Morgunblaðið - 12.10.2019, Page 14

Morgunblaðið - 12.10.2019, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019 Minning Þorsteins Inga Sigfússon- ar, prófessors, forstjóra Nýsköp- unarmiðstövar Íslands og frum- kvöðuls í vetnisnýtingu, var heiðruð sérstaklega á Arctic Circle- ráðstefnunni í Hörpu í fyrrakvöld. Þorsteinn varð bráðkvaddur 15. júlí síðastliðinn. Athöfnin var liður í fundi banda- ríska orkumálaráðuneytisins um orkuskipti í samgöngum og nýtingu hreinnar orku. Þorsteinn naut mik- illar virðingar sem frumkvöðull á því sviði á heimsvísu og var mikil- virkur í alþjóðlegu vetnissamstarfi austan hafs og vestan. Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, afhenti Bergþóru K. Ketilsdóttur, ekkju Þorsteins, áletraðan minningargrip frá IPHE, alþjóðlegum samtökum um vetnishagkerfið. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Ís- lands, minntist Þorsteins líkt og Gunter sendiherra sem sagði að Þorsteinn hefði verið „andlit Ís- lands“ hvað varðar nýorku í banda- ríska stjórnkerfinu. Einnig talaði Robert Dixon, sérfræðingur á al- þjóðaskrifstofu bandaríska orku- málaráðuneytisins og þátttakandi í starfi IPHE, um framlag Þorsteins til vetnis- og efnarafgjafamála (fuel cell) á alþjóðavísu. Þeir voru lengi samstarfsmenn og góðir vinir. Þor- steinn var, ásamt dr. Hanns- Joachim Neef, formaður fram- kvæmdanefndar IPHE í árdaga samtakanna. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Minning F.v.: Robert Dixon, bandaríska orkumálaráðuneytinu, Jón Björn Skúlason, Íslenskri nýorku, Bergþóra K. Ketilsdóttir, ekkja Þorsteins, Árni Sigfússon, bróðir Þorsteins, og Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri. Vetnissamtök heiðruðu minningu dr. Þorsteins Inga  Minnst fyrir forystu og framlag á sviði vetnisnýtingar Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á næstu 30 dögum verður farið í útboð á fjórum brúm á hringvegi 1. Er þetta liður í átaki sem ráðist var í til að fækka einbreiðum og hættulegum brúm á vegum lands- ins. Um er að ræða brú á Steinavötn í Suðursveit sem er 102 metra löng, brú á Fellsá í Suðursveit sem er 46 metrar, Brú á Kvíá í Öræf- um sem er 38 metra löng og brú á Brunná austan Kirkjubæjarklaust- urs sem er 24 metrar. Á næsta ári eru svo fyrirhuguð tvö útboð til viðbótar. Það er 160 metra löng brú á Jökulsá á Sólheimasandi og brú á Hverfisfljót. Aukin umferð um brýrnar Enn eru 36 einbreiðar brýr á hringveginum, langflestar á Suð- ur- og Suðausturlandi, að því er fram kemur á heimasíðu Vega- gerðarinnar. Einnig eru þó nokkr- ar einbreiðar brýr utan hringvegar þar sem árdagsumferð (ÁDU) er meiri en 600 bílar. Umferð um brýr landsins hefur aukist mjög síðustu ár og því hefur fjölgað þeim einbreiðu brúm sem þurfa að bera mikla umferð. Árið 2019 hafa verið byggðar sjö brýr í stað einbreiðra brúa. Þetta voru brýr í Berufjarðarbotni, yfir Hofsá í Arnarfirði, yfir Mjólká í Arnarfirði, brú á Eldvatn og yfir Loftsstaðaá, einnig brú yfir Breið- dalsá og Tjarnará. Til stóð að hefja framkvæmdir við fimm brýr til viðbótar á árinu en ekki bárust tilboð í verkefnin í vor. Enda þótt ekki hafi unnist nægi- lega hratt að útrýma einbreiðum brúm á hringvegi 1 hefur þó mikið áunnist á síðustu þrjátíu árum. Ár- ið 1990 voru einbreiðar brýr á hringvegi 1 hátt í 140 talsins. Þeim fækkaði hratt og voru orðnar um 60 talsins í kringum 2006 og 42 ár- ið 2011. Síðan hefur hægst mjög á slíkum framkvæmdum og aðeins verið breikkaðar eða byggðar nýj- ar brýr í stað sex einbreiðra brúa á átta árum. En nú stendur til að gera gang- skör að fækkun einbreiðra brúa og fjölmörg brúarverkefni fram und- an, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Brúarverkefni að fara í útboð  Fækka á einbreiðum brúm á vegum Morgunblaðið/Ásdís Átak Langflestar einbreiðar brýr eru á Suður- og Suðausturlandi. Tökum á móti gestum í glæsilegri sýningaríbúð Breiðakri 4 íbúð merkt 104 Guðbjörg Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali gudbjorg@manalind.is sími: 899 5533 Thelma Víglundsdóttir, löggiltur fasteignasali thelma@manalind.is sími: 860 4700 www.manalind.is Lágmúla 6 sími 511 1020 Opið hús Breiðakur 6-8 Garðabæ Nýtt átta íbúða fjölbýli með lyftu, á eftirsóttum stað. Þriggja og fjögurra herbergja íbúðir, 122-138 fm. Öllum íbúðum fylgja stæði í lokaðri bílageymslu. Laugardaginn 12. október frá 14:00-15:00 Sunnudaginn 13. október frá 14:00-15:00 Örfáar íbúðir eftir. Tilbúnar til afhendingar, fullbúnar án gólfefna. Verð frá 62,9 millj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.