Morgunblaðið - 12.10.2019, Side 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019
✝ Jón Hermanns-son fæddist 20.
júlí 1933 á Hvarfi í
Bárðardal. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Norður-
lands á Húsavík 3.
október 2019.
Foreldrar hans
voru Hermann
Guðnason frá
Hvarfi, f. 6. maí
1896, og d. 14. júlí
1969, og Fanney Jónsdóttir frá
Glaumbæ í Reykjadal, f. 14. maí
1892, d. 3. desember 1966. Systir
Jóns hét Sigrún, f. 1. nóvember
1928, d. 30. maí 2015. Hún ólst
upp í foreldrahúsum á Hvarfi en
bjó sín fullorðinsár í Reykjavík.
Jón var kvæntur Jennýju M.D.
Henriksen, f. 18. febrúar 1939.
Börn þeirra eru fjögur, elstur er
Björn, f. 15. maí
1959, og kona hans
er Þóra Karlsdóttir,
f. 9. júlí 1962. Næst-
ur var Heiðar, f. 1.
janúar 1961, hann
lést í frumbernsku.
Þá Árdís Fanney, f.
26. júní 1962, mað-
ur hennar er Þórð-
ur Jónsson, f. 17.
ágúst 1959, þeirra
sonur er Máni, f. 17.
október 1994. Yngstur er Her-
mann Gunnar, f. 19. september
1968, kona hans er Elín Jakobs-
dóttir, f. 18. apríl 1972, sonur
þeirra er Jón Þorri, f. 15. febr-
úar 2002.
Jón var alla tíð bóndi á Hvarfi.
Útför hans fer fram frá Þor-
geirskirkju í dag, 12. október
2019, klukkan 14.
Átta ára snáði kemur hlaupandi
ofan úr Efra fjalli með gemlinga-
hóp niður á fjárhúshlað og kallar
inn um efri hlerann á fjárhúshurð-
inni „pabbi“. Þá heyrist „ertu bara
kominn, kallinn minn, þú varst
aldeilis fljótur“. Þetta ljúfa svar
kallaði á þær einar tilfinningar að
snáðinn ætlaði að vera heldur
fljótari í næstu smalaferð. Var
þetta ætíð viðkvæðið þegar um-
ræddur smali kom úr ferðum sín-
um og hafa þessar viðtökur pabba
fylgt honum alla tíð. Manstu pabbi
þegar ég kúrði hjá þér undir sæng
og þú last fyrir mig Sumardaga?
Mikið var það notalegt og auðvelt
var að lifa sig inn í líf Nonna í
Nesi, Flekku og Brúðu. Það var
ekki þinn háttur að mikla hlutina
fyrir þér og alltaf varst þú boðinn
og búinn að létta undir með manni
og vildir alltaf allt gera ef þú
mögulega gast. Til dæmis þótti
þér það svo sjálfsagt, þegar ég og
vinir mínir um tvítugt riðum á
Landsmót hestamanna 1990 á
Vindheimamelum að skutla bíl
mínum fullum af viðlegubúnaði og
góðgæti vestur í Skagafjörð og
fórst svo bara á puttanum heim í
Hvarf.
Þú naust þess að fara á hestbak
alla tíð og gaman var að þú skyldir
komast á bak nú í sumar. Þú
kunnir vel að meta mjúkt ganglag
og umfram allt þá þurfti klárinn
að vera óragur og komast úr spor-
unum með góðu móti. Gaman
hefði verið að þú hefðir verið betur
ríðandi seinni árin en vonandi
þeysir þú nú um grænar grundir á
dúnmjúkum fáki, viljugum. Mögu-
lega ertu á Spóa gamla á Stallin-
um í fjallinu heima á eftir kinda-
hópi sem koma skal niður í aðhald.
Hvernig mátti það vera pabbi
að allar samferðir ykkar Spóa
gátu gengið slysalaust fyrir sig,
þannig að þú rótaðist ekki úr
hnakki þó þessar ofsa rokur
gengju yfir á kappreiðarstökki um
kargaþýfi, yfir börðin niður á
Eyju, suður á Mosum í göngum
eða raunar bara hvar sem var, ár-
um saman? Samviskusamur
varstu að fara á árlegt Einars-
staðamót í næstu sveit og horfa á
vel ríðandi gott fólk og ekki síður
til að hitta mann og annan og
spjalla um dagsins önn og ekki var
síðastliðið sumar nein undantekn-
ing á því. Sumt var það sem þér
gekk illa að læra að mér fannst og
meðal annars að vera bærilega
klæddur í kuldatíð, jú stundum
varstu með lítinn trefil … já og
jafnvel derhúfu þó blési köldu en
tryggð hélstu við gallajakkann
enda fór hann þér alltaf vel og þú
flottur í honum.
Þér gekk illa að skamma mig
því ég man ekki að þú hafir gert
það nema einu sinni og var það
eftir að ég hafði brotið rúðu með
fótbolta.
Klárlega hefðir þú mátt hasta á
mig oftar, kannski gerðir þú það
en bara svo mildilega að ég tók
ekki eftir því en einhvern veginn
hafa samskipti okkar verið full af
góðu einu. Nú þegar ég opna sím-
ann minn er fyrsta númerið sem
ég sé 8658010 … en þar er enginn
til svars. Til hefur orðið stórt
tómarúm og eigum við nú ómögu-
legt með að heyrast eins og við
höfum gert daglega í svo ótrúlega
mörg ár … en tómarúmið verður
auðfyllt með hlýju og fallegu
minningunum um þig, hvort sem
það eru stóru, traustu hendurnar
þínar, stígvélin með framlenging-
unni eða velviljinn ómældi.
Takk fyrir allt, elsku pabbi,
minn hjartans vinur.
Þinn
Hermann (Hemmi).
Í dag er til grafar borinn Jón
Hermannsson frá Hvarfi í Bárð-
ardal, einhver mesti öðlingur
sem ég hef kynnst. Jón og kona
mín Heiður voru þremenningar.
Jón var í fjölskyldunni aldrei
kallaður annað en Nonni frændi á
Hvarfi. Móðurætt konu minnar er
frá Eyjardalsá, næsta bæ við
Hvarf. Þar bjuggu öldruð móður-
systkini Heiðar og þar dvaldi hún
flest sumur á bernsku- og ung-
lingsárum og hefur síðan haft
sterkar taugar til Bárðardals.
Frændfólk bjó á næstu bæjum,
þetta var náið samfélag og gagn-
kvæmur stuðningur. Jón var ann-
álaður fyrir hjálpsemi og var móð-
ursystkinum Heiðar alltaf stoð og
stytta til sérstakra verka.
Ég kynntist Jóni um 1960 þeg-
ar við hjónin vorum að draga okk-
ur saman og ég kom fyrst á Eyj-
ardalsá. Naut ég þess síðar að
grípa í verk með Jóni og minnist
m.a. járninga á hestum, minnis-
stæðastur er þó fjárrekstur úr
Bárðardal yfir Vaðlaheiði til Sval-
barðseyrar.
Eftir heimkomu fjölskyldunnar
frá Bandaríkjunum eftir margra
ára námsdvöl voru kynni og sam-
gangur við Bárðardalinn og
frændfólk endurnýjuð og tíðar
heimsóknir urðu á Hvarf til Jóns
og konu hans Jennýjar. Börn og
barnabörn dvöldu þar oft í sum-
arleyfum. Einu sinni nutum við
Heiður þess að vera gestgjafar
þeirra hjóna í Reykjavík.
Þegar Eyjardalsá gekk til
frændfólks var haldið eftir skika
og nutum við aðstoðar Jóns við
byggingu aðstöðu í landinu ásamt
dóttur okkar og tengdasyni.
Minnumst við þess með ánægju að
hafa getað boðið frændfólki í
sveitinni til kvöldfagnaða, söngs
þeirra frænda og óviðjafnanlegs
gamansöngs Jóns.
Ég átti þess kost að skjótast í
júlí í Bárðardal, Jón kom þá með
mér suður til Reykjavíkur. Á leið-
inni gat ég sýnt honum nánar
mína sumarsveit i Austur-Húna-
vatnssýslu. Fróðleikur hans um
sveitirnar og búskaparhætti var
ótrúlegur. Jón gisti hjá mér og gat
heimsótt og kvatt Heiði frænku
sína sem þá dvaldi á hjúkrunar-
heimili við dvínandi heilsu.
Jón greindist með illkynja sjúk-
dóm fyrir nokkrum mánuðum en
gat dvalið heima lengst af við
ágæta umönnun fjölskyldu sinnar.
Ég gladdist yfir því að geta
heimsótt Jón heim á Hvarf í lok
september og var þá enn kraftur í
Jóni, hann fór í fjárhús með stuðn-
ingi barna sinna til að taka þátt í
ráðstöfun fjárins. Fimm dögum
síðar var hann allur.
Jóns verður sárt saknað af fjöl-
skyldu, ættingjum og samfélaginu
í Bárðardal.
Við hjónin og börn okkar vott-
um Jennýju konu hans og börnum
þeirra okkar innilegustu samúð.
Birgir Guðjónsson.
Kæri vinur og frændi.
Nú ertu búinn að fá hvíldina
eftir erfið veikindi undanfarið.
Nonni frændi var bróðir móður
minnar, ljúfmenni mikið og
þótti mér einstaklega vænt um
þennan frænda minn.
Ég fæddist á Hvarfi og ólst síð-
ar upp hjá móðurforeldrum mín-
um frá fjögurra ára aldri í átta ár.
Nonni var sextán árum eldri en ég
og hef ávallt litið á hann sem minn
uppeldisbróður. Þegar ég hitti
hann í sumar fór hann að rifja upp
þá stund þegar ég fæddist því
hann var sendur eftir ljósmóður-
inni. Á vetrum gat oft verið basl
vegna snjóalaga og var ég lærling-
ur hjá frænda við bústörfin. Hann
var mjög iðjusamur og sinnti bú-
skapnum vel, góður kennari í
þeim efnum árið um kring. Ég á
einnig góðar minningar þegar ég
var orðinn eldri og fékk að sinna
störfum við heyskapinn, læra á
vélar og njóta sumardaganna í
náttúrunni. Þótt Nonni væri
heimakær og hugur hans bundinn
við dagleg störf, þá naut hann
þess þegar færi gafst að fá sér bíl-
túr, koma við hjá vinum og frænd-
fólki og skoða nýja staði víða um
land.
Nonni var sá allra besti frændi
sem hægt var að hugsa sér. trygg-
ur traustur og góður félagi. Ég
kveð þig með söknuði, kæri vinur,
en um ókomna tíð munu minning-
arnar um allt það sem þú kenndir
mér og leiðbeindir að ógleymdum
skemmtilegum sögum verma mig
og gleðja.
Ég bið algóðan guð að taka vel
á móti frænda mínum og bið hann
einnig að styrkja Jennýju, börn
þeirra og fjölskyldur.
Hermann.
Kær vinur minn er fluttur til
sumarlandsins. Þetta er hans
fyrsti og síðasti flutningur, en
hann fæddist á Hvarfi í Bárðardal
og ólst þar upp og bjó þar allan
sinn aldur. Jenný, eftirlifandi eig-
inkona hans, kom til hans 18 ára
gömul. Þau eignuðust þrjú börn
og tvö barnabörn og var hann
mikill fjölskyldumaður. Nonni var
skemmtilegur og orðheppinn
maður, en hægur og prúður. Hann
var heiðarlegur, trygglyndur og
mikið góðmenni. Hann var vinur
vina sinna og vinmargur. Leiðir
okkar lágu saman árið 1970 er ég
og Henry, mágur hans, fórum að
vera saman. Ekki leið á löngu þar
til þessi góðu hjón buðu okkur til
hádegisverðar, stórsteik að hætti
Jennýjar. Fljótt fundum við
Nonni að við gátum mikið spjallað
og þarna var innsigluð ævarandi
góð og trygg vinátta við þau hjón
bæði. Aldrei þreyttumst við Nonni
á að spjalla saman um sveitir
landsins og búskaparhætti fyrr og
nú. Hann var svo fróður og víðles-
inn og honum tókst að láta mig
finna að ég hefði þó nokkurt vit á
búskap og gladdi það mig mikið,
takk elsku Nonni. Við ræddum oft
um hvað lífið hefði verið ótrúlegt
hér áður fyrr til sveita. Mér fannst
mjög gaman að ræða við hann um
bækur sem ég hafði lesið.
Hann hlustaði áhugasamur og
svo skiptumst við oft á bókum.
Það var óskaplega gaman að
ferðast með þeim hjónum og gam-
ansemin var aldrei langt undan,
en við áttum nú eftir að skoða
margt, Nonni minn, en þú verður
með okkur Jenný þegar við förum
á flakk okkur til skemmtunar, því
ég ætla að passa hana fyrir þig.
Ég er mjög rík að hafa eignast þig
sem vin. Hafðu þökk fyrir allt.
Elsku Jenný og fjölskyldan.
Það hefur verið höggvið stórt
skarð í líf ykkar, megi góður guð
vaka yfir ykkur og minningu góðs
manns.
Oktavía Ólafsdóttir.
Í dagbók Jóns Hermannssonar
bónda á Hvarfi í Bárðardal er
skrifað, á vormánuðum árið 1979,
eitthvað á þessa leið: „Í dag kom
til okkar lítil 5 ára stúlka, dóttir
Lillu frá Fosshóli og Sigga, verður
hún hjá okkur í 2 til 3 vikur“. Þess-
ar vikur urðu að mánuðum, ég
neitaði víst að fara heim og varð
dvöl mín á Hvarfi alls tíu sumur og
tveir vetur. Um leið og ég kom í
hlaðið á Hvarfi vorið 1979 fann ég
að nú var ég komin á góðan stað
hjá yndislegri fjölskyldu sem tók
mér strax eins og dóttur sinni.
Hvarf í Bárðardal varð mitt
annað heimili og hjá þeim hjónum,
Jennýju og Nonna, fann ég öruggt
skjól á lífsins vegi sem stundum
var brattur fyrir litla stelpu.
Það var nóg að leggja hönd sína
í lófa Nonna, þá varð allt gott, enn
betra þegar við röltum saman í
fjárhúsin, hönd í hönd og sungum
Ég og Jón við vorum eins og bræður
og áttum föður sem var okkur kær.
Ekki skorti okkur heldur mæður
því ei þær reyndust færri vera en tvær.
Mínar bestu stundir voru að
skottast á eftir þeim feðgum,
Nonna og Hemma, í verkin eða
hjálpa Jenný við uppvaskið, þar
sem tónlistin hljómaði í eldhúsinu
og við sungum hástöfum með.
Minningarnar eru ótal margar
og árin hafa flogið hjá, en alltaf
var gott að lauma hendinni í lóf-
ann hans Nonna þrátt fyrir að
vera orðin fullorðin, finna hlýjuna
og góðvildina hans. Hann fylgdist
vel með mér og börnunum mínum
og var ávallt annt um velferð okk-
ar.
Nonni var sterkur persónuleiki
og hafði hvarvetna áhrif og setti
svip á leið sinni með hógværð og
ró en þó svo hlýjum og sterkum
straumum að allt var til góðs.
Hann undi sér best í dalnum
sínum og í kringum skepnurnar
sínar með fólkið sitt í kringum sig,
þar var Jón bóndi á heimavelli,
hann var fróður maður og hafði
ávallt svör á reiðum höndum fyrir
forvitna stelpu. Eina lífsreglu
kenndi hann mér sem hefur fylgt
mér í lífinu og hún er sú „Að
gaspra ekki um hluti sem maður
veit ekki“, ein sú besta lífsreynsla
sem ég hef tileinkað mér.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Elsku Jenný, Bubbi, Adda,
Hemmi og fjölskyldur, megi Guð
og góðar vættir styrkja ykkur á
þessum erfiðu tímum.
Blessuð sé minning Nonna á
Hvarfi.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa)
Sif Sigurðardóttir, Siffa.
Það er komið haust, laufin fallin
af trjánum og sumarið kveður. Af-
ar góður vinur okkar, Jón frá
Hvarfi, kvaddi okkur nú á falleg-
um haustdegi líkt og sumarið.
Ávallt var yndislegt að koma heim
í Hvarf.
Hlýir faðmar, kaffibolli með
þeim hjónum við eldhúsborðið og
gott spjall. Frásagnarhæfileiki
Jóns var ógleymanlegur sem og
skemmtilega hnyttin tilsvör hans.
Í þau skipti sem við gerðum okkur
glaðan dag var gaman að heyra
Jón syngja og þá sér í lagi texta
sem við höfðum aldrei áður heyrt.
Nú skilur leiðir. Við söknum
einstaks vinar og þökkum honum
góðar stundir sem verða varð-
veittar í huga okkar. Megi góður
Guð styrkja Jennýju, börn og fjöl-
skyldur þeirra. Láttu fara vel um
þig í sumarlandinu kæri vinur,
blessuð sé minning þín.
Þórður Jakobsson og Sigrún
Björnsdóttir, Grenivík.
Jón Hermannsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ÁSTA ÞÓRÐARDÓTTIR
félagsráðgjafi,
áður til heimilis á Melabraut 4,
Seltjarnarnesi,
verður jarðsungin frá Neskirkju við Hagatorg
miðvikudaginn 16. október klukkan 15.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sólteigs, Hrafnistu
Reykjavík, fyrir alúð, hlýhug og góða umönnun.
Katrín Theodórsdóttir
Guðfinna Theodórsdóttir
Georg Theodórsson
Þórður Theodórsson Guðrún H. Guðnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
ELÍAS HERGEIRSSON
aðalbókari,
lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni
mánudaginn 7. október. Útför hans fer fram
frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 16. október klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hans er bent á minningar- og styrktarsjóð Sóltúns.
Valgerður Anna Jónasdóttir
Hergeir Elíasson Rósa Guðmundsdóttir
Margrét Elíasdóttir Hermann Hauksson
Ragnheiður Elíasdóttir Sigurður Egill Þorvaldsson
Jónas Elíasson Arna Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
MATTHILDUR SOFFÍA MARÍASDÓTTIR
frá Hjörsey,
lést föstudaginn 4. október á
hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 17. október klukkan 15.
María Einarsdóttir Páll Gestsson
Margrét Einarsdóttir Skúli Waldorff
Ragnheiður Einarsdóttir Einar Örn Karelsson
Ingibjörg Einarsdóttir
Haukur Einarsson
Anna Jóna Einarsdóttir Jón Heiðar Pálsson
Sigríður Einarsdóttir Gunnar Örn Vilhjálmsson
barnabörn, langömmu og langalangömmubörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ELÍN PÁLFRÍÐUR
ALEXANDERSDÓTTIR,
Skipastíg 3, Grindavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
mánudaginn 30. september.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn
18. október klukkan 14. Blóm og kransar eru vinsamlegast
afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á
Grindavíkurkirkju. Kt.410272-1489, 143-15-370883.
Minningarkort kirkjunnar verða einnig á staðnum.
Edvard Júlíusson
Alexander G. Edvardsson Þuríður D. Ingvarsdóttir
Kristín Þ. Edvardsdóttir Ottó Hafliðason
Sigmar J. Edvardsson Linda Oddsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar og ástkær
vinur minn,
HALLDÓR HALLDÓRSSON
læknir,
lést í Hlíð Akureyri sunnudaginn 6. október.
Jarðsungið verður í Akureyrarkirkju
föstudaginn 18. október klukkan 13.30.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Sigurjón Halldórsson Helga Ferdinandsdóttir
Rún Halldórsdóttir
Pétur Halldórsson Jóhanna Katrín Kristjánsdóttir
Halldór Björn Halldórsson
Sigríður Sveinbjarnardóttir