Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 Með komu haustsins, fall-andi laufum, haustlægð-um og kaldara veðurfarigetum við farið að búa okkur undir komu árlegs fastagests, inflúensupestarinnar. Inflúensan gengur jafnan árlega sinn hring um jörðina með upphafi á suðurhveli en flytur sig til okkar á norðurhveli yfir köldustu mánuðina, oftast frá október nóvember og fram undir apríllok. Flensa í fjórum flokkum Inflúensa er veirusjúkdómur sem veldur alla jafna öndunarfæraein- kennum, svo sem hósta, and- þyngslum, beinverkjum og höfuð- verk. Sjaldgæfari eru einkenni frá meltingarfærum, svo sem uppköst. Einkennin koma gjarnan hratt með hita, beinverkjum og höfuðverk, öf- ugt við kvefpestir sem þróast hægar og valda síður háum hita. Inflúensu- veirunni er skipt í fjóra meginflokka; A, B, C og D, þar sem A og B eru að- allega að sýkja okkur mannfólkið. Algengast er að inflúensa berist á milli manna með úðasmiti eins og hósta og hnerra. Einnig getur hún borist með snertismiti og því er mikil- vægt að huga vel að handþvotti til að koma í veg fyrir smit. Meðgöngutím- inn, þ.e.a.s. sá tími sem líður frá því að einstaklingur smitast þar til ein- kenni koma fram, er einn til fjórir dagar. Inflúensa getur haft alvar- legar aukaverkanir í för með sér, einkum meðal aldraðra og ein- staklinga með bælt ónæmiskerfi. Af þeim sökum er bólusetning mikilvæg. Veiran er þekkt að því að breyta sér reglulega og því er þörf á árlegri bólusetningu til að viðhalda vörnum gegn sjúkdóminum. Bólusetning forðar Talið er að bólusetning forði veik- indum í 40-60% tilfella þó að talan sveiflist nokkuð milli ára. Líklegt er að bólusetning valdi mildari sjúkdómi hjá þeim sem veikjast og minni þörf sé á meðferð fylgikvilla, svo sem lungnabólgu, kinnholubólgu og ann- arra ífarandi sýkinga. Í október hefjast skipulagðar bólu- setningar á heilsugæslustöðvum um allt land og munu þær væntanlega standa fram undir áramót og jafnvel lengur ef þörf á. Sóttvarnalæknir mælist til að eftir- taldir hópar fái bólusetningu:  Allir eldri en 60 ára  Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, ill- kynja sjúkdómum og öðrum ónæm- isbælandi sjúkdómum  Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru að ofan  Þungaðar konur  Fólk í ofannefndum hópum þarf ekki að greiða fyrir bóluefnið Margir sem tilheyra áhættuhópum velja jafnframt að fá bólusetningu gegn pneumókokkum, sem eru bakt- eríur sem valda m.a. lungnabólgum og fleiri alvarlegum sýkingum. Hægt er að fá þá bólusetningu á heilsugæsl- unni. Mælt er með að fólk eldra en sextugt láti bólusetja sig. Lyfin notist snemma Til eru tvenn lyf á markaði á Ís- landi sem hægt er að beita gegn inflú- ensu hjá fólki með alvarlega undir- liggjandi sjúkdóma svo sem lungnasjúkdóma eða ónæmisbældra. Lyf þessi þarf að gefa snemma í sjúk- dómsferlinu og geta þá stytt sjúk- dómsgang og minnkað líkur á fylgi- sýkingum Ýmsar upplýsingar er að hafa um viðbrögð við inflúensuveikindum hjá fullorðnum sem og börnum á upplýs- ingavefnum www.heilsuvera.is Inflúensa og bólusetningar Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Morgunblaðið/Styrmir Kári Haustlitir Með fallandi laufum, haustlægðum og kaldara veðurfari getum við farið að búa okkur undir flensupest. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Smíði Atvinnulífið raskast þegar flensan leggur marga í rúmið í einu. Margrét Björnsdóttir Ásmundur Jónasson Heiluráð Ásmundur Jónasson, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga, og Margrét Björnsdóttir, fagstjóri hjúkrunar, Heilsugæslunni Garðabæ Barna- og unglingageðdeild Land- spítalans og Píeta-samtökin fengu 10 milljónir kr. hvort um sig á 49. um- dæmisþingi Kiwanishreyfingarinnar sem haldið var í Hafnarfirði á dög- unum. Peningar þessir voru afrakstur landssöfnunar Kiwanis, til styrktar geðverndarmálum, sem efnt hefur verið til þriðja hvert ár. Gylfi Ingvars- son, formaður K-dagsnefndar, og Ey- þór K. Einarsson, umdæmisstjóri Kiwanis, afhentu styrkina. Kiwanishreyfingin hefur á sl. 45 ár- um styrkt geðverndarmál um alls 300 milljónir kr., það er uppreiknuð upphæð. „Til viðbótar hefur lands- söfnunin leitt til opnari umræðu um viðkvæman málaflokk sem snertir að einhverju leyti hverja fjölskyldu í landinu,“ segir í tilkynningu. Kiwanis og geðverndarmál Styrkir afhentir Kiwanis Kiwanismenn afhenda fulltrúum Píeta styrkinn góða. Árleg haustganga Ferðafélags Ís- lands um höfuðborgarsvæðið er næstkomandi laugardag og er leið- angurinn að þessu sinni tileinkaður vitasögu Reykjavíkur. Gengið verður frá Vitatorgi, Vita- stíg 5, kl. 10.30 að Sjómannaskól- anum á Rauðarárholti. Þaðan er hald- ið að nýja vitanum við Sæbraut, nærri Höfða, og meðfram norður- ströndinni allt að Ingólfsgarði. Geng- inn verður tæplega 6 km hringur og endað á upphafsstað. Pétur Ár- mannsson arkitekt fer fyrir göngunni Höfuðborgarganga FÍ Skoða vitana Viti Ljós við Sæbraut í Reykjavík. Sýnum karakter er yfirskrift ráðstefnu Íþrótta- og Ólymp- íusambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmenna- félags Íslands sem haldin verður í Há- skólanum í Reykja- vík næstkomandi laugardag, 5. októ- ber, og hefst kl. 9:30. Flutt verða erindi sem tengjast breyttu keppnisfyr- irkomulagi á íþróttamótum og hvernig hægt er að virkja og byggja upp skaphöfn barna og ungmenna í gegn- um íþróttastarf. „Ég held að verk- færakista Sýnum karakter skili okkur betra fólki út í sam- félagið. Ef vel tekst til fá krakkarnir betra sjálfstraust í íþróttum og læra að vinna áfram með það,“ segir Sig- urður Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Ungmennasambands Borgar- fjarðar. Þar á bæ er innleiðing á verkfærakistu verkefnisins Sýnum karakter hafin. Nokkur ungmenna- og íþróttafélög eru í sömu vegferð. Sigurður segir hlutverk héraðs- sambanda að styðja við aðildarfélög sín, þjálfara og iðkendur og kynna til sögunnar nýjungar sem geti gagnast starfinu. Hann segir áherslumálin í Sýnum karakter geta verið einn af lyklunum að því að gera gott félag betra, það gangi þvert í gegnum deildir og sameini bæði þjálfara og iðkendur. Sigurður verður á meðal fyrirles- ara á ráðstefnu Sýnum karakter. Meðal annarra sem til máls taka er Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, frétta- maður og móðir fatlaðs íþrótta- manns, sem ræðir um gildi íþrótta fyrir son sinn og aðra. Ræða þátttöku og félagsmótun í íþróttastarfi Körfubolti Hreyfing gerir öllum börnum gott. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Betra fólk út í samfélagið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.