Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.10.2019, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019 ✝ Viktoría Krist-jánsdóttir fædd- ist í Reykjavík 29. nóvember 1944. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 23. sept- ember 2019. Foreldrar hennar voru Jóhanna Krist- jánsdóttir frá Bíldu- dal og John Conti frá Bandaríkjunum. Sonur Viktoríu er Þorkell Snorri Sigurðarson, f. 27.3. 1978. Faðir hans var Sig- urður E. Þorkelsson, f. 20.11. 1940, d. 11.11. 2005. Barn Þorkels Snorra er Kar- ítas Þorkelsdóttir, f. 15.10. 2003. Eftir gagnfræðapróf fluttist Viktoría til Bretlands, gerðist au pair og lærði þar hraðritun og ensku. Þaðan lá leiðin til Suður- Afríku þar sem hún vann ýmis störf. Viktoría vann um tíma hjá Ís- lenskum aðalverktökum á Kefla- víkurvelli, svo bóka- safni Gagnfræða- skóla Keflavíkur. Eftir það réð hún sig til Ólafs Gíslasonar & co. í Reykjavík þar sem hún vann stærsta hluta starfs- ævi sinnar. Síðustu starfsárin vann hún svo við umönnun eldri borgara í Gull- smára og Hrafnistu Kópavogi. Viktoría var virkur þátttak- andi í félagsstörfum. Hún var meðlimur í frímúrarareglunni og tók mikinn þátt í starfi Golfklúbbs Reykjavíkur. Þar sat hún meðal annars í stjórn í nokkur ár, tók þátt í unglingastarfi og var frum- kvöðull í uppbyggingu kvenna- starfs klúbbsins. Útför hennar fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 3. október 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku besta mamma. Þá er komið að stundinni sem erfiðust er. Kveðjustundinni. Það er erfitt að lýsa þeim tilfinningum og því tómarúmi sem myndast við að missa svona góða og hlýja konu eins og þú varst. Konu sem talaði aldrei illa um nokkurn mann. Konu sem setti alltaf aðra í fyrsta sætið. Konu sem tók opnum örmum af hlýju, væntumþykju og virðingu öllum sem á vegi hennar urðu. Konu sem var góð móðir, tengda- móðir, amma og vinkona. Þegar ég hugsa til baka kemur yfir mig ofboðslegt þakklæti og bros. Þakklæti fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og bros af því þú gast nú verið svo ansi skemmtileg. Skemmtileg með öll þín kvæði, ljóð og hnyttnar setningar sem þú áttir nú til að segja og senda mér og honum Bjartmari þínum við hin ýmsu tækifæri hvort sem það var á jólapakkamiðunum eða afmæl- iskortunum enda varstu ljóðelsk með eindæmum. Þú studdir mig í einu og öllu. Við að horfast í augu við sjálfan mig og í öðru sem ég lagði ástríðu við, eins og íþróttinni minni golf- inu. Þú lagðir mikið á þig til að ég gæti stundað golfið af þeim ákafa sem ég vildi. Þú keyrðir mig og sóttir á golfvöllinn á öllum tímum, vaktir mig eldsnemma á morgnana til að ég mætti á réttum tíma í keppni, eða um miðja nótt til að koma mér í flug þegar ég var að fara utan að keppa. Samhliða vannstu fulla vinnu, varst sjálf að spila golf. Einnig á kafi í stjórn og kvennastarfinu í golfklúbbnum ásamt frímúrarareglunni. Þú hljópst ekki með þín per- sónulegu málefni um allar jarðir. Samt varstu ansi lunkin við að eignast vini og kunningja í gegnum tíðina enda með svo hlýja nærveru og ríka réttlætiskennd. Mér er saga í fersku minni. Ég var ellefu ára og hafði séð golf í sjónvarpinu. Mér fannst það spennandi og spurði mömmu hvort golf væri bara fyrir gamla karla. Hún sagði að það væri bara ein leið að komast að því, dró mig samstundis út á næsta golfvöll og þar inn í virðu- legt klúbbhús. Þar sátu gamlir karlar í leðursófa og horfðu þeir skringilega á okkur. Mamma bað mig að bíða frammi meðan hún tal- aði við þá og kannaði málið. Hún kom stuttu síðar til baka rauð af reiði og haskaði okkur út í bíl. Ég spurði hana hvað þeir hefðu sagt. „Þeir sögðu að þetta væri enginn staður fyrir konur og börn, en ég skal koma okkur inn í þennan klúbb með öllum tiltækum ráðum.“ Sem og hún gerði. Fúlmennin í leð- ursófanum fengu ekkert um það að segja. Mamma var gædd þeim eigin- leika að leiðast aldrei, enda mikill lestrarhestur og bókin aldrei langt undan. Henni var margt til lista lagt og fyrir utan að vera einn öfl- ugasti hraðritari landsins og gríð- arlega góð í ensku spilaði hún á blokkflautu og gítar. Mikið ofboðslega á ég eftir að sakna þín mikið, þú einstaka kona. Ég kveð þig með ávarpinu sem ég notaði reglulega þegar við kvödd- umst: Kveðja góð, þinn „sonur sæll“. Snorri. Ég hitti Viktoríu fyrst árið 2005, en þá höfðum við Snorri nýlega kynnst. Hún tók mér opnum huga og örmum og reyndist mér fljótt afskaplega ljúf og yndisleg tengda- móðir. Hún talaði alltaf mjög fal- lega til mín og þótti mér frá upp- hafi gríðarlega vænt um hana. Hún var góð sál sem sagði aldrei styggðaryrði um neinn og kom án undantekninga vel fram við fólkið í lífi sínu. Vigga var manneskja sem lét ekki hafa mikið fyrir sér. Gat unað sér endalaust með góðan reyfara á ensku og leiddist aldrei, enda stafl- ar af spennandi kiljum í hverju horni þegar maður kom í heim- sókn. Hún fylgdist grannt með flugradar á netinu í hvert skipti sem við Snorri fórum til útlanda, vildi alltaf vera viss um hvar vélin var niðurkomin og fylgdi henni frá flugtaki til lendingar. Þetta var ekta Vigga, að fylgjast með af áhuga frá hliðarlínunni og sýna þannig án nokkurs vafa að henni væri annt um mann, án þess þó að hlutast of mikið til um annarra mál. Blanda sem ég kunni afskap- lega vel að meta í fari hennar. Vigga reyndist Snorra mínum mjög góð móðir, studdi hann gríðarvel til afreka í íþróttaiðkun og gaf honum þannig veganesti sem hefur nýst honum einstaklega vel í lífinu. Ég er henni ævinlega þakklátur fyrir það. Einnig reynd- ist hún Karítas afar góð amma, sem og vinkonu sinni Berglindi ómetanleg stoð og stytta. Ég kveð eðalkonu sem staldraði helst til stutt við. Góða ferð Vigga mín, þín verður saknað. Ég passa upp á Snorra þinn. Þinn tengdasonur, Bjartmar. Þegar dauðann ber óvænt að dyrum bregður manni mikið. Þannig varð um mig þegar Snorri sonur Viggu frænku minnar til- kynnti lát móður sinnar. Þá um nóttina hafði hún látist í svefni, öll- um að óvörum og þá sérstaklega Beggu bestu vinkonu hennar og sambýling. Við Vigga vorum systkinadætur og jafnaldrar, bjuggum í sama húsi frá átta ára aldri allt þar til við fjölskyldan mín fluttum í annað hverfi. Við gengum í sama skóla, lærðum báðar að spila á gítar og vorum saman í skátunum, en þar entist hún leng- ur en ég. Hún Vigga mín var frek- ar dul á tilfinningar sínar en ynd- isleg mannvera, mikill lestrarhestur og fróð um marga hluti, hún var mikill aðdáandi golfs og spilaði víða á árum áður. Við átt- um margar og góðar æskuminn- ingar saman. Svo skildu leiðir og við fórum okkar veg. Vigga fór ung utan til náms í Englandi, einnig fór hún til vinnu í Afríku sem einkarit- ari. Nokkru eftir að hún kom heim eignaðist hún einkasoninn og gim- steininn sinn hann Snorra, var hún þá búin að festa kaup á íbúð þar sem Snorri ólst upp hjá mömmu sinni. Þegar tími var kominn og Snorri fór að heiman leigði hún sér íbúð með Berglindi bestu vinkonu sinni. Þær voru góðar heim að sækja þrátt fyrir veikindi og erf- iðleika. Eftir að ég flutti í sama hverfi og þær varð samgangur okkar á milli miklu meiri en var og er ég ótrúlega þakklát fyrir það. Elsku Vigga, ég veit að þú ert komin heim og á stað þar þér líður mikið betur. Um leið og ég kveð þig vil ég votta Snorra syni þínum og Berglindi bestu vinkonu þinni djúpa samúð mína og geymi minn- ingu um þig í hjarta mínu. Sigrún frænka. Á Húsatóftarvelli við Grindavík fyrir aldarfjórðungi leit ég eina lilju í holti en hún bar reyndar drottningarnafnið Viktoría. Við vorum að keppa í golfi sem var íþrótt okkar beggja seinni árin. Upp frá þessari stundu urðum við perluvinkonur. Viktoría var for- maður kvennanefndar hjá GR og kom hún meðal annars á laggirnar golfmótum Art-Hún. Sigrún Gunnarsdóttir listakona var styrktaraðili og verðlaunin voru listmunir sem voru hennar hönn- un. Þessi mót voru á víxl haldin hjá GG og GR í nokkur ár. Viktoría var í stjórn í GR og fór oft í keppn- isferðir unglingsliða um landið sem einn af fararstjórum. Við Viktoría ákváðum fyrir 14 árum að sameinast um íbúð og þá varð eðlilega meiri samgangur með fjölskyldum okkar. Snorri einkasonur Viktoríu og Vignir son- ur minn spiluðu golf með mæðrum sínum. Snorri eignaðist síðan dótt- urina Karítas og var hún líf og yndi ömmu sinnar. Það bar aldrei skugga á sambúð okkar og áhuga- málin voru íþróttir og ferðalög. Viktoría fór sem ung stúlka í eitt ár til Leicester á Englandi og vann þar sem au pair. Hún bjó í Bret- landi í tvö ár og lærði til ritara. Hún þráði að ferðast um heiminn og í Jóhannesarborg var hún einkaritari og bjó þar í þrjú ár. Hún var víðförul og saman fórum við í heimsókn til Dóru dóttur minnar sem búsett er á Englandi. Það var mér mikill styrkur að fara með Viktoríu sem var komin á sinn heimavöll enda altalandi á máli innfæddra. Handknattleik spiluðum við á okkar ungpíuárum. Viktoría spil- aði með Fram og þar spilaði líka æskuvinkona hennar Jóhanna Sig- steinsdóttir. Svo vildi til að ég kynntist Jóhönnu í starfi mínu sem matráður á sambýlinu Gullsmára. Þarna bjuggu tíu konur og var þetta vinnustaður sem naut einnig starfskrafta Viktoríu eftir að hún hætti störfum hjá Ólafi Gíslasyni og Eldvarnamiðstöðinni. Þarna endurnýjuðust kynni þeirra vin- kvennanna. Vigga stóð sem klettur við hlið mér í veikindum mínum á undan- gengnum árum. Við styttum okkur stundir og horfðum á golf og bein- ar útsendingar frá þátttöku Ís- lendinga í handknattleik og knatt- spyrnu erlendis. Ég fékk hana til að fylgjast með enska boltanum, ég hélt með Liverpool en hún Leic- ester. Vigga lét sér aldrei leiðast og hún las eingöngu krimma á ensku og krossgátur voru uppáhald. Sjötugsafmæli Viggu eyddum við á ströndu á Tenerife sem var ógleymanleg ferð. Þegar Viktoría skráði sig inn á Hótel Jörð var brottfarardagur e.t.v skráður í skýin, en eins og hennar var von og vísa þá skráði hún sig út á hljóð- látan hátt. Ég held að orðatiltæk- ið„I did it my way“ hafi verið í huga hennar. Núna sitjum við Tumi heimiliskötturinn ein eftir, hugsi og sorgmædd. Blessað dýrið hefur ekki vikið úr bóli Viggu en þegar ég skrifaði þessi minningar- orð, þá stökk hann fram úr og kom til mín, eins og hann skildi hvað var um að vera. Ég þakka elsku Viggu sambúð- ina, tryggðina og vináttuna. Ég þurrka tár af hvarmi og kveð með ljóði. Vængjaveröld sál fær friðinn, látnir umofnir englum ný sýn. Drottinn vona verndar friðinn, í veröld töfranna þar sól skín. (Jóna Rúna Kvaran) Þín Berglind. Fallin er hjartans fögur rós og föl er kalda bráin. Hún sem var mitt lífsins ljós ljúfust allra er dáin. Drjúpa hjóðlát tregatárin og tómið fyllir allt. Ekkert sefar hjartasáin í sálu andar kalt. Þögul sorg í sál mér næðir, sár og vonar myrk en Drottinn ætíð af gæsku græðir og gefur trúarstyrk. Hnípin vinur harmi slegin, hugann lætur reika. Kannski er hún hinumegin í heilögum veruleika. Þú ert laus frá lífsins þrautum og liðin jarðarganga. En áfram lifir á andans brautum ævidaga langa. Heimur bjartur bíður þar og bráðum kem ég líka. Þá verður allt sem áður var er veröld finnum slíka. Drottinn verndar dag og nótt á dularvegi nýjum. Aftur færðu aukinn þrótt í eilífð ofar skýjum. Þú alltaf verður einstök rós, elsku vinan góða. Í krafti trúar kveiki ljós og kveðju sendi hljóða. (Jóna Rúna Kvaran) Ég sendi einkasyninum Snorra, Bjartmari hans, ömmustelpunni Karítas og öðrum ástvinum inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Viktoríu Kristjánsdóttur. Jóhanna B. Magnúsdóttir. Viktoría, eða Vigga eins og við kölluðum hana oftast, hefur alltaf verið hluti af lífi okkar. Vigga var einstök manneskja, góðhjörtuð með mikinn drifkraft. Heimilið hennar stóð okkur systr- um alltaf opið og hún var ætíð tilbúin að leggja sitt af mörkum við hvaða verkefni sem hún var beðin um. Þrátt fyrir flókin og stundum erfið fjölskyldutengsl gerði Vigga okkur kleift að eiga gott og innilegt samband við bróður okkar. Hátíð- isdagar eins og jólin voru okkur mikilvægir og enn í dag höldum við systkinin jólin saman. Við munum ávallt minnast hennar með hlýju, væntumþykju og þakklæti fyrir þann tíma sem við fengum að njóta með henni. Þó daginn stytti og dragi fyrir sól við dægurstrit er tímans vani ól þá getum við þó komið sé fram á kveld kveikt upp ljós við minninganna eld. (Guðrún Jóhannsdóttir) Elsku Snorri, Bjartmar, Kar- ítas og Berglind, við samhryggj- umst ykkur innilega. Minning hennar mun lifa með okkur. Kveðja, Melkorka og Þorkatla Sigurðardætur. Viktoría Kristjánsdóttir Ástkær faðir minn, afi, langafi og lífsförunautur, BJÖRN PÁLMI HERMANNSSON, fyrrverandi slökkviliðsmaður, Holtagerði 30, Kópavogi, lést á heimili sínu sunnudaginn 22. september. Útför fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 7. október klukkan 13. Birna Björnsdóttir Hildur Högnadóttir Pétur Andreas Maack Nadia Margrét Jamchi Markús Darri Maack Þórdís Jóhannesdóttir Styrmir Steinn Maack Birna Pálmadóttir Jóhannes Jökull Jóhanness. Julie Strunk Nielsen Björn Pálmi Jóhannesson og barnabarnabörn Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRHALLUR VALGARÐ AÐALSTEINSSON bifvélavirki frá Hliðskjálf, Húsavík, lést 28. september. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 5. október klukkan 13. Margrét Þórhallsdóttir Heiðar Sigvaldason Elín Þórhallsdóttir Þórhallur Óskarsson Ríkarður Þórhallsson Rebekka Ásgeirsdóttir Hólmgeir Rúnar Hreinsson Auður, Sif, Rakel og Svana Heimsins besti sonur okkar, barnabarn, uppáhalds frændi og barnabarnabarn, JÓHANN KÁRI EGILSSON hetjan okkar og sterkasti strákur í heimi, lést á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi 25. september. Jarðarförin fer fram í Hallgrímskirkju föstudaginn 11. október klukkan 13. Erla Þórisdóttir Egill Örn Sigþórsson Jóhanna Margrét Guðjónsd. Þórir Helgi Helgason Hrund Magnúsdóttir Sigþór Magnússon Margrét Þórisdóttir Þórdís Þórisdóttir Theodór Árni Mathiesen Atli Þór Sigþórsson Magnús Orri Sigþórsson Erla Þórisdóttir Helgi Sigurðsson Gíslína S. Kristjánsdóttir Guðjón Oddsson Kristín Samúelsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN ÓLAFUR JÓNSSON Kiddó, skipstjóri, Hjallatanga 22, Stykkishólmi, lést á St. Fransiskussjúkrahúsinu Stykkishólmi 29. september. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju föstudaginn 11. október klukkan 14. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á KRAFT, styrktarfélag ungs fólk með krabbamein. Reikningur 0327-26-112233, kt. 571199-3009. Starfsfólki legudeildar sjúkrahússins færum við bestu þakkir fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Þórhildur Magnúsdóttir Egill Egilsson Magnús Þór Kristinsson Wioleta Marzec Fanný Kristinsdóttir Patrick Welter Hjalti Kristinsson Anna Margrét Pálsdóttir barnabörn og langafabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN KRISTÍN VALDIMARSDÓTTIR Lækjartúni 21, Hólmavík, lést að morgni 30. september. Útför hennar fer fram frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 5. október klukkan 14. Kristinn, Valdís, Benedikt og fjölskyldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.