Morgunblaðið - 12.10.2019, Side 42
42 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is
Verkfæralagerinn
án.-m. kl. 9-18, fs. kl. 9-180, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-1
Kolibri trnur
í miklu úrvali, gæða-
vara á góðu verði
Kolibri penslar
Handgerðir þýskir penslar
í hæsta gæðaokki
á afar hagstæðu verði
Ennþá meira úrval af
listavrum
WorkPlus
Strigar frá kr. 195
50 ára Hrefna er Reyk-
víkingur, ólst upp í Bú-
staðahverfinu en býr í
Bryggjuhverfinu. Hún er
viðskiptafræðingur að
mennt með meistara-
gráðu frá HÍ. Hrefna er
forstöðumaður B.Sc.-
náms í viðskipta- og hagfræði við HR.
Maki: Bjarni Þór Þórólfsson, f. 1968,
framkvæmdastjóri Búseta.
Börn: Ásdís Karen, f. 1990, Þór Daníel, f.
1996, og stjúpdóttir er Bjarney María, f.
1996. Barnabörn eru Ívar Hugi, sonur
Bjarneyjar, og Kristrún Eva, dóttir Ásdísar.
Foreldrar: Sverrir Briem, f. 1930, d. 1977,
húsasmiður, og Sigrún Hrefna Guð-
mundsdóttir, f. 1947, d. 2011, hár-
greiðslukona.
Hrefna Sigríður
Briem
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú þarft að vinna í því að ná tökum
á tilfinningum þínum. Það þjónar engum
tilgangi að æsa sig yfir smámunum.
20. apríl - 20. maí
Naut Staldraðu við og skoðaðu tengsl þín
við vini og vandamenn. Reyndu að sinna
sem flestum, en um leið þarftu að verja þig
fyrir þeim sem hafa ekki góð áhrif á þig.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er hyggilegt að gera framtíð-
aráætlanir og hafa þær sem raunsæjastar. Í
aðra röndina langar þig að búa í heitari
löndum, skoðaðu möguleikana.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Stykkin í púsluspili dagsins eru öll í
óreiðu og passa ekki saman. Láttu það ekki
hafa áhrif á þig þótt aðrir fari ekki að ráð-
um þínum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú færð óvænta athygli sem þú kærir
þig alls ekki um. Þú ert eitthvað áhyggju-
full/ur hvað varðar peningamálin, en þau
leysast farsællega.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er gaman að leika sér en lífið
hefur nú einu sinni fleiri hliðar. Þú verður
ástfangin/n og munt svífa um á bleiku skýi
næstu mánuði.
23. sept. - 22. okt.
Vog Farðu varlega í öllum samskiptum við
aðra og mundu að ekkert er sem sýnist. Þú
ert með allt á hreinu og getur því borið höf-
uðið hátt. Láttu ekki gömul sár hindra þig.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú vinnur af þolinmæði að
markmiðum sem munu nást í framtíðinni.
Hlustaðu eftir þeim góðu hugmyndum sem
eru á sveimi allt í kringum þig.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú átt auðvelt með að sökkva
þér ofan í hvers konar rannsóknir í dag.
Hafðu vaðið fyrir neðan þig í samningum
sem þú gerir.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er engu líkara en allir hlutir
gangi upp hjá þér í dag. Gerðu þér daga-
mun þegar allt er í höfn.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Farðu varlega í að treysta lof-
orðum annarra og varastu jafnframt að
gefa loforð sem þú ert ekki viss um að þú
getir staðið við.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Gakktu úr skugga um það að aðrir
fari ekki í grafgötur um hvað þú meinar.
Skelltu þér á námskeið, það hressir and-
ann.
ár, þá fyrstu árið 1971. Við fórum
aldrei til útlanda á sumrin, það voru
bara fjöll og firnindi. Ég ólst upp við
hestamennsku hjá foreldrum mínum
og þau voru líka miklir ferðagarpar.
Baltasar ólst líka upp við hesta í
Katalóníu og það fyrsta sem við
fengum okkur í búið voru hestar,
hundur og grammófónn.
Við fengum okkur fyrst collie-tík,
það sem kallað var Lassie, en það
var eini hreinræktaði collie-
hundurinn á Íslandi. Síðan fengum
upp á nýtt en notuðust við sömu
skissurnar. Kristjana vinnur enn
alla daga við list sína. „Það er mis-
jafnlega mikið eins og gengur. Það
er ekkert fast í hendi með næstu
sýningar, ég vil ekki setja pressu á
mig, en það kemur ýmislegt til
greina.“
Helstu áhugamál Kristjönu fyrir
utan myndlistina og fjölskylduna eru
hundar, hestar og hestaferðir um
hálendi Íslands. „Við Baltasar fórum
í hestaferðir á hverju sumri í rúm 40
K
ristjana Samper er
fædd 12. október 1944
í Reykjavík en bjó alla
barnæsku sína að
Ljósafossi í Grímsnesi.
„Foreldrar mínir voru fluttir austur
áður en ég fæddist. Svo er spaugi-
legt að ég fór til Reykjavíkur á
sumrin öfugt við flesta á þessum
tíma en það var draumurinn að kom-
ast þangað að passa börn.“ Fimm
fjölskyldur voru að Ljósafossi þegar
Kristjana var að alast upp. „Það
voru barnmargar fjölskyldur og svo
fór fólki að fjölga þegar Írafoss-
virkjun fór í gang og síðan Stein-
grímsstöð í Efra-Sogi. Þá var mikið
um að vera.“
Heimavistarskóli var á Ljósafossi
sem Kristjana gekk í og eftir fram-
haldsskólanám stundaði hún nám við
Myndlistarskólann í Reykjavík
1962-63 og Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands 1975-79. Þaðan fór
Kristjana til náms í University of
Arizona 1980-81.
„Ég kynntist manninum mínum
þegar ég var í myndlistarnáminu og
eignaðist ung börn og fór ekki aftur í
myndlistarskóla fyrr en ég var búin
að koma yngsta barninu í skóla. Ég
fór síðan í meistaranám í Arizona og
kláraði tvær annir þar.“
Kristjana hefur haldið margar
einkasýningar á verkum sínum og
tekið þátt í samsýningum og listahá-
tíðum bæði hérlendis og víða erlend-
is, síðast á grísku eyjunni Naxos fyr-
ir þremur árum. Fyrsta einkasýning
hennar var á Kjarvalsstöðum 1985,
en þá sýndi Kristjana 24 skúlptúra.
„Ég hef mest unnið með skúlptúra
en einnig myndir og lágmyndir sem
eru hluti af skúlptúr.“ Síðasta einka-
sýning Kristjönu var í Ljósafossi
2010. „Þá var ég bæði með skúlptúra
og vídeóverk. Ég hef ekki gert mikið
af vídeóverkum en umhverfið og um-
fjöllunarefnið heimtuðu það að ég
væri með vídéóverk.“ Þau hjónin,
Kristjana og Baltasar, hafa einnig
mikið unnið saman, m.a. við lagfær-
ingar á kirkjuskreytingum Baltas-
ars, til að mynda í Flatey, en þau
hafa tvisvar þurft að lagfæra skreyt-
ingarnar í kirkjunni þar. Í fyrra
sinnið máluðu þau kirkjuna alveg
við okkur labrador og áttum tvo
slíka en þá var mikið um labrador-
ræktun hér á landi. Eftir það höfum
við verið með þýska fjárhunda (schä-
fer) og eigum eina tíu ára sem er sú
fimmta af schäfer-hundum okkar.“
Kristjana ætlar að halda upp á af-
mælið í faðmi fjölskyldunnar.
Fjölskylda
Eiginmaður Kristjönu er Baltasar
Samper, f. 9.1. 1938, myndlistar-
maður. Foreldrar hans voru Maria
Kristjana Samper myndlistarmaður – 75 ára
Hjónin Kristjana og Baltasar hafa unnið mikið saman gegnum tíðina.
Vinnur alla daga við list sína
Skúlptúristinn Kristjana að vinna að sýningu sinni á æskuslóðunum í Ljósa-
fossvirkjun, en á þeirri sýningu sýndi hún einnig vídeóverk.
Hestakonan Kristjana í hestaferð á
Austurlandi fyrir rúmum 30 árum.
30 ára Hjalti er Hver-
gerðingur en býr í
Reykjavík. Hann lærði
leikstjórn og fram-
leiðslu í Kvikmynda-
skóla Íslands og er
söngvari svartmálms-
sveitarinnar Auðn.
Hljómsveitin er núna að vinna að sinni
þriðju plötu og næstu tónleikar hennar
eru á Airwaves.
Systkini: Páll Sveinsson, f. 1974, Hjörtur
Sveinsson, f. 1980, og Helga Sveinsdóttir,
f. 1981.
Foreldrar: Sveinn Pálsson, f. 1953, húsa-
smiður og sjúkraliði að mennt og vinnur á
réttargeðdeildinni á Kleppi, og Sigrún
Guðný Arndal, f. 1955, bókari hjá Vinnueft-
irliti ríkisins. Þau eru búsett í Hveragerði.
Hjalti
Sveinsson
Til hamingju með daginn
Selfoss Elísabet Embla Guð-
mundsdóttir fæddist 24. október
2018 kl. 5.40. Hún vó 3.200 g og
var 49 cm löng. Foreldrar hennar
eru Sif Sigurðardóttir og
Guðmundur Garðar Sigfússon.
Nýr borgari