Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Leitar- og björgunarsvæði Íslands er það stórt að við höfum lítinn mátt til að sinna því. Ef upp kemur um- fangsmikið slys á norðurslóðum höf- um við í raun ósköp takmarkaða möguleika til að veita hjálp,“ segir Björn Karlsson, forstjóri Mann- virkjastofnunar, við Morgunblaðið. Hann hélt í vikunni fyrirlestur í Þjóðarbókhlöðunni um áhættugrein- ingu og áhættumat. Var það hluti af fyrirlestraröð Rannsóknaseturs um norðurslóðir við Háskóla Íslands, en málefni norðurslóða hafa í vaxandi mæli ratað í umræðuna á undan- förnum árum. Í ávarpi sínu fjallaði Björn sérstaklega um verkefni þar sem áhættugreining og áhættumat er notað til að meta áhættu og björgunarmöguleika vegna slysa á norðurslóðum. Björn segir ljóst að efla þurfi björgunarmátt Íslendinga vegna aukinnar umferðar á norðurslóðum. „En ég tel það ekki vera rétt að ís- lenskir skattgreiðendur eigi einir að standa að þeirri uppbyggingu. Það er í raun ekki hægt að ætlast til þess. Mun frekar ættu menn að setja ábyrgðina á þá sem eru að at- hafna sig á norðurslóðum, að þeir greiði fyrir sitt,“ segir hann. Íslenska leitar- og björgunar- svæðið er 1,9 milljónir ferkílómetra að flatarmáli. Er það næstum tutt- ugufalt flatarmál Íslands og ber Landhelgisgæslan ábyrgð á að hefja og stýra öllum aðgerðum vegna flug- og sjóatvika á þessu svæði. Þannig starfar Landhelgisgæslan á svæði sem nær langt suður fyrir Grænland, austur fyrir Færeyjar og norður fyrir Jan Mayen. Teygir svæðið sig að hluta yfir efnahags- lögsögu fimm ríkja, samkvæmt upp- lýsingum frá Landhelgisgæslu Ís- lands. Björn bendir á að slys verði gjarn- an í vályndum veðrum og við erfiðar aðstæður. Þá segir hann ljóst að lendi stórt skemmtiferðaskip í alvar- legu sjóatviki á norðurslóðum fjarri ströndum Íslands þurfi vart að spyrja að leikslokum. „Líf týnast á klukkustundum, það getur tekið daga að senda varðskip á slysstað.“ Aðeins tvö varðskip í rekstri Ásgrímur L. Ásgrímsson er fram- kvæmdastjóri aðgerðasviðs Land- helgisgæslu Íslands. Hann segir tvö varðskip vera í rekstri um þessar mundir, Þór og Tý. Búið sé að taka Ægi úr rekstri þó að hann sé enn í eigu ríkisins. Þá hefur Landhelgis- gæslan yfir að ráða þremur leitar- og björgunarþyrlum og einni eftir- lits- og björgunarflugvél. „Við höfum okkar áskoranir og aðstæður með erfiðu veðurfari en hið sama má vafalaust segja um alla,“ segir Ásgrímur og bætir við að Landhelgisgæslan hafi átt í mjög góðu samstarfi við aðrar þjóðir, s.s. Dani, þegar kemur að eftirliti og björgun á hafsvæðinu í kringum Ís- land. Hann segir Gæsluna þó þurfa annað skip og áhöfn í sína þjónustu. „Það væri ákjósanlegt að geta alltaf verið með tvö öflug skip á sjó samtímis, en til þess þurfum við þrjú skip í rekstri og þrjár áhafnir.“ Spurður hvort Gæslan telji nú þörf á að festa kaup á nýju varðskipi svarar Ásgrímur: „Það hefur ekki verið farið í frekari athuganir á smíði að kaupum á nýju eða notuðu varðskipi,“ en tækjakostur LHG er metinn reglulega í landhelgisáætlun í samstarfi við stjórnvöld. Takmörkuð geta til að veita hjálp  Íslenska leitar- og björgunarsvæðið er 1,9 milljón ferkílómetrar  Höfum lítinn mátt til að sinna því, segir forstjóri Mannvirkjastofnunar  Tvö varðskip og fjögur loftför eru til taks hjá Gæslunni Morgunblaðið/Júlíus Öflugur Þór hefur reynst Landhelgisgæslunni vel en þörf er á minnst þrem- ur góðum skipum í rekstri svo stuðla megi að góðu viðbragði Gæslunnar. Íslenska leitar- og björgunarsvæðið Íslenska leitar- og björgunar- svæðið er 1,9 milljónir ferkíló metra að fl atarmáli. Ísland ber ábyrgð á að hefja og stýra öllum aðgerðum vegna fl ugatvika og sjóatvika á þessu svæði. ÍSLAND KANADA DANMÖRK (GRÆNLAND) K o rt : L a n d - h e lg is gæ sl a n Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta hús gjörbreytir allri aðstöðu við völlinn, bæði tengt æfingum og leikjum,“ segir Bjartur Aðalbjörns- son, fyrirliði karlaliðs Einherja í knattspyrnu. Nú er verið að byggja nýtt vall- arhús við knattspyrnuvöllinn á Vopnafirði. Þegar það er risið verð- ur í fyrsta sinn í 45 ára sögu Ein- herja hægt að fara í sturtu við völl- inn. „Alla tíð manns hjá Einherja hef- ur verið notast við búningsklefa í íþróttahúsinu. Svo hefur maður annaðhvort þurft að hlaupa upp á völl eins og gert var í yngri flokk- unum eða keyra upp á völl í fullum skrúða. Aðkomumönnum finnst þetta mjög sérstakt,“ segir Bjartur. Á árum áður, áður en íþróttahús var byggt við skólann í bænum, var þó aðstaðan enn frumstæðari. „Þá not- uðust meistaraflokkarnir við bún- ingsklefa í frystihúsinu fyrir leiki. Þetta hefur verið löng bið. Nú fáum við loksins klefastemningu hjá fé- laginu,“ segir hann. Þór Steinarsson sveitarstjóri seg- ir í samtali við Morgunblaðið að byggingu vallarhússins verði lokið næsta vor. Kostnaður liggi ekki fyr- ir en ljóst sé að hann hlaupi á tugum milljóna. Hluti framkvæmdarinnar er fjármagnaður með styrk úr mannvirkjasjóði KSÍ. „Þetta hefur verið lengi í undirbúningi. Fótbolt- inn á Vopnafirði er gríðarlega öfl- ugur og það er góð mæting á leiki allra liða. Það þarf að hlúa að þessu starfi,“ segir Þór. Bjartur segir að nýja húsið upp- fylli allar kröfur KSÍ. Þar verða búningsklefar fyrir bæði lið, dóm- araaðstaða, geymsluaðstaða, salerni fyrir áhorfendur og lítil félagsað- staða. Hann vonast til að gamall hvítur kofi sem notaður hefur verið sem vallarhús fái að standa áfram. „Hann á sér svo merka sögu. Þetta er gamla flugskýlið á Vopnafirði sem var fært og notað sem vall- arhús. Nýjustu hugmyndir eru að breyta kofanum í safn, svipað og Valsmenn gerðu með Fjósið.“ Morgunblaðið/Hari Uppbygging Framkvæmdir við nýtt vallarhús á Vopnafirði hófust fyrr á árinu. Gert er ráð fyrir að húsið verði klár- að næsta vor. Þá verður í fyrsta sinn í 45 ára sögu Einherja hægt að fara í sturtu við knattspyrnuvöll félagsins. Húsið gjörbreytir að- stöðunni á Vopnafirði  Á árum áður var búningsaðstaða leikmanna í frystihúsinu Þór Steinarsson Bjartur Aðalbjörnsson Þrátt fyrir fjölda funda í kjara- viðræðum Rafiðnaðarsambandsins og orkufyrirtækjanna um endurnýj- un kjarasamninga hefur ekki tekist að ljúka samningum. ,,Við vorum á fundi í gær með Landsvirkjun og bundum vonir við að geta klárað þetta þá en það gekk ekki eftir,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnar- son, formaður Rafiðnaðarsam- bandsins í samtali við Morgun- blaðið. Í umfjöllun um stöðu viðræðna á vefsíðu sambandsins segir að hraði viðræðna þurfi að vera miklu meiri til þess að árangur fari að sjást. Ljóst sé að óþreyju sé farið að gæta í baklandi rafiðnaðarmanna innan fyrirtækjanna. Rafiðnaðarmenn hafa lokið gerð átta samninga frá því að lífskjara- samningarnir voru undirritaðir í vor en hægt hefur miðað í viðræðum við orkufyrirtækin og sömu sögu er að segja af viðræðum við ríkið og Reykjavíkurborg. Engri deilu hefur þó enn verið vísað til Ríkissátta- semjara. Kristján segir að fundað verði með Rarik í dag og viðræður séu í gangi við Orkuveitu Reykja- víkur. Í næstu viku sé boðaður samningafundur með fulltrúum Landsnets. Tekist á um vinnutímamál og launabreytingar Tekist er á um ýmis mál við samningaborðið, vinnutímamál, launahækkanir og ýmis útfærslu- atriði innan fyrirtækjanna. Þá er kjarasamningur rafiðnaðarmanna hjá ISAL einnig laus en samningar í öðrum stóriðjuverksmiðjum losna í kringum áramótin og á næsta ári. Óþreyja vegna hægagangsins holar@holabok.is — www.holabok.is Afmælisrit til heiðurs SIGMARI Ó. MARÍUSSYNI Þann 8. mars 2020 á Sigmar Ó. Maríusson gullsmiður (Siddi gull) 85 ára afmæli. Þann dag kemur út bók um hann á vegum Bókaútgáfunnar Hóla, skráð af Guðjóni Inga Eiríkssyni, og verður hún í senn æviminningar hans og afmælisrit. Í bókinni verður svokölluð „Heillaóskaskrá“ og þar getur fólk óskað honum heilla og jafnframt skráð sig fyrir áskrift að bókinni. Verð hennar, með sendingargjaldi og virðisaukaskatti, verður kr. 7.500- og verður það innheimt fyrirfram. Skráning er á netfanginu: holar@holabok.is eða í s. 557-5270. Henni lýkur 10. október. Bókin verður send áskrifendum á útgáfudaginn (afmælisdaginn).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.