Morgunblaðið - 12.10.2019, Side 4
Efla samstarf um útgáfuna
Miðlar Árvakurs og CreditInfo á Íslandi hafa komist að
samkomulagi um aukið samstarf í tengslum við verkefnið
Framúrskarandi fyrirtæki sem síðarnefnda fyrirtækið
hefur staðið fyrir síðastliðinn áratug. Síðustu tvö ár hefur
Morgunblaðið haldið utan um útgáfu sérblaðs um þau
fyrirtæki sem komast á lista CreditInfo yfir framúrskar-
andi fyrirtæki. Í fyrra var einnig byggður upp vefur sem
birtir listann og viðtöl við framkvæmdastjóra nokkurra
fyrirtækja sem á honum eru. Samkvæmt nýjum sam-
starfssamningi mun Árvakur annast útgáfu Framúrskar-
andi-blaðsins næstu þrjú ár og þá er einnig stefnt að opn-
un nýs og endurbætts vefs sem heldur utan um
fyrrnefndar upplýsingar. Haraldur Johannessen, fram-
kvæmdastjóri Árvakurs og ritstjóri Morgunblaðsins,
sagði ánægjulegt að samstarf fyrirtækjanna héldi áfram,
enda hefði það reynst farsælt á síðustu árum. Brynja
Baldursdóttir, framkvæmdastjóri CreditInfo á Íslandi,
sagði samstarfið hafa gengið vel.
„Það er mikilvægt að koma upplýsingum um þau fyrir-
tæki sem eru framúrskarandi á framfæri. Þar nýtist
styrkur þeirra fjölbreyttu miðla sem Árvakur hefur á að
skipa mjög vel,“ sagði Brynja.
Listinn yfir Framúrskarandi fyrirtæki verður birtur 23.
október næstkomandi. Sama dag stendur CreditInfo fyrir
viðburði í Hörpu í tengslum við útgáfu listans og verður
hann í beinni útsendingu á mbl.is. Hinn 24. október mun
blaðið Framúrskarandi fyrirtæki fylgja Morgunblaðinu.
Víðtæk umfjöllun um
Framúrskarandi fyrirtæki
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Samstarf Brynja Baldursdóttir og Haraldur Johann-
essen undirrituðu samninginn fyrir hönd fyrirtækjanna.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019
UM PANAMASKURÐINN
& COSTA RICA
NÁNAR Á UU.IS/SIGLINGAR EÐA Í SÍMA 585 4000
VERÐ FRÁ 409.900 KR.
ÁMANNM.V. 2 FULLORÐNA
6. - 18. MARS 2020
LÚXUS SIGLING Á ISLAND PRINCESS
FARARSTJÓRI
BJÖRN ÁGÚST JÓNSSON
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Bleika slaufan, sem er árlegt átaks-
verkefni Krabbameinsfélagsins til-
einkað baráttunni gegn krabba-
meini hjá konum, gengur vel í ár.
Margir tóku þátt í bleika deginum
sem var í gær og skrýddu sig með
bleiku slaufunni, klæddust bleiku
eða lýstu skammdegið upp með
bleiku ljósi. Það er gert til þess að
konur sem greinst hafa með
krabbamein finni stuðning og sam-
stöðu.
„Við höfum fengið góðar undir-
tektir. Það er búið að rigna yfir
okkur myndum af bleikri stemn-
ingu af öllu landinu. Það er gaman
að sjá fyrirtæki og einstaklinga
nota tækifærið til að styðja átakið
og nota um leið sem hópefli,“ segir
Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir,
kynningarstjóri Krabbameins-
félagsins.
Sala á bleiku slaufunni gengur
vel og hefur farið fram úr björtustu
vonum, að sögn Sigríðar. Hún telur
að hún seljist hraðar en undanfarin
ár. Sölunni lýkur nk. þriðjudag.
Endanlegar tölur um afrakstur
söfnunarinnar liggja ekki fyrir.
Bleiki dagurinn haldinn hátíðlegur í gær í tilefni átaks Krabbameinsfélagsins
Stemningin
bleik um
allt land
Morgunblaðið/Eggert
Bleikt Guðmundur Pálsson vefstjóri færði Sigríði Sólan tertusneið á bleika deginum hjá starfsfólki Krabbameinsfélagsins.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Undirbúningur að næstu stigum
framkvæmda við nýjan Landspítala
stendur yfir. Stefnt er að því að for-
val vegna uppsteypu meðferðar-
kjarna verði auglýst á næstunni.
Samhliða er unnið að fullnaðarhönn-
un á meðferðarkjarna og rannsókn-
arhúsi og undirbúningsvinnu við
bílastæða-, tækni- og skrifstofuhús.
Umfangsmiklar jarðvegsfram-
kvæmdir á lóð Landspítala ganga
vel, að sögn Gunnars Svavarssonar,
framkvæmdastjóra Nýs Landspít-
ala. Verktakinn, ÍAV, mun ljúka
sinni vinnu á vormánuðum. Í fram-
haldinu verður haldið áfram með
gatnagerð á svæðinu.
Stefnt er að því að uppsteypa húss
fyrir meðferðarkjarna hefjist 1. apríl
nk. Gunnar segir að vonir standi til
þess að hægt verði að auglýsa forval
á næstunni. Umfangið er það mikið
að auglýsa þarf útboðið á Evrópska
efnahagssvæðinu. Reiknað er með
að fyrst verði forval og síðan lokað
útboð þar sem valið verður á milli
þeirra sem koma best út úr forvali.
Þarfagreining að hefjast
Samhliða vinnu við útboð er verið
að ljúka fullnaðarhönnun á meðferð-
arkjarnanum og rannsóknarhúsi.
Stefnt er að því að jarðvinna á lóð
rannsóknarhúss hefjist á næsta ári.
Þá er að hefjast undirbúnings-
vinna að síðustu húsunum í Hring-
brautarverkefninu. Það er bíla-
stæða-, tækni- og skrifstofuhús.
Loks má nefna að Nýjum Landspít-
ala hefur verið falið að gera þarfa-
greiningu fyrir hús fyrir dag-,
göngu- og legudeildir. Sú vinna er í
upphafsfasa, að sögn Gunnars.
Forval verður auglýst á næstunni
Uppsteypa meðferðarkjarna nýs Landspítala næst á dagskrá Unnið að fullnaðarhönnun kjarnans
og rannsóknarhúss Jafnframt er bygging bílastæða-, tækni- og skrifstofuhúss undirbúin
Ljósmynd/Nýr Landspítali
Framkvæmdasvæði Unnið er að gerð nýrra bílastæða og lokafrágangur
við sex akreina nýja akstursleið inn á lóð Landspítala stendur yfir.
Nýr Landspítali þarf að skila um
5.000 séruppdráttum vegna út-
gáfu byggingarleyfis fyrir með-
ferðarkjarna. Byggingarfulltrúi
hefur nýtt sér heimild til að út-
vista vinnunni við að yfirfara
þessar verkteikningar til hæfra
en óháðra aðila. Ríkiskaup hafa
auglýst forval fyrir nýjan Land-
spítala vegna væntanlegs út-
boðs á þessari vinnu. Er þetta í
fyrsta skipti sem þannig er
staðið að málum í stóru verki.
Teikningar
yfirfarnar
FORVAL STENDUR YFIR