Morgunblaðið - 03.10.2019, Síða 14

Morgunblaðið - 03.10.2019, Síða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 Með komu haustsins, fall-andi laufum, haustlægð-um og kaldara veðurfarigetum við farið að búa okkur undir komu árlegs fastagests, inflúensupestarinnar. Inflúensan gengur jafnan árlega sinn hring um jörðina með upphafi á suðurhveli en flytur sig til okkar á norðurhveli yfir köldustu mánuðina, oftast frá október nóvember og fram undir apríllok. Flensa í fjórum flokkum Inflúensa er veirusjúkdómur sem veldur alla jafna öndunarfæraein- kennum, svo sem hósta, and- þyngslum, beinverkjum og höfuð- verk. Sjaldgæfari eru einkenni frá meltingarfærum, svo sem uppköst. Einkennin koma gjarnan hratt með hita, beinverkjum og höfuðverk, öf- ugt við kvefpestir sem þróast hægar og valda síður háum hita. Inflúensu- veirunni er skipt í fjóra meginflokka; A, B, C og D, þar sem A og B eru að- allega að sýkja okkur mannfólkið. Algengast er að inflúensa berist á milli manna með úðasmiti eins og hósta og hnerra. Einnig getur hún borist með snertismiti og því er mikil- vægt að huga vel að handþvotti til að koma í veg fyrir smit. Meðgöngutím- inn, þ.e.a.s. sá tími sem líður frá því að einstaklingur smitast þar til ein- kenni koma fram, er einn til fjórir dagar. Inflúensa getur haft alvar- legar aukaverkanir í för með sér, einkum meðal aldraðra og ein- staklinga með bælt ónæmiskerfi. Af þeim sökum er bólusetning mikilvæg. Veiran er þekkt að því að breyta sér reglulega og því er þörf á árlegri bólusetningu til að viðhalda vörnum gegn sjúkdóminum. Bólusetning forðar Talið er að bólusetning forði veik- indum í 40-60% tilfella þó að talan sveiflist nokkuð milli ára. Líklegt er að bólusetning valdi mildari sjúkdómi hjá þeim sem veikjast og minni þörf sé á meðferð fylgikvilla, svo sem lungnabólgu, kinnholubólgu og ann- arra ífarandi sýkinga. Í október hefjast skipulagðar bólu- setningar á heilsugæslustöðvum um allt land og munu þær væntanlega standa fram undir áramót og jafnvel lengur ef þörf á. Sóttvarnalæknir mælist til að eftir- taldir hópar fái bólusetningu:  Allir eldri en 60 ára  Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, ill- kynja sjúkdómum og öðrum ónæm- isbælandi sjúkdómum  Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru að ofan  Þungaðar konur  Fólk í ofannefndum hópum þarf ekki að greiða fyrir bóluefnið Margir sem tilheyra áhættuhópum velja jafnframt að fá bólusetningu gegn pneumókokkum, sem eru bakt- eríur sem valda m.a. lungnabólgum og fleiri alvarlegum sýkingum. Hægt er að fá þá bólusetningu á heilsugæsl- unni. Mælt er með að fólk eldra en sextugt láti bólusetja sig. Lyfin notist snemma Til eru tvenn lyf á markaði á Ís- landi sem hægt er að beita gegn inflú- ensu hjá fólki með alvarlega undir- liggjandi sjúkdóma svo sem lungnasjúkdóma eða ónæmisbældra. Lyf þessi þarf að gefa snemma í sjúk- dómsferlinu og geta þá stytt sjúk- dómsgang og minnkað líkur á fylgi- sýkingum Ýmsar upplýsingar er að hafa um viðbrögð við inflúensuveikindum hjá fullorðnum sem og börnum á upplýs- ingavefnum www.heilsuvera.is Inflúensa og bólusetningar Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Morgunblaðið/Styrmir Kári Haustlitir Með fallandi laufum, haustlægðum og kaldara veðurfari getum við farið að búa okkur undir flensupest. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Smíði Atvinnulífið raskast þegar flensan leggur marga í rúmið í einu. Margrét Björnsdóttir Ásmundur Jónasson Heiluráð Ásmundur Jónasson, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga, og Margrét Björnsdóttir, fagstjóri hjúkrunar, Heilsugæslunni Garðabæ Barna- og unglingageðdeild Land- spítalans og Píeta-samtökin fengu 10 milljónir kr. hvort um sig á 49. um- dæmisþingi Kiwanishreyfingarinnar sem haldið var í Hafnarfirði á dög- unum. Peningar þessir voru afrakstur landssöfnunar Kiwanis, til styrktar geðverndarmálum, sem efnt hefur verið til þriðja hvert ár. Gylfi Ingvars- son, formaður K-dagsnefndar, og Ey- þór K. Einarsson, umdæmisstjóri Kiwanis, afhentu styrkina. Kiwanishreyfingin hefur á sl. 45 ár- um styrkt geðverndarmál um alls 300 milljónir kr., það er uppreiknuð upphæð. „Til viðbótar hefur lands- söfnunin leitt til opnari umræðu um viðkvæman málaflokk sem snertir að einhverju leyti hverja fjölskyldu í landinu,“ segir í tilkynningu. Kiwanis og geðverndarmál Styrkir afhentir Kiwanis Kiwanismenn afhenda fulltrúum Píeta styrkinn góða. Árleg haustganga Ferðafélags Ís- lands um höfuðborgarsvæðið er næstkomandi laugardag og er leið- angurinn að þessu sinni tileinkaður vitasögu Reykjavíkur. Gengið verður frá Vitatorgi, Vita- stíg 5, kl. 10.30 að Sjómannaskól- anum á Rauðarárholti. Þaðan er hald- ið að nýja vitanum við Sæbraut, nærri Höfða, og meðfram norður- ströndinni allt að Ingólfsgarði. Geng- inn verður tæplega 6 km hringur og endað á upphafsstað. Pétur Ár- mannsson arkitekt fer fyrir göngunni Höfuðborgarganga FÍ Skoða vitana Viti Ljós við Sæbraut í Reykjavík. Sýnum karakter er yfirskrift ráðstefnu Íþrótta- og Ólymp- íusambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmenna- félags Íslands sem haldin verður í Há- skólanum í Reykja- vík næstkomandi laugardag, 5. októ- ber, og hefst kl. 9:30. Flutt verða erindi sem tengjast breyttu keppnisfyr- irkomulagi á íþróttamótum og hvernig hægt er að virkja og byggja upp skaphöfn barna og ungmenna í gegn- um íþróttastarf. „Ég held að verk- færakista Sýnum karakter skili okkur betra fólki út í sam- félagið. Ef vel tekst til fá krakkarnir betra sjálfstraust í íþróttum og læra að vinna áfram með það,“ segir Sig- urður Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Ungmennasambands Borgar- fjarðar. Þar á bæ er innleiðing á verkfærakistu verkefnisins Sýnum karakter hafin. Nokkur ungmenna- og íþróttafélög eru í sömu vegferð. Sigurður segir hlutverk héraðs- sambanda að styðja við aðildarfélög sín, þjálfara og iðkendur og kynna til sögunnar nýjungar sem geti gagnast starfinu. Hann segir áherslumálin í Sýnum karakter geta verið einn af lyklunum að því að gera gott félag betra, það gangi þvert í gegnum deildir og sameini bæði þjálfara og iðkendur. Sigurður verður á meðal fyrirles- ara á ráðstefnu Sýnum karakter. Meðal annarra sem til máls taka er Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, frétta- maður og móðir fatlaðs íþrótta- manns, sem ræðir um gildi íþrótta fyrir son sinn og aðra. Ræða þátttöku og félagsmótun í íþróttastarfi Körfubolti Hreyfing gerir öllum börnum gott. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Betra fólk út í samfélagið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.