Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Við erum öll að glíma viðsömu grundvallarvesenin,er það ekki? Leitum aðhamingju og samastað í tilverunni. Ást og trausti. Að komast til fulls þroska. Að verða „besta út- gáfan af sjálfum okkur“ eins og það heitir á alþjóðamáli sjálfshjálpariðn- aðarins, en sú hroðalega klisja glym- ur nokkrum sinnum í sýningu leik- hópsins RaTaTam í Borgarleikhús- inu sem þau kalla Húh! Sennilega frekar til að halda áfram með nafna- línuna sniðugu en að efnið beinlínis kalli á þetta heiti. Fyrri sýningar hópsins hétu Suss! og Ahhh… Þetta er góð lína og vel hægt að sjá fyrir sér að þau haldi sig á henni. Listin að lukkast er til umfjöllun- ar hjá þeim Albert Halldórssyni, Guðmundi Inga Þorvaldssyni, Guð- rúnu Bjarnadóttur, Halldóru Rut Baldursdóttur og Hildi Magnús- dóttur, og leiðtoga hópsins, Charl- otte Bøving. Þetta er sameiginlegt keppikefli okkar og því rökrétt að þau sæki einfaldlega í eigin reynslu- brunn eftir hráefni til að rannsaka boðhlaupið sem við erum í með kefl- ið. Hvernig við erum samt fyrst og fremst að berjast við okkur sjálf, en náum engu að síður að hrasa, villast og þjófstarta stöðugt, jafnvel þótt enginn sé endilega að bregða fyrir okkur fæti eða afvegaleiða. Stundum samt. Það eru sem sagt þeirra eigin sög- ur sem þau miðla og vinna með í þessari sýningu. Það hefur kosti og galla eins og annað. Einn gallinn er auðvitað ekki þeim að kenna: það eru svolítið margir að gera þetta. Frumsköpunarverkefni frjálsra leik- hópa eru fleiri og fleiri unnin úr heimafengnum efnivið, hvort sem það er hópvinna eða einstaklings- framtak. Hitt er síðan næstum óhjá- kvæmilegt: það er ekki sjálfgefið að efniviðurinn sem stendur til boða sé til þess fallinn að bera uppi leiksýn- ingu eða kveikja dramatískan neista. Þessa sjást nokkur merki í Húh! Það er ljótt að segja það, en lífsraunir fimmmenninganna, kulnun og krís- ur, eru ekki allar „í frásögur fær- andi“ á þessum vettvangi. Ekki spennandi í sjálfu sér þó að þær geti nýst sem frjór upphafspunktur sköpunar og standi að mörgu leyti fyrir algeng vandræði nútíma- mannsins; frammistöðukvíða, tengslaleysi, ráðvillu í baráttu við hraða og kröfur nútímalífsins. Og þá komum við að síðustu vand- kvæðunum: sýningum sem unnar eru á þennan hátt, og Húh! þar með- talin, hættir til að stranda í ferlinu. Bræðast ekki fyllilega saman á full- nægjandi listrænan hátt. Eða, sem er næstum algild regla, að það sem á borð er borið virkar eins og sýnis- horn af sköpunarvinnunni frekar en tilbúin „afurð“. Eins og innlit í æfingarýmið. Á móti kemur svo ferskleikinn og fjörið sem einmitt þessi nálgun gefur. Þannig eru sum allra eftir- minnilegustu atriðum Húh! þau „æf- ingalegustu“. Morðfyndin örvænt- ingararía Alberts yfir hvernig ferillinn hefur þróast. Æðiskast Guðmundar út í sveitina sem ól hann og hann er búinn að lofsyngja alla sýninguna. Hildur að gera upp málin við ástina og traustið með hjálp trompetsins. Halldóra að rifja upp skelfilegar bernskuminningar gegn- um hækkandi svamphaug. Guðrún í górillubúningnum og særður ásök- unarsvipurinn á henni þegar hún lík- ir sér við Neanderdalsmann og minnir okkur á að við útrýmdum þessum frændum hennar. Og okkar. Næstum. En sem heild nær sýningin ekki alveg vopnum sínum. Hlutirnir mynda ekki jafn sterka og sláandi heild og áhorfandanum finnst að standi til að bjóða honum. Að hluta til liggur þetta í eðli formsins; sund- urleysi og sundurgerð er dagskip- unin. En kannski er skýringanna líka að leita í óstöðugri blöndu gam- ans og alvöru. Sýningin er á köflum alveg bráðfyndin, og það er ljóst að fjör og fyndni er í aðalhlutverki í efnistökunum. Hér er þungur efni- viður skoðaður á grínaktugan hátt en gert um leið ráð fyrir tilfinninga- legri og vitsmunalegri svörun áhorf- enda. Þetta heppnast oft og gerir það á mörgum köflum í Húh! En ef sýningin er skoðuð í heild verður samruni gleði og harms ekki alveg sannfærandi. Eitt sem samsköpun úr eigin reynslu gefur flytjendunum er færi á að blómstra á eðlilegan hátt á svið- inu. Þau eru jú mætt til leiks eins og þau eru klædd. Það heppnast full- komlega hér. Öll með sinn ríkulega skammt af sviðssjarma og áreynslu- leysi sem vafalaust hefur þurft að vinna fyrir, svo nákomið sem efnið er þeim. Nokkuð sem Charlotte er örugglega kjörin til að gera. Við er- um til í þetta með þeim. Umgjörð, og þó sérstaklega búningar Þórunnar Maríu Jónsdóttur, styðja vel við þau. Samtíningsbragurinn á fatnaðinum virkar ekki eins og ódýr lausn fá- tæka leikhússins, sem hann vafa- laust er öðrum þræði, heldur rökrétt leið. Aðrir umgjarðarþættir; lýsing Björns Bergsteins Guðmundssonar, myndband Arons Martins Ásgerðar- sonar og hljóðmynd Helga Svavars Helgasonar sömuleiðis. Tónlistar- flutningur leikhópsins bætir stórri vídd í sýninguna. Lokalagið var flott. Sumt af efninu í Húh! er bitastæð- ara en annað. Óvenjulegustu sög- urnar og vinklarnir hefðu næstum getað borið uppi heila sýningu, eða allavega dugað sem fræ að fullbúinni og mun heildstæðari kvöldstund. Ég get nefnt samband manns og sveitar sem dæmi. En að sumu leyti eru það hversdagslegustu raunirnar, minnst leikvænu efnisþættirnir, sem eru kjarni erindisins. Hvernig lífið er að leika okkur öll. En á móti kemur að þær eru ekki bitastæðar eins og þær óvenjulegu. Það er vandratað í þessum kima leiklistarinnar og sýningin ber þess merki, þó vel megi njóta samvist- anna við þau Albert, Guðmund, Guð- rúnu, Halldóru og Hildi, og þekkjast boðið um að hlæja að óförum þeirra. Sjáðu særða naflann minn Ljósmynd/Steve Lorenz Borgarleikhúsið Húh! Best í heimi bbbmn Eftir leikhópinn RaTaTam. Leikstjórn: Charlotte Bøving. Leikmynd og bún- ingar: Þórunn María Jónsdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Hljóð- mynd og tónlist: Helgi Svavar Helgason og RaTaTam. Myndbönd: Aron Martin Ásgerðarson. Aðstoðarleikstjóri og dramatúrg: Stefán Ingvar Vigfússon. Leikarar: Albert Halldórsson, Guð- mundur Ingi Þorvaldsson, Guðrún Bjarnadóttir, Halldóra Rut Baldursdóttir og Hildur Magnúsdóttir. Leikhópurinn RaTaTam frumsýndi á Litla sviði Borgar- leikhússins föstudaginn 27. september 2019. ÞORGEIR TRYGGVASON LEIKLIST Traust Hildur Magnús- dóttir gerir upp málin við ástina og traustið með hjálp trompetsins. Raindance-kvikmyndahátíðinni í London lauk um helgina og hlaut íslenskt verk, Kassinn, verðlaun á henni. Kassinn, eða A Box in the Desert eins og verkið heitir á ensku, var sýndur í nýrri dagskrá sem helguð er 360° kvikmyndum og verkum sem fram fara innan sýndarveruleika. Kassinn hlaut verðlaunin Besta frá- sögn í sýndarveruleika, en í fyrra hlaut kvikmyndaleik- arinn Elijah Wood verðlaunin fyrir verkið Transference. Kassinn er eftir hóp sem heitir Huldufugl og hefur áð- ur hlotið verðlaun í Stokkhólmi, Berlín og San Diego. Í Huldufugli eru leikkonan og framleiðandinn Nanna Gunnars og listræni forritarinn Owen Hindley. Auk þeirra komu leikarinn Ástþór Ágústsson, tónskáldið Íris Thorarins og rit- höfundurinn Alexander Dan að gerð verksins. Kassinn hlaut verðlaun á Raindance Kynningarmynd fyrir Kassann. Konur eru áberandi í haustútgáfu Angústúru — fjórar bókanna sem forlagið gefur út eru eftir konur en ein eftir karl. Soffía Bjarnadóttir send- ir frá sér aðra skáldsögu sína og nefnir Hunangs- veiði. Í bókinni segir frá ungri konu sem á í erfið- leikum með að mynda heil- brigð sambönd við annað fólk. Hún leitar til tengslafræðings eftir aðstoð og saman leggja þau í ferðalag til Portúgal, ásamt öðrum skjólstæðingi, til að skilja fortíðina og sig sjálf. Vigdís heitir myndabók Ránar Flygenring og segir frá Vigdísi Finnbogadóttur. Í bókinni segir frá upprennandi rithöfundi á barns- aldri sem ákveður að skrifa bók um fyrstu konuna sem var lýðræðislega kjörinn forseti í heiminum og fer því í heimsókn til Vigdísar, sem segir henni frá æsku sinni og upp- vexti, starfsferli sínum og tilurð framboðsins, kosningabaráttunni og helstu hugðarefnum sínum. Ármann Jakobsson skrifar spennubók fyrir ungmenni sem nefnist Bölvun múmíunnar, fyrri hluti. Júlía og mamma hennar lifa ósköp venjulegu lífi þótt þær búi reyndar í fornminjasafni. Dag einn fær safnið egypska múmíu til varð- veislu og fyrr en varir hafa Júlía og bestu vinir hennar, María og Charlie, dregist inn í æsilega at- burðarás þar sem nasistar, sær- ingamenn og alþjóðleg glæpasam- tök koma við sögu. Lani Yamamoto sendi frá sér barnabókina Stínu stórusæng árið 2013 og hlaut fyrir tilnefningu til bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Væntanleg er bókin Egill spá- maður sem fjallar um það að sjá heiminn með öðrum aug- um, í takt við náttúruna. Egill er feiminn strákur sem finnst gott að hafa hlutina í föstum skorðum og fylgist með sjáv- arföllum með aðstoð alman- aks. Dag einn verður nýja stelpan í bekknum á vegi hans, sem setur rútínuna í uppnám. Uppvaxtarsaga Xiaolu Guo, Einu sinni var í austri, kom út á ís- lensku fyrir tveimur árum. Xiaolu sló í gegn í Bretlandi og víðar um heim á sínum tíma með bókinni Hnitmiðuð kínversk-ensk orðabók fyrir elskendur, sem kemur nú út í íslenskri þýðingu. Í bókinni segir frá ungri konu sem kemur til Lond- on til að læra ensku og dvelja í eitt ár. Fljótlega kynnist hún sér eldri enskum manni og breytir samband- ið sýn þeirra beggja á lífið. Glíman við enska málfræði reynist erfið en þrautin þyngri að finna sig í nýjum menningarheimi. Á árinu hafa einnig komið út hjá Angústúru bækurnar Kona í hvarf- punkti eftir Mawal El Saadawi, Seiðmenn hins forna — Töfrað tvisvar eftir Cressidu Cowell, Glæpur frá fæðingu eftir Trevor Noah, Sumareldhús Flóru eftir Jenny Colgan og Villinorn: Blóð Viridíönu eftir Lene Kaaberbøl.  Angústúra gefur út skáldskap fyrir börn og fullorðna Rán Flygenring Lani Yamamoto Soffía Bjarnadóttir Xialou Guo Vigdís, Egill spámaður og bölvun múmíunnar Ármann Jakobsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.