Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi ALLT Í BAÐHERBERGIÐ Tengi hefur mikla og góða reynslu af niðurföllunum frá Unidrain. Unidrain eru margverðlaunuð dönsk hágæðahönnun. KÖRFUBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Dominos-deild karla í körfuknattleik hefst í kvöld. Árangur KR-inga und- anfarin ár er með ólíkindum og svo gæti hæglega farið að liðið verði Ís- landsmeistari sjöunda árið í röð. KR er það lið sem ryðja þarf úr vegi og þar er hvergi slegið af enda endur- heimti liðið þrjá afar frambærilega bakverði í sumar: Jakob Örn Sigurð- arson, Brynjar Þór Björnsson og Matthías Orra Sigurðarson. Auk þess voru KR-ingar sniðugir að fá Michael Craion aftur til sín. Leikmann sem þarf ekki tíma til að aðlagast deildinni eða félaginu en hann hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari með KR. Ekki þarf að búast við neinni flugeldasýn- ingu frá KR-ingum til að byrja með en liðið hefur burði til að verða ógn- arsterkt þegar líður á veturinn. Stærsta spurningin sem við eigum eftir að fá svör við er hvernig KR leikur án Pavels Ermolinskij en liðið fékk þó að venjast því í fyrra þegar Pavel tók sér frí. ÍR lék til úrslita gegn KR í vor og komst nærri titlinum með því að komast 2:1 yfir í úrslitarimmunni. ÍR- liðið þá gefur okkur nánast enga hug- mynd um liðið í vetur. Matthías, Sig- urður Þorsteinsson, Kevin Capers, Gerald Robinson, Hákon Örn Hjálm- arsson og Sigurkarl Róbert Jóhann- esson eru allir horfnir á braut. Borche Ilievski hefur gert virkilega flotta hluti með ÍR og stendur frammi fyrir því að móta nýtt lið. Stjarnan varð bikarmeistari í fyrra, hafnaði í efsta sæti í deilda- keppninni en féll úr keppni í undan- úrslitum á móti ÍR. Ekki verður ann- að séð en að lið Stjörnunnar verði einnig firnasterkt í vetur. Nikolas Tomsick kom til liðsins frá Þór Þ. en hann var einn allra besti leikmaður deildarinnar. Hann verður þá vænt- anlega skotbakvörður og Ægir Þór Steinarsson leikstjórnandi sem fyrr. Á móti kemur að Finninn, Antti Ka- nervo, er farinn en hann var traustur í vörn og sókn. Þór Þorlákshöfn kom skemmtilega á óvart í fyrra og fór í undanúrslit. Þar hafa orðið þjálfaraskipti. Baldur Þór Ragnarsson tók við Tindastóli og reynsluboltinn Friðrik Ingi Rún- arsson áttaði sig á því að ótímabært var hjá honum að hætta þjálfun og tók við Þór. Íslensku leikmennirnir eru þeir sömu en erlendu leikmenn- irnir þrír eru farnir og þrír komnir í staðinn. Bæta Suðurnesjaliðin sig? Þjálfaraskipti urðu einnig hjá Tindastóli en Baldur tók við af Israel Martin. Brynjar fór aftur í KR og Danero Thomas til Hamars. Tinda- stóll fékk fjóra erlenda leikmenn til sín. Liðinu er spáð 3. sæti í árlegri spá sem KKÍ stóð fyrir og því er greinilega búist við sterku liði hjá Stólunum. Skagfirðingar hafa náð að vinna bikarinn en eru enn á höttunum eftir Íslandsbikarnum. Njarðvík er spáð 4. sæti en fyrir fram býst maður við því að liðið verði heldur veikara í vetur þar sem Elvar Már Friðriksson og Jeb Ivey eru farnir. Það getur þó breyst ef erlendu leikmennirnir eru framúrskarandi. Nú skapast væntanlega svigrúm fyrir unga menn eins og Kristin Pálsson og Jón Arnór Sverrisson að sýna hvað í þeim býr. Hjalti Þór Vilhjálmsson tók við Keflavík af Sverri Þór Sverrissyni. Liðið féll úr keppni í 8-liða úrslitum í fyrra gegn KR. Hörður Axel Vil- hjálmsson, bróðir þjálfarans, verður lykilmaður eins og undanfarin ár. Craion er farinn og Gunnar Ólafsson fór til Spánar en þeir voru tveir af bestu mönnum liðsins. Spurning er hvernig Keflvíkingum tekst að fylla skörðin sem þeir skilja eftir sig. Þrír erlendir leikmenn eru komnir til liðs- ins og þurfa að leika vel til að liðið geti staðið undir þeim væntingum sem gerðar eru í Bítlabænum. Grindavík er fjórða liðið af þeim sem fóru í úrslitakeppnina í fyrra sem skipti um þjálfara en Daníel Guðni Guðmundsson er aftur kominn til fé- lagsins og tók við af Jóhanni Ólafs- syni. Áhugavert verður að sjá hversu gott Grindavíkurliðið verður. Grind- víkingar gerðu vel á leikmannamark- aðnum með því að fá Dag Kár Jóns- son aftur til liðsins og Björgvin Hafþór Ríkharðsson frá Skallagrími. Í fyrra fékk liðið Sigtrygg Arnar Björnsson og með heimamennina Ólaf Ólafsson og Ingva Þór Guð- mundsson er liðið býsna vel sett varð- andi íslenska leikmenn. Sem stendur er liðið með einn erlendan leikmann sem er lítið miðað við það sem gengur og gerist í deildinni. Grindvíkingar áttu fína leiki gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum í fyrra þótt gengið hafi á ýmsu um veturinn. Aldrei er hægt að afskrifa Grindavík í úrslitakeppnina eins og sýndi sig þeg- ar liðið fór í oddaleik gegn KR í úr- slitum árið 2017. Meiri bjartsýni ríkjandi á Ásvöllum og Hlíðarenda Mun meiri væntingar eru gerðar til liðanna sem ekki komust í úrslita- keppnina í fyrra, Hauka og Vals, að þessu sinni. Israel Martin tók við Haukum af Ívari Ásgrímssyni. Hauk- ar hafa að mestu endurheimt „sína menn“ því Kári Jónsson og Emil Barja sneru báðir heim og Kristinn Marinósson gerði það í fyrra. Þegar Kári kemst á fulla ferð eftir meiðsli þá geta Haukar líklega unnið hvaða lið sem er á góðum degi. Hilmar Smári Henningsson er hins vegar farinn til Spánar en hann heillaði marga með frammistöðu sinni í fyrra. Þá taka þeir Daði Lár Jónsson og Kristján Sverrisson sér frí og það hefur áhrif á breiddina. Hvað gera Valsmenn í vetur? Sennilega er nokkuð um liðið síðan Valsmenn hafa verið jafn spenntir fyrir karlaliði félagsins í körfunni. Liðið tryggði sér margfaldan Íslands- meistara í Pavel Ermolinskij sem þýðir að á Hlíðarenda ætla menn sér meira en miðjumoð. Þegar Pavel er vel upplagður býður hann upp á aðr- ar víddir í leik liða sinna en aðrir ís- lenskir leikmenn. Þá er viss rómantík í því fyrir Valsmenn sem muna tím- ana tvenna að sjá nafn Franks Arons Booker á leikmannalistanum. Hann er góð skytta en þar sem hann hefur leikið í Bandaríkjunum og Frakk- landi á í raun eftir að koma í ljós hversu góður leikmaður hann er í ís- lensku deildinni. Erfitt að koma upp í deildina Í ljósi þess hversu sterk deildin er þá getur verið erfitt fyrir nýliða að fóta sig. Fjölnismenn mæta þó nokk- uð vel mannaðir til leiks. Róbert Sig- urðsson sýndi með Stjörnunni að hann er klókur leikmaður. Orri Hilm- arsson og Egill Agnar Októsson eru í U20 ára landsliðinu og Vilhjálmur Theodór Jónsson hefur reynslu úr efstu deild. Standi erlendur leik- mennirnir undir væntingum þá getur þetta lið bitið frá sér. Það ætti einnig að hjálpa liðinu að vera með reyndan mann eins og Fal Harðarson við stjórnvölinn. Þór frá Akureyri er spáð neðsta sætinu í spá KKÍ enda skortir leik- menn reynslu úr efstu deild. Þeirra er að afsanna spána. Þór sótti fjóra erlenda leikmenn til að styrkja liðið og geta þeirra mun skera úr um hvort liðið geti haldið sér uppi. Hverjir geta staðist KR-ingum snúning?  Sterk deild eins og síðasta vetur  Miklar breytingar hjá mörgum liðum Morgunblaðið/Eggert Félagaskipti Gerald Robinson leikur nú með Haukum og og Pavel Ermolinskij með Val. Kannski hefur íslenska karla- landsliðið í fótbolta aldrei fengið betri andstæðing í heimsókn en franska heimsmeistaraliðið sem mætir Íslandi á föstudaginn eftir viku. Og þó. Spænska liðið sem kom hingað 2007 var á leiðinni að vinna næstu þrjú stórmót, og Frakkar komu hingað 1998 á milli þess sem þeir unnu HM og EM. Báðir leikir fóru þó 1:1. En það verður alla vega gaman að sjá okkar menn eiga við besta lið heimsins í dag. Taka á Mbappé, Griezmann og Pogba. Ég fékk að berja þetta franska lið augum í báðum leikjum Íslands við það síðasta vetur, fyrst í 2:2- jafnteflinu í vináttulandsleik í Guingamp (einnig þekktur sem bærinn sem oftast sefur) fyrir ári og svo í 4:0-sigri Frakka í París í undankeppni EM í mars. Ef maður hugsar um mín- úturnar eftir að Mbappé var sleppt lausum í vináttulands- leiknum, og allar 90 mínúturnar í París, er ekki laust við að maður finni til vanmáttar. Þær eru hins vegar ófáar stjörnurnar sem mis- tekist hefur að skína í Laugar- dalnum síðustu sex ár. Fyrst og fremst vegna þess að við höfum átt virkilega gott lið sem veit hvernig á að spila gegn þeim bestu, en kannski spilar fleira inn í sem erfiðara er að festa fingur á; veðurfarið, leikvangurinn sjálf- ur eða einstakir stuðningsmenn. Áður en að leiknum mikilvæga kemur munu Ísland og Frakkland mætast ytra á morgun, þegar kvennalandslið þjóðanna leika vináttulandsleik í Nimes. Franska knattspyrnusambandið bauð reyndar upp á þetta tækifæri í fyrra, í tengslum við vináttu- landsleik karlaliðanna, en KSÍ af- þakkaði boðið enda var útlit fyrir að stelpurnar okkar gætu leikið í HM-umspili á svipuðum tíma. Góður andi virðist því ríkja á milli knattspyrnusambandanna. BAKVÖRÐUR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.