn, f. 1918, Krist- jana, f. 1921, Sigurður, f. 1923, Herdís, f. 1925, Hallur, f. 1927, Lilja, f. 1928. Lilja er sú eina úr systkinahópnum sem er á lífi. Hinn 8. júní 1949 kvæntist Hallur Lúlleyju Esther Lúth- ersdóttur, f. 24. febrúar 1922, d. 10. nóvember 2014. Hún var dóttir hjónanna Þórunnar Páls- dóttur og Lúthers Olgeirssonar sem bjuggu á Vatns- leysu í Fnjóskadal. Sonur Lúlleyjar og Halls er Grétar Berg Halls- son, kona hans er Valborg Að- algeirsdóttir, börn þeirra eru: 1) Arnar Berg, var kvæntur Viktoriu Olegovnu en hún lést fyrir rúmu ári. Arnar á þrjú börn og þrjú barnabörn. 2) Að- algeir Berg, sambýliskona hans er Ragnheiður H. Eiríksdóttir. Aðalgeir á þrjú börn og fjögur barnabörn. 3) Esther Berg. Dóttir Lúlleyjar var Brynja Heiðdal Jónsdóttir, eiginmaður hennar var Stefán Aðalbjörn Jónasson, þau eru bæði látin. Börn þeirra eru; 1) Hallur Jón- as, kvæntur Laufeyju Petreu Magnúsdóttur, þau eiga tvö börn og tvö barnabörn. 2) Bjarnveig Elva, hún á þrjú börn og þrjú barnabörn. 3) Stefán Heiðar kvæntur Noree Hongchumphae, þau eiga tvö börn. Lúlley og Hallur bjuggu fyrst um sinn á Engimýri í Öxnadal hjá systur Lúlleyjar, Margréti H. Lúthersdóttur, og manni hennar Rúti Þorsteins- syni, þaðan fluttu þau í Mið- land og bjuggu þar í 2-3 ár, svo lá leiðin til Hríseyjar þar sem Hallur stundaði sjó- mennsku og verslunarstörf. Útför Halls fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 3. október 2019, klukkan 10.30. Afi fæddist og ólst upp í Öxnadal í hópi níu systkina, fyrst í Varmavatnshólum og síð- an á Hrauni í Öxnadal. Hann stundaði hin ýmsu störf en ég man best eftir honum sem „sjómannshetju“, búinn að missa framan af putta á sjónum og hló ógurlega þegar hann sá svipinn á litlum polla starandi á það sem eftir var af þumalputtanum. Afi var einn af sjóhetjunum sem lentu í óveðrinu mikla og ísing- unni sem því fylgdi í febrúar árið 1959 á Nýfundnalandsmiðum, hann var þá háseti á togaranum Harðbak EA og börðust kallarn- ir dag og nótt í 72 klukkustundir við að höggva klakann af skipinu til að bjarga lífi sínu. Þeir sem til þekktu hafa haft á orði hvað afi hafi verið mikið hraustmenni í þeirri raun. Ég man líka vel eftir afa sem lögregluþjóni á Húsavík, mér fannst hann alltaf glæsilegur í búningnum og fannst mikið til koma að eiga afa fyrir löggu og ég veit fyrir víst að hann var ákaflega vel liðinn í því starfi. Afi og amma fluttu svo til Ak- ureyrar 1975 og starfaði hann við góðan orðstír á bensínstöð Skeljungs í Kaupangi þar til eft- irlaunaaldri var náð. Eftir að afi fór á eftirlaun fann hann sér nóg að gera, meðal annars fór hann á sundnámskeið og byrjaði líka að fara á „Punktinn“ í allskonar smíðavinnu og endurgerð á gömlum húsgögnum sem amma hafði sankað að sér, og eigum við hjónin fallega kommóðu sem hann gerði upp og gaf okkur. Einnig aðstoðaði hann aldraða bræður sína við búskapinn á æskuheimili þeirra á Hrauni í Öxnadal. Þegar við hjónin réðumst í það að byggja hús á Mosateign- um leið ekki á löngu þar til afi var mættur til að bjóða fram að- stoð sína og þar fór hamhleypa til verka, mér er það minnisstætt að stundum kom hann með nesti með sér til að ekki færi neinn tími til spillis. Afi fékk blóðtappa í heila árið 2003, þá 76 ára gamall, hann lamaðist hægra megin og missti getuna til að tjá sig sem var honum þungbært, en með þrjóskunni komst hann á fætur og gat gengið við staf, hann hélt líka færninni að keyra bíl sem var honum ákaflega dýrmætt. Það hvað afi var alltaf jákvæður og æðrulaus gerði það að verk- um að hann átti nokkuð mörg góð ár þrátt fyrir áfallið. Hann fékk líka áhuga á handbolta og mætti um árabil á alla heima- leiki KA og einnig hafði hann ánægju af því að fylgjast með ís- lenska landsliðinu í handbolta. Nokkrum árum eftir blóð- tappann fluttu afi og amma í raðhúsaíbúð við Öldrunarheim- ilið Hlíð þar sem þau áttu saman nokkur góð ár. Eftir að heilsu þeirra hrakaði fluttu þau inn á Hlíð þar sem amma lést fyrir fjórum árum. Afi Hallur var ekki maður margra orða, hann var góð manneskja með mikið jafnaðar- geð og talaði aldrei illa um nokk- urn mann, hann hafði hlýja og góða nærveru og var hvers manns hugljúfi. Elsku afi, ég á ekkert nema góðar minningar um þig og þakka þér fyrir allar góðar stundir sem við höfum átt sam- an, hvort sem það var við veiði- skap, á handboltaleikjum, öku- ferðum eða á góðum stundum með fjölskyldunni. Þinn nafni, Hallur Jónas. Hallur Jónasson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningar- greinunum. Minningargreinar Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, VIÐAR Á. BENEDIKTSSON bílstjóri, Engihjalla 19, áður Löngubrekku 7, lést á heimili sínu 27. september. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 11. október klukkan 11. Ástvinir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, sonar, bróður og tengdasonar, ÓLA FREYS KRISTJÁNSSONAR. Ágústa Amalía Sigurbjörnsdóttir Vigdís Karla Óladóttir Kristján Karl Ólason Katrín Kristjana Óladóttir Þuríður R. Sigurðardóttir Kristján A. Ólason Árni S. Kristjánsson Edda R. Skúladóttir Soffía R. Kristjánsdóttir Elías J. Jónsson Sigurbjörn Víðir Eggertsson Katrín K. Karlsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS SKAPTADÓTTIR fv. launafulltrúi RB lést í faðmi fjölskyldunnar sunnudaginn 29. september. Útför fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 9. október klukkan 14. Skapti Valsson Jórunn Gunnarsdóttir Dóra Sjöfn Valsdóttir Birgir Sveinsson María Ýr Valsdóttir Rúnar Sigurðsson Guðmundur Valsson Marta Kristín Lárusdóttir barnabörn og barnabarnabörn Heittelskaður eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, JÓN ÓLAFUR ÞÓRÐARSON lögfræðingur, varð bráðkvaddur mánudaginn 23. september. Útför hans fer fram frá Guðríðarkirkju í Grafarholti föstudaginn 4. október klukkan 13. Jarðsett verður í Mosfellskirkjugarði í Mosfellsdal. Bjarnveig Bjarnadóttir Þórður Jónsson Fríða Metz Saad Metz Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN PÁLFRÍÐUR ALEXANDERSDÓTTIR, Skipastíg 3, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 30. september. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 18. október klukkan 14. Edvard Júlíusson Alexander G. Edvardsson Þuríður D. Ingvarsdóttir Kristín Þ. Edvardsdóttir Ottó Hafliðason Sigmar J. Edvardsson Linda Oddsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Helga Guðmundsdóttir, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.