Morgunblaðið - 12.10.2019, Qupperneq 29
AKUREYRARKIRKJA | Fjölskyldu-
samvera kl. 11. Bleikt þema, biblíu-
saga, skapandi smiðjur og yngri
barnakór Akureyrarkirkju syngur. Um-
sjón Sonja, Sigrún Magna og Sigríður
Hulda. Bleik messa kl. 20. Prestur er
Stefanía G. Steinsdóttir. Ræðumaður
kvöldsins er Ragnheiður Jakobsdóttir.
Kammerkórinn Ísold syngur undir
stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteins-
dóttur. Anna Skagfjörð syngur einsöng
og Dilja Finnsdóttir leikur á fiðlu. Tekið
verður við samskotum til styrktar
Krabbameinsfélagi Akureyrar og ná-
grennis.
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir
altari ásamt Færeyjabiskup Jógvan
Friðrikssyni sem prédikar í messunni.
Sunnudagaskólinn á sama tíma í
safnaðarheimili kirkjunnar. Umsjón
hafa Anna Sigríður Helgadóttir og Birk-
ir Bjarnason.
ÁSKIRKJA | Útvarpsmessa og barna-
starf kl. 11. Kristný Rós Gústafsdóttir
djákni sér um samverustund sunnu-
dagaskólans. Sigurður Jónsson sókn-
arprestur prédikar og þjónar fyrir alt-
ari. Kór Áskirkju syngur. Organisti er
Bjartur Logi Guðnason. Kirkjukaffi í
Ási eftir messu, þar sem fermingar-
börnin bjóða upp á meðlæti, og fá af-
hentar biblíur að gjöf frá Safnaðar-
félagi Áskirkju.
Ástjarnarkirkja | Messa 13. október
kl. 17. Sr. Bolli Pétur Bollason segir
söguna af köllun Móses og Kári
Allansson stjórnar safnaðarsöng.
Ástjarnarkirkja býður kirkjugestum til
kvöldverðar að messu lokinni.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga-
skóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Um-
sjón með stundinni hafa Sigrún Ósk,
Þórarinn og Guðmundur Jens.
BORGARNESKIRKJA | Sr. Þorbjörn
Hlynur Árnason þjónar fyrir altari kl.
11. Kirkjukór Borgarneskirkju leiðir
sálmasöng undir stjórn Steinunnar
Árnadóttur. Fermingarbörnin flytja
stutta hugvekju um bænina. Kaffi
verður á könnunni í anddyri kirkjunnar
að messu lokinni. Sunnudagaskóli kl.
13 undir stjórn Heiðrúnar Helgu og sr.
Brynhildar Óla Elínardóttur.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Sunnudaga-
skóli kl. 11 í umsjá Steinunnar Þor-
bergsdóttur, djákna og Steinunnar
Leifsdóttur. Messa kl. 11. Prestur Sig-
hvatur Karlsson. Félagar úr Kór Breið-
holtskirkju syngja undir stjórn Arnar
Magnússonar organista. Veitingar eft-
ir messu í safnaðarsal kirkjunnar.
Ensk bæna- og lofgjörðarstund kl. 14.
Prestur Toshiki Toma.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur er Gunnar Sigurjónsson.
Organisti er Sólveig Sigríður Ein-
arsdóttir. Samkór Kópavogs leiðir
söng. Veitingar í safnaðarsal að
messu lokinni. Fermingarfræðsla að
messu lokinni.
Dómkirkja Krists konungs,
Landakoti | Messa á sunnud. kl.
8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku,
kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku.
Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl.
8, lau. kl. 18 er vigilmessa.
DÓMKIRKJAN | Messa og sunnu-
dagaskóli á kirkjuloftinu kl. 11. Séra
Sveinn Valgeirsson prédikar og
þjónar. Vinir Marteins fyrrum Dóm-
kórsfélagar syngja, Erla Rut Káradóttir
er organisti.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Barna- og
fjölskyldumessa kl. 10.30. Barnakór
kirkjunnar syngur, stjórnandi og undir-
leikari Torvald Gjerde. Sr. Þorgeir Ara-
son og leiðtogar sunnudagaskólans
stýra stundinni og Mýsla og Rebbi láta
sig ekki vanta. Hressing og litamynd í
lokin. Biblíuleshópur hittist alla mið-
vikudaga í október og nóvember kl. 17
á kaffistofu kirkjunnar. Lesnir valdir
kaflar úr Jóhannesarguðspjalli og rætt
um efnið.
FELLA- og Hólakirkja | Bleik messa
sunnudag. Kirkjan tekur þátt í átaki
Bleiku slaufunnar til stuðnings
krabbameinsrannsóknum og heldur
Bleika messu. Hvetjum alla að mæta í
bleiku. Kór kirkjunnar syngur undir
stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organ-
ista. Sunnudagaskóli á sama tíma í
umsjá Mörtu og Ásgeiri. Meðhjálpari
Kristín Ingólfsdóttir. Kaffisopi eftir
stundina.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fjöl-
skyldumessa kl. 14. Séra Hjörtur
Magni Jóhannsson og séra Sigurvin
Lárus Jónsson leiða stundina. Ferm-
ingarbörn taka þátt. Hljómsveitin
Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina
leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunn-
arssyni organista. Barnakór Fríkirkj-
unnar syngur undir stjórn Álfheiðar
Björgvinsdóttur. Við hvetjum fjöl-
skyldur fermingarbarna til að mæta og
vera með börnum sínum í guðsþjón-
ustunni.
GLERÁRKIRKJA | Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Sr. Stefanía G.
Steinsdóttir þjónar. Kór Glerárkirkju
leiðir söng undir stjórn Petru Bjarkar
Pálsdóttur organista. Umsjón með
sunnudagaskóla: Sunna Kristrún
djákni.
GRAFARVOGSKIRKJA | Umhverfis-
messa kl. 11. Dr. Jim Antal prédikar í
messunni, en hann hefur verið að-
gerðarsinni í umhverfismálum frá
fyrsta Jarðardeginum árið 1970. Í
messunni þjónar einnig séra Arna Ýrr
Sigurðardóttir. Organisti er Hákon
Leifsson og Kór Grafarvogskirkju leiðir
söng. Eftir messuna gefst tækifæri til
að ræða við dr. Jim Antal um umhverf-
ismál. Sunnudagaskóli er á neðri hæð
kirkjunnar. Umsjón hefur Þóra Björg
og Hólmfríður og undirleikari er Stefán
Birkisson.
GRAFARVOGUR – KIRKJUSELIÐ Í
SPÖNG | Selmessa kl. 13. Séra Guð-
rún Karls Helgudóttir prédikar og þjón-
ar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson
og Vox Populi leiðir söng.
GRENSÁSKIRKJA | Messa kl, 11.
Sr. Pálmi Matthíasson messar og
Ásta Haraldsdóttir er við hljóðfærið.
Félagar úr Vox Feminae leiða söng og
messuþjónar aðstoða. Heitt á könn-
unni á undan og eftir messu. Listahá-
tíð barnanna er á sama tíma í Bú-
staðakirkju.
GRINDAVÍKURKIRKJA | Krabba-
meinsfélag Suðurnesja og kirkjur á
Suðurnesjum standa fyrir Bleikri
messu kl. 20. Sr. Elínborg Gísladóttir
og sr. Brynja Þorsteinsdóttir þjóna.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti |
Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11.
Prestur er Leifur Ragnar Jónsson, org-
anisti er Hrönn Helgadóttir og kór
Guðríðarkirkju syngur. Sunnudagskól-
inn verður á sínum stað og Pétur
Ragnhildarson sér um töfrabrögð.
Kirkjuvörður er Lovísa Guðmunds-
dóttir, kaffisopi í boði eftir messuna.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa
og sunnudagaskóli kl. 11.
Sameiginlegt upphaf. Forsöngvari Þór-
unn Vala Valdimarsdóttir. Organisti er
Þorvaldur Örn Davíðsson. Prestur er
Þórhildur Ólafs. Leiðtogi sunnudaga-
skólans Bylgja Dís Gunnarsdóttir.
Hressing í Ljósbroti safnaðarheimilis-
ins Strandbergs eftir stundirnar.
Miðvikudagur: Messa kl. 8.15 For-
söngvari Smári Ólason. Prestur er Þór-
hildur Ólafs.
HALLGRÍMSKIRKJA | Peter-Fischer
Möller, Hróarskeldubiskup, heldur fyr-
irlestur kl. 9.30 um Grænu kirkjuna í
Danmörku. Umhverfismessa og
barnastarf kl. 11. Frú Agnes M. Sig-
urðardóttir, biskup Íslands, sr. Irma
Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Sigurður Árni
Þórðarson þjóna. Dr. Mark MacDo-
nald, biskup frumbyggja í Kanada inn-
an Anglikönsku kirkjunnar, prédikar.
Hópur messuþjóna aðstoðar. Org-
anisti er Björn Steinar Sólbergsson.
Félagar úr Schola cantorum syngja.
Umsjón barnastarfs hafa Rósa Árna-
dóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11 í
tengslum við Arctic Circle-
ráðstefnuna. Í messuna kemur Beat-
rice Dossah, aðgerðasinni í
umhverfismálum frá Gana. Halldór
Reynisson, verkefnisstjóri umhverfis-
mála á Biskupsstofu, þjónar fyrir alt-
ari. Kordía, kór Háteigskirkju, syngur.
Organisti er Guðný Einarsdóttir. Heitt
kaffi á könnunni eftir messu.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Bleik
messa kl. 11. Inga Björk Færseth
Ólafsdóttir félagsráðgjafi hjá Krabba-
meinsfélaginu flytur erindi . Kór Hjalla-
kirkju syngur undir stjórn Láru Bryndís-
ar Eggertsdóttur organista. Prestur er
Sunna Dóra Möller.
Léttar veitingar í safnaðarheimili að
lokinni messu. Frjáls framlög renna til
Krabbameinsfélags Íslands.
Við hvetjum fólk til að fjölmenna í
messu og mæta í bleiku.
HÓLANESKIRKJA Skagaströnd |
Taizè-messa – kyrrðarstund kl. 20.
Lesnir eru ritningartextar úr Biblíunni,
fyrirbænir og þögn til íhugunar. Alt-
arisganga. Taizè-söngvar byggjast á
endurteknu söngstefi sem kallar fram
hughrif kyrrðar. Sr. Bryndís Valbjarnar
leiðir stundina. Kór Hólaneskirkju
syngur undir stjórn Hugrúnar Sifjar
Hallgrímsdóttur organista og kór-
stjóra. Tekið er við fyrirbænum í kirkj-
unni. Einnig má hafa samband við
sóknarprestinn. Sunnudagaskólinn er
að venju kl. 11.
KÁLFATJARNARKIRKJA | Messa
sunnudag 13. október klukkan 14. Sr.
Bolli Pétur Bollason þjónar fyrir altari
og prédikar og kór Kálfatjarnarkirkju
syngur undir stjórn organistans Kára
Allanssonar. Kirkjukaffi að messu lok-
inni. Fermingarbörn og foreldrar sér-
staklega hvött til að mæta.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudaga-
skóli og KFUM & KFUK messa kl. 13.
Félagar úr kór KFUM undir stjórn Lauf-
eyjar Geirlaugsdóttur leiða okkur í
söng. Sigurbjörn Þorkelsson flytur
hugvekju. Sr. Fritz Már Jörgensson
þjónar fyrir altari. Eftir stundina er
súpusamvera í Kirkjulundi.
Miðvikudaginn 16. október er kyrrðar-
stund í kapellu vonarinnar kl. 12.
Súpa í Kirkjulundi að stundinni lok-
inni.
Föstudaginn 18. október er kyrrðar-
bænastund í kapellu vonarinnar kl.
12.
Kirkja heyrnarlausra | Messa í
Grensáskirkju kl. 14. Prestur er Krist-
ín Pálsdóttir. Táknmálskórinn syngur
undir stjórn Eyrúnar Ólafsdóttur. Kaffi
og kaka eftir messuna.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Dr. Karl Sigurbjörnsson prédik-
ar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór
Kópavogskirkju syngja undir stjórn
Lenku Máteóvá, kantors. Sunnudaga-
skóli á sama tíma í safnaðarheimilinu
Borgum.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11.
Sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar. Gra-
duale Futuri syngur undir stjórn Sunnu
Karenar Einarsdóttur. Organisti er
Magnús Ragnarsson. Sara Gríms-
dóttir tekur á móti börnunum í sunnu-
dagaskólanum. Léttur hádegisverður
eftir messu.
LAUGARNESKIRKJA | Fjöl-
skyldumessa kl. 11. Ungmenni að-
stoða við tónlistarflutning og helgi-
hald. Sr. Hjalti Jón Sverrisson leiðir
stundina ásamt Elísabetu Þórðar-
dóttur organista. Betri stofan Hátúni
12 kl. 13. Helgistund með sr. Hjalta
Jóni og Elísabetu organista.
15.10.: Kyrrðarbæn kl. 20. Kristin
íhugun. Kirkjan opnuð 19.40.
17.10.: Kyrrðarstund í Áskirkju kl. 12.
Hádegisverður og opið hús á eftir.
LÁGAFELLSKIRKJA | Bleik kvöld-
messa kl. 20. Gunnjóna Una Guð-
mundsdóttir, félagsráðgjafi hjá
Krabbameinsfélaginu, flytur hugleið-
ingu. Sr. Elín Salóme Guðmundsdóttir
les ritningarlestra. Sr. Arndís G. Bern-
hardsdóttir þjónar fyrir altari. Kirkjukór
Lágafellssóknar syngur undir stjórn
Þorvaldar Arnar Davíðssyni organista.
Hvetjum alla til að mæta í bleiku.
Sunnudagaskóli kl. 13.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Messa kl. 20. Ferm-
ingarbörn og fjölskyldur eru sér-
staklega boðin velkomin. Unglinga-
gospelkór Lindakirkju undir stjórn
Áslaugar Helgu Hálfdánardóttur leiðir
lofgjörðina. Tónlistaratriði frá ferming-
arbörnum. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar.
Mosfellskirkja í Grímsnesi |
Sunnudagur 13. okt. kl. 14. Séra
Skírnir Garðarsson messar og prédik-
ar, sálmasöngur við undirleik Jóns
Bjarnasonar.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf
kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Peter-
Fischer Möller, Hróarskeldubiskup,
prédikar. Prédikunin verður flutt á
dönsku en handrit með þýðingu verð-
ur aðgengilegt. Félagar úr Kór Nes-
kirkju syngja. Organisti Steingrímur
Þórhallsson. Prestur er Skúli S. Ólafs-
son. Umsjón með sunnudagaskóla:
Katrín Helga Ágústsdóttir, Gunnar Th.
Guðjónsson og Ari Agnarsson. Sam-
félag og kaffisopi á Torginu eftir
messu!
NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-
Njarðvík | Sunnudagskóli hefst kl. 11
í safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju
(Innri). Ekki verður guðsþjónusta í
Njarðvíkurkirkjum.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Galdra-
messa, töfrabrögð. Messa 13. októ-
ber kl. 14 . Séra Pétur þjónar. Kór
safnaðarins undir stjórn Svetlönu Ves-
hcagina. Kaffisala kórsins eftir
messu. Messugutti er Petra Jóns-
dóttir og mun Ólafur Kristjánsson taka
á móti kirkjugestum.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Óli og Jóhann leiða stundina.
Gusþjónusta kl. 14. Kirkjudagur Rang-
æinga. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson
prédikar. Félagar úr Kór Seljakirkju
leiða söng. Organisti er Tómas Guðni
Eggertsson. Að lokinni guðsþjónustu
verður messukaffi í boði Rangæing-
afélagsins.
SELTJARNARNESKIRKJA | Guðs-
þjónusta og sunnudagaskóli kl. 11.
Sr. Tómas Sveinsson þjónar. Friðrik
Vignir Stefánsson er organisti. Sveinn
Bjarki og leiðtogar sjá um sunnudaga-
skólann. Félagar úr Kammerkór Sel-
tjarnarneskirkju syngja. Kaffiveitingar
og samfélag eftir athöfn í safn-
aðarheimilinu.
SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Biblíusaga, kirkju-
brúður og söngur. Umsjón hefur sr.
Sigríður Rún Tryggvadóttir ásamt að-
stoðarleiðtogum. Bleik messa kl. 18.
Kvöldstundin verður helguð árvekniá-
taki Krabbameinsfélagsins, Bleikum
október. Sóley Guðmundsdóttir segir
frá baráttu sinni við þennan vágest.
Eftir messu er boðið upp á súpu í
safnaðarheimilinu. Prestur er Sigríður
Rún Tryggvadóttir. Kór Seyðisfjarð-
arkirkju leiðir söng, organisti er Rusa
Petriashvili. Meðhjálpari er Jóhann
Grétar Einarsson.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa
kl. 11. Séra Skírnir Garðarsson þjónar
fyrir altari og prédikar. Altaris-
sakramenti. Organisti er Jón Bjarna-
son.
VÍDALÍNSKIRKJA | Bleik messa kl.
11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar
fyrir altari ásamt messuþjónum. Ást-
rós Rut Sigurðardóttir flytur ávarp. Fé-
lagar í kór Vídalínskirkju syngja og org-
anisti er Jóhann Baldvinsson.
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir syngur og
Davíð Sigurgeirsson leikur undir á gít-
ar. Sunnudagaskóli á sama tíma sem
Matthildur Bjarnadóttir leiðir. Boðið
upp á kaffi og konfekt í messukaffinu.
Sjá gardasokn.is.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði |
Bleik messa kl. 20 í tilefni af bleikum
október. Delia Howser flytur hugleið-
ingu og Kór Víðistaðasóknar syngur
undir stjórn Helgu Þórdísar Guð-
mundsdóttur organista. Sr. Bragi J.
Ingibergsson þjónar með aðstoð
messuþjóna. Kaffi og bleikar kökur í
safnaðarsal á eftir. Endilega mætið í
bleiku.
ORÐ DAGSINS:
Jesús læknar á
hvíldardegi.
(Lúk. 14)
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Vopnafjarðarkirkja.
MESSUR 29á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019
Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomulag
útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til samtals um
það sem er þér mikilvægast við lífslok þín. Viljayfirlýsing
þín verður eftirlifendum mikilvægt leiðarljós. Samtalið
og varðveisla upplýsinga er þér að kostnaðarlausu.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Elín Sigrún Jónsdóttir,
lögfræðingur
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is