Morgunblaðið - 12.10.2019, Síða 20

Morgunblaðið - 12.10.2019, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019 Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. SKÝR hugsun Clear Brain töflurnar eru ríkar af næringarefnum fyrir heilann og hafa góð áhrif á andlega getu og vitræna starfsemi eins og minni, eftirtekt og einbeitingu. Inniheldur: L-theanín • Valhnetuþykkni • Granatepli • Furubörkur • Pipar • B-vítamín Eskifjörður | Samþykktur hefur verið samningur um kaup Fjarða- byggðar á fasteignum í eigu Eskju hf. á Eskifirði. Um er að ræða fjögur hús við Strandgötu sem hýst hafa mötuneyti og rækjuvinnslu, nr. 38 og 38a, gamla frystihúsið við Strand- götu 40 og loks frystigeymsluna. Að sögn Gunnars Jónssonar bæjarritara er kaupverðið tæpar 35 milljónir króna og skal seljandi sjá um niðurrif eignanna og verkinu lok- ið fyrir árslok 2020. Með niðurrifi framangreindra eigna skapast tækifæri til að hanna nýjan miðbæ á Eskifirði og hafa bæjaryfirvöld falið eigna-, skipu- lags- og umhverfisnefnd að hefja endurskoðun á aðalskipulagi og deiluskipulagi miðbæjarins með til- liti til þessara breytinga. Ennfremur hafa samningsaðilar samþykkt kaupsamninga og afsal vegna makaskipta, þar sem Eskja afsalar sér skrifstofuhúsnæði sínu á Strandgötu 39 en fær í staðinn fyrr- verandi dvalarheimili aldraðra í Bleiksárhlíð 56. Fjarðabyggð kaupir af Eskju  Fjögur hús verða rifin í miðbænum Morgunblaðið/Emil Thorarensen Eskifjörður Hluti húsanna sem Fjarðabyggð keypti af Eskju til niðurrifs. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Stjórn Faxaflóahafna sf. fjallaði gær um minnisblað sem Gísli Gíslason hafnarstjóri og aðrir yfirmenn höfðu tekið saman um Sundabraut. Eins og fram hefur komið í fréttum telur Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra að lágbrú úr Sundahöfn yfir í Gufunes sé fýsi- legur kostur til að þvera Kleppsvík. Í bókun tekur stjórnin undir með hafnarstjóra að út frá hags- munum hafnar- innar og þeirrar samfélagslega mikilvægu starfsemi sem fram fer í Sundahöfn sé enginn vafi að jarð- göng séu hagfelldari kostur við þverun Kleppsvíkur en lágbrú. Almennt neikvæð áhrif „Hinn meginvalkosturinn sem nú er til umræðu, lágbrú, hefur al- mennt neikvæð áhrif á þróunar- möguleika Sundahafnar, tekjuþróun hafnarinnar og leiðir af sér fjárfest- ingarþörf, sem ekki er tímabær í dag. Að auki er ljóst að lágbrú myndi hafa veruleg og jafnvel af- drifarík áhrif á starfsemi margra fyrirtækja á svæði sem yrðu innan brúar og hefði í för með sér mikinn samfélagslegan kostnað í uppbygg- ingu nýrra mannvirkja sem á end- anum myndi ekki síst lenda á skatt- greiðendum. Nauðsynlegt er að vinna mun nákvæmari greiningar á þessum valkostum, þ.m.t. með tilliti til kostnaðar – ábatagreiningar og umhverfisáhrifa,“ segir í bókun hafnarstjórnarinnar. „Minnisblað hafnarstjóra dregur vel fram helstu sjónarmið varðandi þá tvo valkosti sem skýrsla ráðherra og SSH leiddi í ljós: jarðgöng eða lágbrú yfir Kleppsvík. Niðurstaðan sýnir að lágbrú myndi raska veru- lega hafnarstarfsemi í Sundahöfn sem er ein mikilvægasta lífæð at- vinnulífs og heimila í landinu sem stærsta inn- og útflutningshöfn landsins,“ segir Skúli Helgason, for- maður stjórnar Faxaflóahafna. „Miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja sýnist mér augljóst að af- leiddur kostnaður við lágbrú myndi hlaupa á tugum milljarða króna fyrir utan beinan framkvæmdakostnað. Það er kostnaður sem myndi að mestu leggjast á ríkið og þar með skattgreiðendur. Þá er ekki tekið nema að litlu leyti tillit til þeirrar miklu röskunar sem yrði á starfsemi skipafélaganna.“ Skúli segir málið langt frá því tilbúið til ákvörðunar. „Það er ljóst að byggt er á gömlum og ófullnægj- andi gögnum, og því þarf að ráðast í mun nákvæmari rannsóknir á heild- arkostnaði við þessar tvær leiðir, þar sem allur kostnaður og væntan- legur ábati er tekinn með í reikning- inn. Þar þarf að taka fullt tillit til umhverfisáhrifa beggja kosta.“ Hafnarstjórnin hafnar lágbrú  Myndi hafa veruleg og jafnvel af- drifarík áhrif á starfsemi fyrirtækja Morgunblaðið/Ómar Sundahöfn Lágbrú myndi hafa mikil áhrif á höfnina og starfsemi. Skúli Helgason Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta var einfaldlega það mikil rigning að kerfið hafði ekki undan,“ segir Ármann Viðar Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar hjá Fjallabyggð. Á Siglufirði flæddi upp um niður- föll og brunna á fimmtudagskvöld í kjölfar mikillar rigningar í hvassri norðanátt. Slökkvilið Fjallabyggðar var kallað út og aðstoðaði við dæl- ingu en vatn flæddi inn í nokkra kjallara. Björgunarsveitir voru einnig til taks ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins. Siglfirðingar eru ýmsu vanir eftir flóð í bænum síðustu ár en Ármann segir að enginn hafi séð ástandið á fimmtudaginn fyrir. „Úrkoman var 63 millimetrar á sex klukkutímum. Til samanburðar var úrkoman um þrjátíu millimetrar á Ólafsfirði, skammt undan, og svipuð á Akur- eyri. Við eigum að fá viðvaranir en þetta var einfaldlega öfgarigning og við áttum ekki von á því hún yrði svona mikil.“ Hann segir að ágætlega hafi gengið að fást við vatnsflauminn, sérstaklega upp úr miðnætti þegar rigningunni fór að slota. Upplýsing- ar um tjón lágu ekki fyrir þegar Morgunblaðið ræddi við Ármann. Bæjarbúar voru rétt að átta sig á ástandinu. „Bæjarverkstjórinn fékk að sofa út eftir törnina,“ sagði Ár- mann. Eins og áður segir eru Siglfirð- ingar ýmsu vanir. Svokallaðar „hamfararigningar“ gengu yfir bæ- inn 2015 og önnur gusa kom 2017. Unnið hefur verið að endurbótum á holræsakerfinu í kjölfarið, bæði á Siglufirði og Ólafsfirði. „En þetta ár hefur verið sérstaklega slæmt,“ seg- ir Ármann. Um miðjan ágúst flæddi um bæinn, sama um miðjan sept- ember, en þá náðu bæjarbúar að halda í horfinu, og að nýju nú í vik- unni. Unnið er að lausnum á vanda- málinu, að sögn Ármanns. „Núna er verið að vinna í því að fjölga dælum í þessum tveimur dælubrunnum sem við erum með. Við ætlum að fá inn aukadælur til að ná þessum toppum. Ég er reyndar ekki viss um að þær hefðu dugað á fimmtudaginn, það kom svo mikið á skömmum tíma. Þessar varadælur ættu að vera komnar í gagnið fyrir leysingarnar í vor.“ Ármann segir að með endurbót- um á holræsakerfinu hafi verið kom- ið í veg fyrir að flóðs og fjöru gætti. Hins vegar standi eyrin á Siglufirði svo neðarlega að þegar stórstreymt er sé hætta á flóðum. „Þetta eru að- stæðurnar sem við eigum við og samfara svona mikilli úrkomu kemst vatnið ekkert í burtu.“ Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Flóð Vatn flæddi upp um niðurföll og brunna á Siglufirði á fimmtudagskvöld. Slökkvilið aðstoðaði við dælingu. Siglfirðingar sáu ekki „öfgarigningu“ fyrir  Mikil flóð í bænum á fimmtudag  Úrkoman nam 63 mm

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.