Morgunblaðið - 12.10.2019, Qupperneq 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019
✝ Orri Hrafn-kelsson fæddist
á Hallgeirsstöðum í
Jökulsárhlíð 2.
mars 1939. Hann
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Dyngju á
Egilsstöðum 26.
september 2019.
Foreldrar hans
voru hjónin Lára
Stefánsdóttir, f.
20.1. 1918, d. 30.10.
2009 og Hrafnkell Elíasson, f.
14.9. 1906, d. 9.4. 1989, bændur
á Hallgeirsstöðum í Jökuls-
árhlíð.
Systkini Orra eru: 1) Stef-
anía, f. 13.1. 1936, 2) Elís Jökull,
f. 31.5. 1937, 3) Dvalinn, f. 18.3.
1940, 4) Auðun Hlíðar, f. 4.7.
1941, d. 19.3. 2009, 5) Ásta Har-
alda, f. 25.10. 1942, 6) Haraldur,
f. 4.8. 1944, 7) Gyða, f. 11.8.
1945, 8) Sigþór, f. 18.10. 1946, d.
12.12. 2018, 9) Auðbjörg Halldís,
f. 2.7. 1948, 10) Eiríkur Helgi, f.
2.9. 1949, 11) Þórarinn Valgeir,
f. 14.1. 1951, 12) Alda, f. 14.5.
1952, 13) Benedikt, f. 12.9. 1953,
14) Björgvin Ómar, f. 25.4. 1958,
15) Hulda, f. 2.7. 1959.
Orri ólst upp í torfbæ til 10
ára aldurs en þá flutti fjöl-
skyldan í nýbyggt steinhús á
Jóhann Þórsson. 3) Sóley, f. 6.5.
1975, maki Pétur Wilhelm Jón-
asson, börn þeirra, Jónas Orri,
Valgeir Örn, Birkir Hrafn og
Haukur Þór. 4) Þröstur, f. 19.3.
1977, maki Elín Ingibjörg Krist-
ófersdóttir, börn þeirra, Breki
Steinn, Kári Hrafn og Ægir
Rafn. 5) Fjóla, f. 3.11.1978, maki
Viðar Benjamínsson, börn
þeirra, Telma Rán og Rakel
Mist. Sonur Viðars er Viktor
Sindri.
Orri stofnaði Trésmiðju
Fljótsdalshéraðs hf. ásamt fleir-
um árið 1973. Næstu 30 árin
voru framleidd hátt í 500 timb-
urhús sem risu vítt og breitt um
landið. Árið 2003 var fyrirtækið
selt nýjum eigendum og eftir
það starfaði Orri við smíðar
bæði sjálfstætt og hjá öðrum.
Orri var áhugamaður um skóg-
rækt, byrjaði ungur að planta
trjám í afgirt svæði í landi Hall-
geirsstaða. Hann starfaði með
Skógræktarfélagi Austurlands
og var þar formaður til margra
ára. Orri lét til sín taka á ýms-
um vettvangi og tók þátt í
margskonar félögum, má þar
nefna Smávirkjanafélagið,
Framfarafélag Fljótsdalshér-
aðs, Eiðavinafélagið og félag
um minningarlund við Sleð-
brjótskirkju.
Útför Orra fer fram frá
Egilsstaðakirkju í dag, 12. októ-
ber 2019, kl. 14.
Hallgeirsstöðum.
Hann fór í farskóla
sem var á ýmsum
bæjum í sveitinni.
Eftir fermingu fór
hann að vinna fyr-
ir sér og safna fyr-
ir skólagöngu.
Hann lauk gagn-
fræðaprófi frá
Eiðaskóla 1957.
Árið eftir hóf hann
trésmíðanám í Iðn-
skólanum í Reykjavík og var á
samningi hjá föðurbróður sín-
um Sigurði Elíassyni. Orri lauk
meistaraprófi í húsasmíði árið
1965.
Orri giftist 13.4. 1968 Val-
gerði Valdimarsdóttur, f. 24.3.
1946. Foreldrar hennar voru
Guðrún Margrét Albertsdóttir
og Valdimar Sigurjónsson,
bændur í Hreiðri í Holtum,
Rangárvallasýslu. Orri og Val-
gerður bjuggu í Bláskógum 13 á
Egilsstöðum til ársins 2004 er
þau fluttu að Brekkubrún 14 í
Fellabæ. Börn Orra og Valgerð-
ar eru: 1) Árdís Dögg, f. 1.1.
1968, maki Finnbogi Gunn-
laugsson, börn þeirra, Bjartur
og Sólrún Lilja. Börn Finnboga
eru Tinna og Krystofer (látinn).
2) Berglind, f. 23.1. 1970, maki
En fyrir handan hafið
þar hillir undir land,
í gullnum geislum vafið
þar girðir skýjaband.
Þar gróá í grænum hlíðum
með gullslit blómin smá,
í skógarbeltum blíðum
í blómsturlundum fríðum
má alls kyns aldin sjá.
(Vald. Briem)
Nú á þessum mildu haustdög-
um kvaddi Orri mágur, þegar
landið okkar skartar sínum fögru
haustlitum og gróður allur býr
sig undir vetrardvalann. Orri og
Valgerður systir okkar settust að
á Egilsstöðum og byggðu sér þar
fallegt hús á Bláskógum 13. Það
kom sér vel hvað það var stórt
þegar við systkini Valgerðar
komum þangað með okkar fjöl-
skyldur. Þá var oft glatt í bænum
því börnin voru mörg og oft var
hægt að dást að Orra hvað hann
tók öllu af rósemi enda mikill frið-
semdarmaður. Stundum hvarf
hann reyndar út í langa göngu-
túra þegar mest gekk á! En Orri
var mikill útivistarmaður og naut
þess að vera úti í náttúrunni,
hann starfaði mikið að skógrækt
og var öflugur liðsmaður í Skóg-
ræktarfélagi Austurlands. Fljót-
lega eftir að Orri og Valgerður
fluttu austur stofnuðu þau Tré-
smiðju Fljótsdalshéraðs þar sem
framleidd voru einingahús sem
var nýjung á þeim tíma. Seinna
ráku þau einnig byggingavöru-
verslun í sama húsi.
Litla sumarhúsið þeirra í Jök-
ulsárhlíðinni var þeirra sælustað-
ur og þar er vaxinn upp mynd-
arlegur skógur enda var Orri
óþreytandi við plöntun trjáa í
þennan fallega reit. Þarna var
gott að dvelja og fagurt útsýni yf-
ir blómlegt Héraðið til Dyrfjalla í
austri og þar naut Orri sín.
Við systkinin og fjölskyldur
okkar þökkum Orra vinsemd
hans og gestrisni og óskum hon-
um góðrar heimkomu í trjálund-
ina fyrir handan.
Valgerði, börnunum og ástvin-
um öllum sendum við okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Laufey, Sigurjón,
Albert og Jóna.
Leiðir okkar Orra lágu fyrst
saman á Seyðisfirði vorið 1963, þá
nýlega útskrifaðir húsasmiðir.
Við unnum þar ásamt fleirum við
að byggja verslunarhús fyrir
Kaupfélag Austfjarða á staðnum.
Einnig innréttuðum við að hluta
til aðstöðu fyrir síldarsaltanda í
gömlu húsi á Seyðisfirði, og við
þessar framkvæmdir og ýmsar
aðrar unnum við fram á jólaföstu.
Iðulega var unnið um og yfir 80
klukkustundir á viku.
Samstarf okkar Orra byrjaði
við þessar framkvæmdir og það
stóð með nokkrum hléum næstu
áratugina, eða þangað til afskipt-
um okkar af Trésmiðju Fljóts-
dalshéraðs lauk. Var það gæfu-
ríkt alla tíð.
Hlé varð að mestu á samstarfi
okkar Orra á meðan ég var við
tæknifræðinám og árin þar á eft-
ir, en árið 1972 byrjaði ég að
hanna í samráði við Orra verk-
stæðishús í Fellabæ fyrir Tré-
smiðju Fljótsdalshéraðs, sem þá
var í bígerð að frumkvæði hans.
Fyrirtækið var síðan stofnað
formlega í ársbyrjun 1973 og var
undirritaður þar á meðal eigenda.
Næstu tvo áratugina störfuðum
við Orri náið saman við uppbygg-
ingu Trésmiðjunnar og hönnun á
timbureiningahúsum, sem voru
aðalframleiðsluvara hennar
lengst af. Trésmiðjan var því ein
elsta einingahúsaverksmiðja
landsins og framleiddi hundruð
húsa á meðan hún var starfrækt,
lengst af undir einstaklega lipurri
stjórn Orra. Störfuðu þar á fjórða
tug manna þegar mest lét.
Þetta var mjög farsælt sam-
starf og samvinna sem aldrei bar
skugga á, enda var Orri einstak-
lega liðlegur í öllum samskiptum
við hvern þann sem í hlut átti.
Hann var ákaflega skapgóður og
glaðlyndur, greiðvikinn og vildi
öllum vel. Orri var einnig mikill
hugsjónamaður, einkum að því er
laut að skógrækt og lagði mikla
vinnu í slíka starfsemi.
Fjölskyldu Orra sendum við
hjónin sérstakar samúðarkveðjur
vegna fráfalls hans. Blessuð sé
minning hans.
Freyr og Hulda.
Fallinn er frá mætur maður og
mikill frumkvöðull.
Segja má að kynni okkar Orra
hafi hafist þegar ég ásamt tveim
félögum mínum réðst í húsbygg-
ingu á Egilsstöðum. Þetta var á
„eftirsíldarárunum“, enginn að
hugsa um að byggja, margir á
flótta af Austurlandi. Þá var ekki
verra að hafa bjartsýnan mann til
að stýra framkvæmdum. Til þess
var Orri sjálfkjörinn, alltaf tilbú-
inn til athafna, leysti allan vanda
og „lét ekki smámunina tefja fyr-
ir sér“, eins og við kölluðum það
stundum. Húsið, þrjár hæðir, 232
fermetrar hver hæð, reis líka á
mettíma, byrjað í júní, fokhelt í
október.
Orri hafði þá nýlega lokið
meistaraprófi í húsasmíðum og
hugleiddi ódýrari lausnir fyrir
ungt fólk til að koma þaki yfir höf-
uðið. Ekki leið langur tími þangað
til hann hafði stofnað Trésmiðju
Fljótsdalshéraðs sem framleiddi
timbureiningahús. Heilu hverfin
á Egilsstöðum einkennast af TF-
einingahúsum, enda var upp-
gangur í byggðinni á fyrstu
starfsárum fyrirtækisins. En
Orri takmarkaði ekki starfssvið
sitt við heimabyggðina, „Orra-
hús“ má finna um allt Austurland
og víðar á landinu.
Ég átti þess kost að vera liðs-
maður Orra um skeið, en þá var
vaxtarskeiðið að baki og allerfiðir
tímar fyrir byggingaverktaka á
Austurlandi. Það truflaði hann þó
ekki við að ráðast í verkefni sem í
fljótu bragði virtust ekki auðleys-
anleg.
Vinnustaðurinn Trésmiðja
Fljótsdalshéraðs var fjörugur og
margur uppvaxandi smiðurinn
byrjaði feril sinn hjá Orra, sem
innprentaði öllum hollustu við
heimabyggð, reglusemi og at-
hafnasemi. Starfsorka hans virt-
ist óþrjótandi og hann skildi ekki
fólk sem ekki naut sín til fulls í
vinnunni. Morgnarnir voru hans
tími, á undan öðrum var hann
kominn til starfa og fylgdist með
öllu því sem fram fór á vinnu-
staðnum allt til kvölds.
Sumum þótti hann óþarflega
afskiptasamur verkstjóri, en
meiningin var góð því í honum bjó
leiðbeinandi, eða öllu heldur upp-
alandi, sem lýsti sér í því að hon-
um þótti vænt um allt sitt sam-
starfsfólk.
Það sækja ótal ljúfar minning-
ar á hugann á kveðjustund sem
þessari. Einnig hugleiðingar um
það hversu okkur á Fljótsdals-
héraði vantar fleiri slíka, menn
sem ekki bara láta sig dreyma
eða tala um hlutina heldur gera
þá líka að veruleika.
Að lokum sendi ég eiginkonu
hans, fjölskyldu og öðrum ástvin-
um mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Megi minningin um
Orra Hrafnkelsson lifa sem
lengst í huga allra þeirra sem
hann þekktu.
Sigurjón Bjarnason.
Orri var einn af helstu hvata-
mönnum að og stofnendum
Framfarafélags Fljótsdalshér-
aðs, 1986. Var lengi í stjórn þess
og varaformaður síðustu áratug-
ina. Tilgangur félagsins er „að
vera vettvangur hins almenna
borgara til að stuðla að alhliða
framþróun“.
Orri var afar virkur félagi sem
vildi láta verkin tala, en félagið
starfaði eiginlega sem eins konar
hugmyndasmiðja fyrir áhugaverð
verkefni og vann síðan að því að
koma þessum hugmyndum af
stað með áhugasömum, en stóð
ekki að rekstrinum lengur en
þurfa þótti. Sem dæmi má nefna
Héraðsverk og Herði. Áhuginn
hjá Orra var t.d. jafnvel svo
brennandi að hefjast handa við
Herðisverkefnið að hann mætti á
staðinn með efni og verkfæri, áð-
ur en fjármögnunin var klár og
hreif menn með sér.
Meðal annarra verkefna úr
hugmyndasmiðju Orra má nefna
Smávirkjanafélagið sem hann
vann ötullega að, en rann saman
við Félag raforkubænda á lands-
vísu.
Að hans frumkvæði var hald-
inn kynningar- og umræðufundur
áhugamannafélaga á Austurlandi
2011, til að félögin gætu kynnst
starfsemi hvert annars. Í félagi
við Norðlendinga hafði Orri
frumkvæði að fundi á Grímsstöð-
um á Fjöllum 2012 til að stofna
formlega félagið „Grannhorn“
sem hefur það markmið „að efna
til samstarfs Norðlendinga og
Austfirðinga að menningarmál-
um“.
Þótt þessi tvö síðastnefndu
verkefni næðu ekki langt bera
þau þess vott hve Orri var menn-
ingar- og félagslega sinnaður.
Hafði hann og mikinn áhuga á
sögu og heimspeki og vitnaði oft í
Sókrates og fleiri forngríska
hugsuði við ýmis tækifæri máli
sínu til stuðnings.
Á tíu ára afmæli félagsins átti
Orri þátt í þeirri ákvörðun að
veita frumkvöðlum viðurkenn-
ingu sem nefnist „Frumkvæði til
framfara“ og mælst hefur vel fyr-
ir.
Þótt Orri hafi verið ósvikinn
þátttakandi á hinum nefndu fé-
lagslegu og huglægu sviðum náði
framkvæmdaþörf hans ekki síður
inn á hin veraldlegu athafnasvið,
enda sjálfur húsasmiður og sann-
ur hugsjónamaður.
Stærsta og umsvifamesta
verkefni hans var að stofna Tré-
smiðju Fljótsdalshéraðs 1975 í
Fellabæ og rak það fyrirtæki
fram til ársloka 2006.
Hjá fyrirtækinu unnu lengst af
milli 20 og 30 manns við að smíða
fjöldann allan af einingahúsum úr
tré af ýmsum stærðum og gerð-
um mjög víða og urðu þau fljót-
lega þekkt undir heitinu „Orra-
hús“.
Í samræmi við þetta var Orri
mikill áhugamaður um skógrækt.
Var hann formaður Skógrækt-
arfélags Austurlands síðustu 30
ár ævinnar og lagði m.a. grunn að
ræktun og sölu jólatrjáa, sem
menn völdu sjálfir og sóttu í skóg-
inn. Þetta var vinsælt en minnk-
aði hlutfallslega með vaxandi
skógrækt og þróun markaðarins.
Viðbrugðið var hve Orri lifði
heilsusamlegu lífi og var þekktur
fyrir að vera léttur á fæti. Frægt
var þegar hann gekk 58 ára í fót-
spor afa síns, Elíasar Jónssonar,
níutíu árum fyrr frá Aðalbóli í
Hrafnkelsdal út í Torfastaði í
Hlíð, 96 km á 16 klst.
Orri var einkar lánsamur í
einkalífinu með Valgerði sér við
hlið.
Um leið og við þökkum Orra
tryggð og vináttu sendum við
Valgerði og fjölskyldunni allri
ásamt stórum systkinahópi Orra
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Framfarafélags
Fljótsdalshéraðs,
Þórarinn Lárusson.
Orri Hrafnkelsson
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Sálm. 86.11
biblian.is
Vísa mér veg þinn,
Drottinn, að ég
gangi í sannleika
þínum, gef mér
heilt hjarta, að ég
tigni nafn þitt.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
TÓMAS BERGMANN,
Vallargerði 4c, Akureyri,
lést mánudaginn 30. september.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 15. október klukkan 13:30. Þeim sem vilja minnast
hans er bent á Andartak, Cystic Fibrosis-samtökin á Íslandi.
Reikningur 536-14-402289, kt. 650516-0360. cysticfibrosis.is
Halla Pálsdóttir
Margrét Bergmann Ólafur Torfason
Kristján Bergmann Sara Ómarsdóttir
Tómas Ólafsson
Magðalena Ólafsdóttir Marinó Snær Birgisson
Móheiður Ólafsdóttir
Jökull Bergmann
Heiða Bergmann
Okkar elskaða
ÓLÍNA BJÖRK KÚLD PÉTURSDÓTTIR
Ollý,
lést á sjúkrahúsi á Spáni 4. júlí 2019.
Bálför og minningarathöfn hefur farið fram.
Hjartans þakkir til allra sem sýndu henni
skilning og samkennd.
Aðstandendur þakka fyrir auðsýnda samúð og hlýhug.
Ólafur Alex Kúld Kristinsson
Hafliði Þór Kúld Kristinsson Sædís Kristinsdóttir
Davíð Ágúst Kúld Kristinss. Áslaug Theódóra Smáradóttir
Sv. Brynjar Sveinsson Diego
Hrefna Pétursdóttir
Hugrún Pétursdóttir
Pétur Kúld Pétursson
Margrét Marteinsdóttir
barnabörn, frændsystkin, tengdafólk
og aðrir henni nánir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUÐLAUGUR GUÐJÓNSSON,
Gröfu-Laugi,
Vík í Mýrdal,
lést á Hjallatúni 4. október. Útförin fer fram
frá Víkurkirkju laugardaginn 19. október klukkan 14.
Þeim sem viljast minnast hans er bent á Hjallatún.
Ársæll Guðlaugsson Bryndís F. Harðardóttir
Jóhann Guðlaugsson
Dagrún Guðlaugsdóttir Sigurður Ó. Jónsson
Ragna Björg, Þráinn og Fannar Þór
Árdís Rún, Ármann Dagur og Sóley Sif
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
MATTHÍAS SVEINSSON
Illugagötu 37,
Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í
Vestmannaeyjum sunnudaginn 7. október.
Útförin fer fram frá Landakirkju föstudaginn 18. október klukkan
13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem
vilja minnast hans er bent á Krabbavörn í Vestmannaeyjum.
Kristjana Björnsdóttir
Björn Matthíasson Hrefna Jónsdóttir
Harpa Gísladóttir
Matthías Sveinsson Erna Sif Sveinsdóttir
Kristjana Björnsdóttir Heimir Freyr Sveinsson
Birkir Björnsson Bergdís Björnsdóttir