Morgunblaðið - 12.10.2019, Side 25

Morgunblaðið - 12.10.2019, Side 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019 Brosa Ferðamenn bregða á leik á Klapparstígnum. Vissara að eiga góða mynd frá Íslandsferðinni. Eggert Alþjóðlegur gigt- ardagur er haldinn árlega, 12. október. EULAR, Evrópu- samtök félaga í bar- áttunni við gigtar- og stoðkerfissjúkdóma sameinast í ár um að vekja athygli á snemmgreiningu gigt- arsjúkdóma eða gigt- ar. Gigt er ekki einn sjúkdómur heldur eru gigtarsjúkdómarnir hátt á annað hundrað og allir geta fengið gigt óháð aldri og greinast árlega um 12-14 börn með gigt hér á landi. Gigt er langvinnur sjúk- dómur og getur haft varanleg áhrif á getu og færni fólks til starfa. Algengustu gigtarsjúkdóm- arnir eru slitgikt, iktsýki og vefja- gigt. Með snemmgreiningu og við- eigandi ráðstöfunum er hægt að koma í veg fyrir óbætanlegan skaða sem gigt getur valdið, ekki aðeins á liðum og stoðkerfi, hún getur líka haft margvísleg áhrif á önnur líffæri. Gigt hefur einnig áhrif á andlega líðan fólks og fé- lagslega færni þess þannig að fjöl- þætt meðferð er oft nauðsynleg. Meðferðir eru ólíkar við mismun- andi gigtarsjúkdómum og hafa líf- tæknilyf sem virka á bólgu- sjúkdóma aukið lífsgæði margra. Heilbrigður lífsstíll og hreyfing við hæfi er ef til vill það sem getur bætt líðan og færni fjöldans. Sjúkra- og iðjuþjálfun er líka mik- ilvægur þáttur í því að viðhalda færni fólks í daglegu lífi. Það sýndi sig þegar greiðsluþátttaka heilbrigðiskerfisins í sjúkraþjálfun var aukin og fleiri höfðu tök á að sækja sér þessa þjónustu að þá dró verulega úr nýgengi örorku hjá fólki með gigt og annan stoð- kerfisvanda. Talið er að einn af hverjum fimm fái gigtarsjúkdóm einhvern tímann á lífsleiðinni. Skýrsla emb- ættis landlæknis sem kom í síð- asta mánuði um aðgengi gigt- arsjúklinga að göngudeildarþjónustu og að gigt- arlæknum veldur verulegum áhyggjum. Þar kemur fram að biðtími til að komast til gigt- arlæknis getur verið frá tveimur upp í tólf mánuði. Að auki þarf sjúklingur í flestum tilfellum að hafa til- vísun frá heim- ilislækni til þess að geta bókað tíma hjá sérfræðingi og eykur það enn á biðtímann. Eins og fram hefur komið er vandi gigtarsjúklinga oft fjölþættur og bið eftir sérfræð- ingum getur þá lengst til muna. Einstaklingum með vefjagigt er sérstaklega sinnt í Þraut – miðstöð vefjagigtar og tengdra sjúkdóma en þar getur biðtími verið tvö til þrjú ár og þar eru að jafnaði 600 manns á biðlista. Aðstaða fólks er líka misjöfn eftir búsetu og aðeins er einn starfandi gigtarlæknir utan höfuðborgarsvæðisins. Þegar fólk er orðið svo illa haldið að það þarf á liðskiptum að halda þá bætist við biðin eftir aðgerð. Snemmgreining og langir biðlist- ar fara því ekki alveg saman sam- kvæmt ofansögðu. Hvað er til ráða? Margir gigtarsérfræðingar eru að komast á eftirlaunaaldur og það þarf að vera hvatning fyrir sérfræðinga sem starfa erlendis að snúa heim. Það þarf líka að hvetja sjúkraþjálfara og ekki síður iðju- þjálfa sem mikill skortur er á að sérhæfa sig í gigtarsjúkdómum. Vissulega er þetta kostnaðarsöm þjónusta en það kostar enn meira að hafa fólk í þjáningum og ófært um að taka þátt í lífi og starfi. Eftir Dóru Ingvadóttur »Evrópusamtök fé- laga í baráttunni við gigtar- og stoðkerfis- sjúkdóma sameinast í ár um að vekja athygli á snemmgreiningu gigtar- sjúkdóma eða gigtar. Dóra Ingvadóttir Höfundur er formaður Gigtarfélags Íslands. Snemmgreining og biðlistar Um aldamótin 1900 voru Reykvíkingar ein- ungis 6.000 talsins. Þá höfðu þeir rætt í nokk- ur ár um rafvæðingu bæjarins til lýsinga og vélaafls með virkjun Elliðaánna. Fyrsta ára- tug 20. aldar var mikið og skynsamlega skraf- að um rafvæðingu og gasvæðingu í Reykja- vík. Þessi litli og afskekkti bær á norðurhjara veraldar stóð á þrösk- uldi nýrrar tækni, gerði sér vel grein fyrir því, og skáldið og fyrsti inn- lendi ráðherrann orti: Dagur er risinn, öld af öld er borin, aldasól ný er send að skapa vorin. Árdegið kallar, áfram liggja sporin. Enn er ei vorri framtíð stakkur skorinn. Verkfælni og sjálfumgleði En nú er annar Dagur og öldin önnur. Meirihluti núverandi borg- arstjórnar hefur ekkert gaman af svona ævintýrum og er í nöp við all- ar framkvæmdir, ekki síst eftir að þau reyndu að gera við braggann sem nú er búið að loka. Þau telja lík- lega flest að barátta forfeðra þeirra fyrir mannsæmandi lífi hafi verið háskaleg að- för að lífríki jarðar. Þau eru yfirleitt á því að flest það sem gert var í Reykjavík þar til þau sjálf komust til vits og ára hafi verið mistök á mistök ofan og tala með hroka um að „leiðrétta“ fyrra skipulag. Helst eru þau þá á því að best sé að gera ekki neitt og hafa fylgt því vel eftir. Sagnfræðileg goðsögn um bílaborg Flestir í meirihluta borgar- stjórnar hallast að þeirri röngu söguspeki að illa innrættir sjálfstæð- ismenn hafi dreift byggð í Reykjavík út um holt og hæðir svo hún yrði bandarísk bílaborg og þeir sjálfir gætu grætt á bílainnflutningi. En kjarni málsins er sá, að fjölskyldu- bílar urðu ekki almenningseign hér á landi fyrr en á sjöunda og áttunda áratugnum, og að borgin var einmitt byggð á holtum og hæðum því það þótti of dýrt að byggja í víðfeðmum mýraflákunum þar á milli. Það var kannski eins gott því það að opna heilu mýraflákana fyrir íbúðabyggð hefur í för með sér feikilega kolefn- islosun. Ef t.d. Reykjavíkurflug- völlur yrði lagður niður og Vatns- mýrin rist upp í þessum tilgangi yrðu það vistfræðilegar hamfarir, líklega á við nokkurra ára umferð- armengun í borginni. Samgöngubylting Og enn banka upp á nýir tímar með nýja tækni. Við stöndum nú á þröskuldi tæknibyltingar í sam- göngumálum. Sú bylting mun hvorki viðhalda „einkabílisma“ í núverandi mynd, né innleiða þær almennings- samgöngur sem meirihluti borgar- stjórnar gælir nú við í sinni sí- breytilegu Borgarlínu. Samgöngubyltingin mun m.a. felast í orkuskiptum ökutækja, sjálfakandi ökutækjum, fjölgun fisfarartækja, byltingu í bestun og samræmingu umferðar, margfalt betri nýtingu umferðarmannvirkja og geymslu- svæða ökutækja, draga úr umferðar- mengun og umfangi umferðarmann- virkja, auka umferðaröryggi, gera samgöngur ódýrari, bjóða upp á ein- staklingsmiðaðar og almennings- miðaðar ferðir og sambland af hvoru tveggja og byggja á umhverfisvernd og frjálsu vali einstaklinga. Tillaga í borgarstjórn Næsta þriðjudag mun ég leggja fram tillögu okkar sjálfstæðismanna í borgarstjórn, sem lýtur að þessum tækninýjungum í samgöngum. Til- lagan tekur mið af nýjum umferð- arlögum sem taka munu gildi um næstu áramót en þau m.a. heimila akstur og prófanir sjálfakandi öku- tækja. Forsenda fyrir greiðri þróun á því sviði eru m.a. heildarúttekt og samræming á umferðarmerkjum og umferðarmerkingum, á skiltum og yfirborði vega, stíga, gangbrauta og gangstétta. Borgarstjórn úti á þekju Það er athyglisvert að þessi bylt- ing sem nú er í burðarliðnum hefur algjörlega farið fyrir ofan garð og neðan hjá vinstri meirihlutanum í Reykjavík. Ég man ekki eftir að hafa heyrt neinn úr þeim hópi minn- ast nokkurn tíma á þessar breyt- ingar né hugsanlegar afleiðingar þeirra. Hvað þá að þau hafi stofnað starfshópa til að huga að þeim mál- um. Ein af mörgum brotalömum hugmyndar um Borgarlínu felst í því að hún sér ekki fyrir ýmsar megin- forsendur sem breytast með þessari byltingu. Í samgöngusamningnum er hvergi minnst einu orði á sjálf- akandi ökutæki. Borgarstjórnar- meirihlutinn er því eins og óupp- lýstir afdalabændur miðað við þær 6.000 sálir í Reykjavík sem ræddu af áhuga og skilningi um nýja orku- gjafa fyrir 120 árum. En hvers vegna? Tækniframfarir eða pólitískur geðþótti Jú, tækniframfarir hins frjálsa markaðar raska pólitískri sannfær- ingu vinstri meirihlutans. Þau eru yfirleitt þeirrar skoðunar að sam- félagið skiptist í gott fólk og slæmt. Í stjórnmálum skiptir mestu að við kjósum góða fólkið á þing og í borg- arstjórnir svo það geti látið gott af sér leiða og skammtað okkur lífs- gæði. Það passar ekki alveg inn í þessa mynd að frjáls markaður frjálsra einstaklinga leysi betur og fyrr vandamál samtímans, heldur en geðþóttaákvarðanir misviturra stjórnmálamanna sem líta stórt á sig og eru margbúnir að lýsa því yfir hversu góðir og ábyrgir þeir séu. En við sjáum til á þriðjudag. Lengi skal manninn reyna. Eftir Mörtu Guðjónsdóttur » Tækniframfarir hins frjálsa mark- aðar raska pólitískri sannfæringu vinstri meirihlutans. Marta Guðjónsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Tækniframfarir eða pólitískur geðþótti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.