Morgunblaðið - 03.10.2019, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2019
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir
thora@mbl.is
Að sögn Íseyjar Grétu Þorgríms-
dóttur, hótelstjóra á Center Hotel
Laugavegi, var hugmyndafræðin á
bak við Lóu að bjóða upp á léttan
og umfram allt bragðgóðan mat í
líflegu umhverfi. „Það var einnig
mikið lagt upp úr hönnuninni, en
staðurinn er ákaflega fallega
hannaður með léttum viðarhús-
gögnum og notalegum blágrænum
litum,“ segir Ísey, en það var al-
þjóðlega hönnunarstofan I AM
sem sá um alla hönnunina.
Maturinn hins vegar er hann-
aður af Egg Soldiers, sem er
breskt fyrirtæki sem sérhæfir sig
í matarhönnun, hugmyndaþróun
og almennri greiningarvinnu fyrir
veitingastaði. Fyrirtækið er í eigu
þeirra Toph Ford og hins íslenska
Stefan Cosser, sem meðal annars
hefur starfað á The Fat Duck hjá
Heston Blumenthal. Í miðjum
veitingastaðnum er stór bar þar
sem mikið er lagt upp úr góðum
kokkteilum en jafnframt er boðið
upp á „happy hour“ milli 16 og 18.
Ísey segir jafnframt að boðið
verði upp á viðburði á staðnum og
fyrsta skrefið sé að vera með
plötusnúð á laugardagskvöldum og
lifandi tónlist á föstudagskvöldum.
Það gefur því augaleið að gestir
miðborgarinnar hafa fengið spenn-
andi valkost upp í hendurnar með
tilkomu Lóu Bar-Bistro en jafn-
framt verður boðið upp á djass í
vetur sem ætti að verða mörgum
mikið gleðiefni enda fátt sem
toppar góða tónlist og vægt verð á
barnum.
Markhópurinn er að sögn Íseyj-
ar bæði erlendir gestir og heima-
menn. Vissulega sé staðurinn á
jarðhæð hótelsins en hann sé öll-
um aðgengilegur og fyrir vikið
verði áhugaverð blanda við-
skiptavina sem skili sér í
skemmtilegri stemningu sem gest-
ir kunni að meta og auki enn við
fjölbreytileika miðborgarinnar.
Glæsilegur nýr
veitingastaður
á Laugavegi
Það er ekkert lát á spennandi nýjungum í miðborg-
inni og nýjasta viðbótin í veitingageiranum er veit-
ingastaðurinn Lóa Bar-Bistro á Center-hótelinu á
Laugavegi 95-99. Staðurinn er sérlega fallega hann-
aður og matseðillinn þykir einstaklega skemmtilegur.
Morgunblaðið/Hari
Fjölbreyttur kúnnahópur Ísey Gréta Þorgrímsdóttir hótelstjóri hjá Center hótel Laugavegi er að vonum ánægð
með Lóu Bar-Bistro og segir kúnnahópinn mjög blandaðan.
Lífleg stemning Að sögn Íseyjar var mikið lagt upp úr að staðurinn byði upp á skemmtilega stemningu.Fyrir matgæðinga Matseðillinn er girnilegur og býður upp á marga skemmtilega valkosti.
Fjölbreytt kokkteilaúrval
Það er fátt betra en að
fá sér góðan kokkteil
í fallegu umhverfi.