Morgunblaðið - 12.10.2019, Page 43
DÆGRADVÖL 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019
Við gyllinæð
og annarri ertingu og
óþægindum í endaþarmi
Krem
Þríþætt verkun - verndar, gefur raka og græðir
Byggir á náttúrulegum innihaldsefnum
Inniheldur ekki stera
Hreinsifroða
Froðan hreinsar, róar og frískar óþægindasvæðið
Byggir á náttúrulegum innihaldsefnum
Fyrir hámarksárangur er mælt með notkun á Procto-ezeTM Hreinsi áður en Procto-ezeTM Krem er notað.
Fæst í næsta apóteki.
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að deila ást á
súkkulaði.
KALLI FRÆNDI MINN VAR
EINU SINNI SIRKUSTRÚÐUR
HANN HÆTTI
Í FYRRA
ÞRJÁTÍU VINIR HANS MÆTTU
EINBÍLA Í KVEÐJUPARTÍIÐ
EITT SINN
TRÚÐUR,
ÁVALLT
TRÚÐUR
ÉG ER KOMINN HEIM
TIL FALLEGUSTU,
ELSKULEGUSTU,
ÞOLINMÓÐUSTU,
INDÆLUSTU KONU Í
ALLRI SKANDINAVÍU !
SUMIR VORU GREINILEGA Á KRÁNNI!
HVER
KLAGAÐI?!
„ÞAÐ ÚTHEIMTIR MIKLA HÆFILEIKA AÐ
SÝNA SVONA MIKLA INNRI REIÐI – ÁN
ÞESS AÐ STURLAST ALGERLEGA.”
„MÁ ÉG SITJA FREMST Í VÉLINNI?”
Samper de Cortada, húsmóðir
Barcelona (látin), og Ramiro Bas-
compte de Lakanal (látinn), efna-
fræðingur í Barcelona, en hann var
fyrri eiginmaður Mariu Samper.
Seinni eiginmaður Mariu var Juan
Colom (látinn), læknir í Barcelona.
Börn Kristjönu og Baltasars eru
1) Mireya Samper, f. 9.8. 1964,
myndlistarmaður, búsett á Íslandi;
2) Baltasar Kormákur, f. 27.2. 1966,
leikstjóri og kvikmyndaframleið-
andi, búsettur á Íslandi, og 3)
Rebekka Rán Samper, f. 5.5. 1967,
myndlistarmaður og lögfræðingur,
búsett á Íslandi.
Barnabörnin eru Baltasar Breki,
f. 22.7. 1989, Asra Rán Björt, f.
10.12. 1995; Ingibjörg Sóllilja, f. 17.3.
1996; Pálmi Kormákur, f. 7.6. 2000;
Baltasar Darri, f. 21.6. 2000, og
Stormur Jón Kormákur, f. 23.4.
2002.
Systkini Kristjönu eru Halldóra
Salóme Guðnadóttir, f. 2.12. 1940,
fyrrverandi læknaritari, búsett í
Garðabæ; Íris Bryndís Guðnadóttir,
f. 7.11. 1942, tannsmiður, búsett í
Reykjavík; Ásgeir Guðnason, f. 22.2.
1947, vélfræðingur og kennari, bú-
settur í Reykjavík; Sigþrúður Þór-
hildur Guðnadóttir, f. 10.4. 1950,
vinnur á dýralæknastofu, búsett í
Reykjavík, og Ragnheiður Gunn-
hildur Guðnadóttir Gaihede, f. 18.7.
1951, vann á sjúkrahúsum í Dan-
mörku, búsett í Gammel Holte á
Sjálandi.
Foreldrar Kristjönu voru hjónin
Guðni Jón Guðbjartsson, f. 29.6.
1916, d. 20.10. 2004, vélstjóri, m.a. á
Esjunni sem sótti Íslendinga til
Petsamó í seinni heimsstyrjöldinni,
síðar stöðvarstjóri Sogsvirkjunar, og
Ragnheiður Guðmundsdóttir, f. 10.6.
1913, d. 13.9. 1995, húsmóðir.
Kristjana Samper
Þuríður Eiríksdóttir
ljósmóðir í Hrauni
Sigmundur Kristján Sveinsson
útvegsbóndi á Flateyri og Hrauni
á Ingjaldssandi
Halldóra Salóme Sigmundsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Guðni Jón Guðbjartsson
stöðvarstjóri Sogsvirkjunar
á Ljósafossi
Guðbjartur Guðbjartsson
vélstjóri í Reykjavík
María Eyjólfsdóttir
húsmóðir á Læk
Guðbjartur Björnsson
bóndi á Læk í Dýrafi rði
Ólöf Jónsdóttir
húsmóðir og yfi rsetukona í Hjarðardal
Benedikt Oddsson
hreppstjóri í Hjarðardal í Dýrafi rði
Guðmunda Kristjana Benediktsdóttir
húsmóðir á Næfranesi
Guðmundur Þórarinn Guðmundsson
útvegsbóndi og stýrimaður á
Næfranesi í Dýrafi rði
Guðbjörg Guðmundsdóttir
húsmóðir á Næfranesi
Guðmundur Þórarinsson
bóndi á Næfranesi
Úr frændgarði Kristjönu Samper
Ragnheiður Guðmundsdóttir
húsmóðir á Ljósafossi
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Beitt er hesti á blettinn þann.
Blómlaus jurt á túni er.
Einatt þau á fjalli fann.
Finnum glás af aurum hér.
Baldur Hafstað er með svar við
gátunni:
Eftir jaml og uml og þras
við eiginkonu og dætur
kom lausnarorðið: grös og gras
sem geðið kætast lætur.
Sigmar Ingason á þessa lausn:
Gras af seðlum gefst þeim sem er ríkur.
Á grasbala ég hvíldi klárinn Blesa.
Fjallagrös á heiði fór ég svo að lesa.
Fjörleg golan gras á túni strýkur.
Guðrún Bjarnadóttir á þessa
lausn:
Þennan grasblett bítur hestur,
blómlaust gras vill, hafnar eðlum.
Við fjallagrös í felli vestur
fann hann alveg gras af seðlum.
„Nú vill lausnin vera svona,“ seg-
ir Helgi R. Einarsson:
Grös til fjalla finna má,
fögur tún þau prýða,
grasbölum þau grænka á
og gras af seðlum víða.
Eysteinn Pétursson svarar:
Hestum þykir grasið gott.
Gras er blómlaust, en þó svo flott.
Á grösum fjalla ég gæði mér
og gras af seðlum á handa þér.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Gæðingi á gras er beitt.
Gras á túni blómlaust er.
Af fjallagrösum seyði seytt.
Sjáum gras af aurum hér.
Þá er limra:
Það kvað vera í Karakas asni,
kóraninn sá las asni,
lög hans og vilja
hann virtist skilja,
svo greindur er enginn grasasni.
Síðan er ný gáta eftir Guð-
mund:
Leitað hef ég orði að,
innan stundar fann ég það;
gátu þessa að glíma við
góðfúslega ykkur bið:
Hagur sá í höndum er.
Í hamri jafnan unir sér.
Mæniásinn uppi ber.
Afar smár er þessi ver.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Enn fer Grímur til grasa