Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 10
VIÐTAL Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Gríðarlegar brotalamir einkenndu vinnubrögð lögreglu í máli Maríu Sjafnar Árnadóttur lögfræðings, sem í desember 2017 kærði tvær líkamsárásir og hefndarklámshótun af hendi fyrrverandi maka. Málið var á endanum fellt niður. Þegar lögreglan neitaði Maríu um gögn kvartaði hún til ríkissaksókn- ara, sem leiðrétti málið og lét hana hafa gögnin. Í kjölfarið fékk María hún viðbótargreinargerðarfrest til að skila kæru út af niðurfellingu máls- ins. Eftir að hafa tekið málið fyrir fann ríkissaksóknari verulega að málsmeðferð lögreglu, segir María í samtali við Morgunblaðið. Hún segir bréf ríkissaksóknara um málsmeð- ferðina áfellisdóm yfir vinnubrögð- um lögreglu. Þá segir hún að á næstu dögum verði kæra send til Mannrétt- indadómstóls Evrópu vegna málsins. Hildi Fjólu Antonsdóttur réttar- félagsfræðingi var af stýrihópi for- sætisráðuneytis um úrbætur í kyn- ferðisbrotamálum falið að vinna skýrslu um stöðu brotaþola á Íslandi í samanburði við önnur Norðurlanda- ríki og gera tillögur um úrbætur. Í skýrslunni, sem hún skilaði í sumar, lagði hún m.a. til að brotaþoli hefði aukna aðkomu að rannsókn máls og nyti sömu réttinda og aðili. María og Hildur segja mál Maríu vera gott dæmi um þau áhrif sem breytingatillögur í takt við þær sem Hildur Fjóla Antonsdóttir vann og liggja nú fyrir réttarfarsnefnd gætu haft, en sökum þess að hún hafi ekki notið aðildarstöðu í máli vegna brota á henni hafi henni aldrei gefist kostur á að kæra málsmeðferðina á rann- sóknarstigi eða koma sjónarmiðum sínum að. Seinagangur lögreglu Mál Maríu Sjafnar er þannig vaxið að 1. desember 2017 kærði hún tvær líkamsárásir og hefndarklámshótun til lögreglu, en þá var um mánuður þar til annað ofbeldisbrotanna fyrnd- ist. Útskýrir María að öfugt við það sem margir telji rjúfi kæra til lög- reglu ekki fyrningarfrest. Það gerist þegar sakborningi sé kynnt sakar- efnið. Þar sem sakborningi var ekki kynnt sakarefnið í tæka tíð – það hafi verið gert í ágúst 2018 – hafi seina- gangur lögreglu orðið til þess að tveir af þremur kæruliðum fyrndust meðan á rannsókn málsins stóð. Á rannsóknartímanum reyndi María ítrekað að koma sjónarmiðum sínum að og óskaði eftir gögnum um rannsóknina en án árangurs. Hinn 23. apríl síðastliðinn fékk hún síðan stutt bréf frá lögreglu þar sem henni var tilkynnt að málið væri fellt niður. Játning meðal sönnunargagna „Ég reyndi hvað ég gat að senda pósta á rannsóknarlögreglu,“ segir María, en þar sem hún hafi haft laga- þekkingu hafi hún stöðugt reynt að minna á formreglurnar sem máli skiptu. Lögregla ræddi í fyrsta skipti við kærða um níu mánuðum eftir að María kærði brotin, þ.e. í ágúst 2018. Segist María vitanlega hafa talið að kærða hlyti að hafa verið birt sak- arefnið áður, til að rjúfa fyrningar- frestinn, en svo var ekki. Hafi það haft ofannefndar afleiðingar, brotin fyrndust. María segir að það sé alvarlegt í málinu að brotin hafi fyrnst í fórum lögreglu, en það sem kannski sé al- varlegast sé að lögregla hafi svo reynt að hylma yfir að brotin væru fyrnd. Lögregla hafi ekki tilgreint það í ofannefndu niðurfellingabréfi né látið réttargæslulögmann eða kæranda vita af því. Í bréfinu hafi einungis sagt að málið þætti ekki nægilega líklegt til sakfellingar. Á meðal sönnunargagna voru játn- ing geranda í smáskilaboðum, ljós- myndir af áverkum sem spegluðu áverkavottorð og bein og óbein vitni, segir María. Í kjölfarið hafi hún óskað eftir rök- stuðningi um niðurfellingu málsins, en hann hafi ekki verið veittur. Hún kærði þá niðurfellingu málsins, og óskaði eftir málsgögnum, en lögregla neitaði að afhenda þau. „Þeir neituðu að afhenda rök- stuðning þrátt fyrir skýra lagaheim- ild þess efnis. Það endaði með því að ég sendi persónulega bréf til ríkis- saksóknara, sem ég nefndi kvörtun, vegna þess að ég hafði ekki kæru- heimild. Ég var bara að reyna að bjarga mér einhvern veginn,“ segir María. Eins og áður segir fór það að end- ingu svo að ríkissaksóknari tók málið fyrir og gerði miklar athugasemdir við störf lögreglu. Þar að auki komst hann að efnislega öndverðri niður- stöðu við lögreglu, þ.e.a.s. hann taldi næg sönnunargögn liggja fyrir til þess að ákæra ætti fyrir brotin. Of- beldisbrotin hefðu hins vegar verið fyrnd, eins og áður segir, en meint hefndarklámsbrot ekki. Verður því ákært vegna þess. Segir María að eftir að niðurstaða ríkissaksóknara lá fyrir hafi hún séð hvers vegna lögregla hafi neitað að afhenda umbeðin gögn. „Það var vegna þess að þeir voru að reyna að fela að brotin hefðu fyrnst.“ Segir hún að hún hefði auðvitað ekki lagt á sig að kæra niðurfellingu á líkamsárásarkæruliðum, ásamt öllu því álagi sem því fylgir, eins og að leita sönnunargagna og vinna viðbót- argreinargerð, hefði hún vitað að brotin væru fyrnd. Var ekki tjáð að brotin væru fyrnd  Brotin fyrndust í fórum lögreglu  Ríkissaksóknari fann verulega að vinnubrögðum lögreglu  „Ég varð bara að reyna að bjarga mér einhvern veginn“  Segir lögreglu hafa hylmt yfir mistökin María Sjöfn Árnadóttir Hildur Fjóla Antonsdóttir 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 Hjá réttarfarsnefnd eru nú til skoðunar tillögur sem Hildur Fjóla Antons- dóttir réttarfélagsfræðingur lagði fram í skýrslu sinni um stöðu brota- þola á Íslandi í samanburði við önnur norræn lönd. Í rannsókninni komst Hildur Fjóla m.a. að því að Ísland væri eftirbátur Svíþjóðar, Finnlands og Noregs hvað varðar rétt brotaþola til upplýsinga, aðgangs að gögnum og þátttöku í meðferð máls fyrir dómi. Hildur Fjóla leggur til að brotaþolar geti gerst aðilar að sakamálum eða hljóti flest þau réttindi sem aðilar máls hafa. Meðal annars ætti lögreglu að vera skylt að upplýsa brotaþola um gang máls og skal hann hafa rétt til að gera athugasemdir við lögregluskýrslu hins kærða. Þá segir hún í samtali við Morgunblaðið að þó að í skýrslunni hafi eingöngu verið fjallað um þolendur kynferðisbrota væri rétt að endurskoða löggjöfina með það að markmiði að allir þol- endur ofbeldisbrota nytu bættrar réttarstöðu. Nýverið var Maríu Sjöfn Árnadóttur lögfræðingi tjáð af ákæruvaldi að mál hennar vegna líkamsárásar fyrrverandi maka hefði verið fellt niður. Reyndi María ítrekað að koma sjónarmiðum að en gat það ekki, enda naut hún ekki stöðu aðila í málinu. Þörf á bót á stöðu brotaþola ÍSLAND EFTIRBÁTUR ANNARRA NORRÆNNA LANDA Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Lóðirnar eru allar ætlaðar fyrir einbýlishús samkvæmt gildandi skipulagi. Þær lóðir sem eru fyrir neðan götu liggja samkvæmt deiliskipulagi að sjó með óskert útsýni yfir voginn og flóann auk þess að vera í næsta nágrenni við útivistarsvæði og golfvöll. Einungis einstaklingum er heimilt að sækja um lóðirnar og heimilt er að gera tilboð í fleiri en eina lóð. Hver umsækjandi getur hinsvegar einungis fengið einni lóð úthlutað. Alls eru nú til úthlutunar 15 lóðir og verður hverri lóð úthlutað til þess aðila sem gerir hæst tilboð í viðkomandi lóð, enda uppfylli viðkomandi aðili öll fjárhagsleg skilyrði og geti sýnt fram á fjármögnun lóðar og byggingar einbýlishúss. Tilboðin í lóðir skulu berast Mosfellsbæ eigi síðar en 31. október 2019 og verða móttekin með rafrænum hætti. Allar nánari upplýsingar um úthlutun lóða að Súluhöfða 32- 57 er að finna á slóðinni www. mos.is/suluhofdi og hjá Heiðari Erni Stefánssyni, lögmanni Mosfellsbæjar í síma 525 6700. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt úthlutunarskilmála og lágmarksverð hverrar lóðar Úthlutun lóða að Súluhöfða 32-57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.