Morgunblaðið - 12.10.2019, Síða 6

Morgunblaðið - 12.10.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019 Starfandi forstjóri ætlar að víkja  Starf forstjóra Reykjalundar verður auglýst  Unnið er að ráðningu framkvæmdastjóra lækninga Guðni Einarsson Þórunn Kristjánsdóttir Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS og starfandi forstjóri Reykjalundar, ætlar að víkja sem forstjóri. Þetta kom fram í tilkynn- ingu hans til starfsfólks Reykjalundar í gær. Starf forstjóra Reykjalundar verður auglýst. Settur verður forstjóri yfir stofnunina tíma- bundið fram að því að nýr verður ráðinn. Ráðn- ingarferli framkvæmdastjóra lækninga er í vinnslu. Sveinn sagði ljóst „að starfsfólk Reykjalund- ar ætlar að setja skjólstæðinga sína í fyrsta sæti og veita þá framúrskarandi meðferð sem staðurinn er þekktur fyrir“. Þá kom fram að tímabundin skerðing sem varð á hluta þjónust- unnar í fyrradag hefði verið að ganga til baka í gær. Næsti upplýsingafundur með starfsfólki er áætlaður þriðjudaginn 15. október. Starfsmenn lýstu yfir vantrausti „Ég tel að þetta eigi við um stjórn SÍBS en ekki framkvæmdastjórn Reykjalundar eins og lesa má út úr yfirlýsingunni,“ sagði Sveinn þegar hann var spurður um vantraust sem rúmlega hundrað starfsmenn á Reykjalundi lýstu yfir á stjórn Reykjalundar í fyrradag og afhentu fulltrúa heilbrigðisráðherra. Starfs- menn lýstu vantrausti á stjórn SÍBS vegna þess að stjórnin vék „forstjóra stofnunarinnar, Birgi Gunnarssyni, fyrirvaralaust úr starfi í lok september. Í gær [fyrradag] var fram- kvæmdastjóra lækninga vikið úr starfi með sama hætti“, sagði í yfirlýsingunni. Varðandi uppsögn Magnúsar Ólasonar, framkvæmdastjóra lækninga, vísar Sveinn til þess að hann sé á 72. aldursári. Starf hans hafði verið auglýst laust til umsóknar. „Þegar ég var að spyrja hann um starfslokin þá vildi svo óheppilega til að hann gaf ekkert nákvæmlega út um þau. Ég stóð í þeirri trú að það væri búið að ganga frá starfslokum við hann … því það var búið að auglýsa starf framkvæmdastjóra lækninga … Eina leiðin var að bjóða honum starfslok, sem hann þáði ekki. Þar af leiðandi var honum tilkynnt uppsögn. Honum var þakk- að fyrir mjög góð störf engu að síður.“ Morgunblaðið/RAX Reykjalundur Margir njóta endurhæfingar. Samninganefndir BSRB og aðild- arfélaga og ríkisins, Reykjavík- urborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga eru sammála um að leggja áherslu á að reyna að fá nið- urstöðu í kröfur launþegafélaganna um styttingu vinnutímans. Að frum- kvæði ríkissáttasemjara er rætt um möguleika þess að öll stéttarfélög starfsmanna sem vinna hjá ríki og sveitarfélögum komi sameiginlega að málinu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segist sjá þarna möguleika á að nálgast málið á heildstæðum grundvelli sem taki til alls opinbera geirans. Það taki hins vegar tíma að skipuleggja slíka vinnu. „Við höfum sagt að við séum tilbúin að prófa enda höfum við verið föst í sömu hjólför- unum í langan tíma. Það er fínt að reyna eitthvað annað,“ segir Sonja. Hún á von á því að það skýrist á mánudag hvort þetta vinnulag verður tekið upp eða ekki. Ef málið fer í þennan farveg verður beðið með aðrar sameiginlegar kröf- ur BSRB og launakröfur aðildar- félaganna. Á viðkvæmu stigi Sverrir Jónsson, formaður samn- inganefndar ríkisins, segir að viðræð- urnar séu á viðkvæmu stigi en vonast til að þær séu að komast á rekspöl. „Við bindum vonir við að það verði meiri gangur í viðræðunum. Hljóðið í okkar félagsmönnum er þannig að við verðum að sjá meiri þunga í þeim,“ segir Sonja. helgi@mbl.is Viðræður á breiðari grundvelli  Viðræður um vinnutíma í forgangi Borgarhakk snjallborgarinnar, nýsköp- unargáttar borgarinnar, hófst í Ráðhúsi Reykja- víkur í gær. Borgarhakkið er hugmyndaverk- efnastofa, svokallað hakkaþon, þar sem þátttakendum gefst kostur á því að vinna með skapandi hugmyndir undir leiðsögn sérfræð- inga. Verkefnavinnan fer fram í teymum og að henni lokinni kynna keppendur hugmyndir sínar fyrir dómnefnd sem velur bestu lausnina. Úrslit- in ráðast á morgun. Sigurliðið hlýtur eina millj- ón í verðlaun. Hakkaþonið er vettvangur fyrir borgarbúa að koma hugmyndum sínum á fram- færi og skapar möguleika fyrir þá sem eru með gagnlegar og vel útfærðar hugmyndir að eiga áfram samstarf við Reykjavíkurborg. Vinna skapandi hugmyndum brautargengi Morgunblaðið/Árni Sæberg Borgarhakk nýsköpunar- og þróunargáttar Reykjavíkurborgar hófst í gær NÝTT OG SPENNANDI FRÁ HOL TA Hefur þú prófað Holta drumsticks? Norðurslóðablaðið, sem átti að dreifa í gær, fylgir með Morgun- blaðinu í dag. Dreifing á blaðinu frestaðist vegna bilunar í prent- smiðju Landsprents og eru áskrif- endur beðnir velvirðingar á töfinni. Blaðið er 56 síður og fjallar um norðurslóðir, í tilefni af ráðstefnunni Arctic Circle sem fram fer í Hörpu þessa dagana. Yfirskrift blaðsins er Björgum heiminum eða Save the World, en eins og undanfarin ár kemur blaðið bæði út á íslensku og ensku. Þar er vísað í ákall ungu kyn- slóðarinnar sem víða um heiminn hefur krafist markvissra aðgerða í loftslagsmálum. Sem fyrr prýða blaðið ljósmyndir og frásagnir Ragnars Axelssonar, sem í tæp 40 ár hefur fylgst grannt með norðurslóðum. Einnig eru áhugaverð viðtöl og greinar. Sérblað um norðurslóðir fylgir blaðinu í dag Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun að veita fjögurra milljóna króna styrk af ráðstöf- unarfé ríkisstjórnar til alþjóð- legrar skákhátíðar og skákmóts á Selfossi sem fram fer dagana 19.- 29. nóvember nk. Aðalviðburður hátíðarinnar verður skákmót tíu heimsmeist- ara en allir þátttakendur hafa orðið heimsmeistarar í skák í ein- hverjum flokki. Þá verður einnig haldið barna- og unglingaskák- mót, Fischer-slembiskákmót, raðskákmót og fjöltefli, auk mál- þings um stöðu skákíþróttarinnar á Íslandi. Á Selfossi er starfrækt Fischer- setur en markmið þess er að halda á loft minningu skákmeist- arans Bobbys Fischers sem tengdist Íslandi miklum vin- áttuböndum eftir einvígi sitt við Boris Spassky í Reykjavík árið 1972. Styrkja alþjóðlega skákhátíð á Selfossi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.