Morgunblaðið - 12.10.2019, Síða 44
44 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019
Undankeppni EM karla
H-RIÐILL:
Ísland – Frakkland .................................. 0:1
Olivier Giroud 66.(víti)
Tyrkland – Albanía ................................. 1:0
Cenk Tosun 90.
Andorra – Moldóva.................................. 1:0
Marc Vales 63. Rautt spjald: Radu Ginsari
(Moldóvu) 55.
Staðan:
Frakkland 7 6 0 1 20:4 18
Tyrkland 7 6 0 1 15:2 18
Ísland 7 4 0 3 10:10 12
Albanía 7 3 0 4 10:10 9
Andorra 7 1 0 6 1:14 3
Moldóva 7 1 0 6 2:18 3
Á mánudag leika Ísland – Andorra,
Frakkland – Tyrkland og Moldóva – Alban-
ía
A-RIÐILL:
Tékkland – England................................ 2:1
Jakub Brabec 9., Zdenek Ondrasek 85. –
Harry Kane 5.(víti)
Svartfjallaland – Búlgaría...................... 0:0
Staðan:
England 5 4 0 1 20:6 12
Tékkland 6 4 0 2 11:9 12
Kósóvó 5 2 2 1 10:10 8
Búlgaría 6 0 3 3 5:11 3
Svartfjallaland 6 0 3 3 3:13 3
B-RIÐILL:
Portúgal – Lúxemborg ........................... 3:0
Bernardo Silva 16., Cristiano Ronaldo 65.,
Goncalo Guedes 89.
Úkraína – Litháen ................................... 2:0
Ruslan Malinovsky 29., 58.
Staðan:
Úkraína 6 5 1 0 13:1 16
Portúgal 5 3 2 0 13:4 11
Serbía 5 2 1 2 10:12 7
Lúxemborg 6 1 1 4 5:11 4
Litháen 6 0 1 5 4:17 1
Undankeppni EM U21 karla
1. riðill:
Armenía – Lúxemborg............................. 2:0
Staðan:
Írland 4 3 1 0 7:1 10
Ísland 2 2 0 0 9:1 6
Ítalía 2 1 1 0 5:0 4
Armenía 3 1 0 2 3:7 3
Svíþjóð 1 0 0 1 1:3 0
Lúxemborg 4 0 0 4 0:13 0
Svíþjóð og Ísland mætast í dag.
Vináttuleikur U19 karla
Svíþjóð – Ísland........................................ 1:1
Jack Lahne 60. – Andri Guðjohnsen 41.
Ísland sigraði 5:4 í vítaspyrnukeppni.
Þýskaland
Köln – Wolfsburg..................................... 0:5
Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö
mörk fyrir Wolfsburg og lék allan leikinn.
KNATTSPYRNA
HANDBOLTI
Grill 66 deild karla
Fjölnir U – Grótta ................................ 26:27
KA U – FH U........................................ 35:30
Staðan:
Þróttur 3 3 0 0 104:85 6
Þór Ak. 3 3 0 0 92:78 6
KA U 4 3 0 1 134:106 6
Haukar U 3 2 0 1 81:68 4
FH U 4 2 0 2 115:110 4
Grótta 4 2 0 2 100:106 4
Víkingur 3 1 0 2 67:71 2
Valur U 3 1 0 2 84:90 2
Fjölnir U 4 0 0 4 94:120 0
Stjarnan U 3 0 0 3 60:97 0
Grill 66 deild kvenna
Fylkir – FH........................................... 18:25
Víkingur – Grótta ................................. 23:29
ÍR – Selfoss ........................................... 23:25
Staðan:
Selfoss 4 4 0 0 98:80 8
Fram U 3 3 0 0 99:71 6
ÍR 4 3 0 1 107:92 6
Grótta 4 3 0 1 104:98 6
FH 4 3 0 1 108:95 6
HK U 3 2 0 1 75:73 4
ÍBV U 3 2 0 1 79:81 4
Fylkir 4 1 0 3 76:90 2
Valur U 3 0 0 3 66:76 0
Fjölnir 3 0 0 3 69:82 0
Stjarnan U 3 0 0 3 72:90 0
Víkingur 4 0 0 4 94:119 0
Þýskaland
B-deild:
Rimpar – Bietigheim........................... 23:26
Hannes Jón Jónsson þjálfar Bietigheim.
Hamburg – Konstanz.......................... 32:25
Aron Rafn Eðvarðsson varði 5 skot á 30
mínútum í marki Hamburg.
Krefeld – Dormagen ........................... 30:26
Arnar Gunnarsson þjálfar Krefeld.
Frakkland
B-deild:
Cesson-Rennes – Cherbourg.............. 26:26
Geir Guðmundsson skoraði ekki fyrir
Cesson-Rennes.
Áskorendabikar karla
2. umferð, fyrri leikur:
H71 – Maribor Branik......................... 25:24
Einar Jónsson þjálfar H71 frá Hoyvík í
Færeyjum. Seinni leikurinn fer einnig fram
í Höllinni á Hálsi í Þórshöfn á morgun.
Í LAUGARDAL
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Ísland er komið í afar erfiða stöðu í
baráttunni um farseðilinn á EM karla
í fótbolta næsta sumar þrátt fyrir að
mörgu leyti mjög góða frammistöðu
gegn heimsmeisturum Frakka í
Laugardalnum í gærkvöld. Frakkar
unnu 1:0 með marki úr vítaspyrnu um
miðjan seinni hálfleik, víti sem gerði
Antoine Griezmann um leið að óvini
Íslands númer eitt þessa dagana.
Þetta var fyrsta tap Íslands í und-
ankeppni stórmóts í sex ár. Það þurfti
heimsmeistarana til að vígið félli og
hin skynsamlega spilamennska ís-
lenska liðsins og gríðarlega bar-
áttugleði sem hefur einkennt liðið
dugði ekki að þessu sinni.
Eins og naumt tapið gegn Frökkum
í gær, eftir lokamínútur þar sem ís-
lenska liðið lagði allt í sölurnar til að
jafna, væri ekki nóg þá bárust þær
fréttir frá Tyrklandi um leið og loka-
flautið gall að Tyrkir hefðu skorað sig-
urmark í blálokin gegn Albönum.
Þessi niðurstaða gerir stöðu Íslands
mjög viðkvæma og menn ættu að hafa
í huga hversu litlu munaði að staðan
væri mun betri.
Í sem einföldustu máli má segja að
til að komast á EM þurfi Ísland núna
ekki bara að vinna síðustu þrjá leiki
sína, við Andorra, Tyrkland og Mol-
dóvu, heldur treysta því að Griezmann
og félagar geri allt sem þeir geti til að
vinna Tyrki í París á mánudaginn, í
leik þar sem að jafntefli færi langt
með að koma báðum liðum á EM. Ég
horfði á Didier Deschamps tala um
Tyrkjaleikinn í gær og ég er viss um
að hann ætlar sér að sjá franska liðið
vinna í París á mánudag og tryggja
sér um leið farseðilinn á EM fyrir
framan sitt fólk. Í raun hef ég mikla
trú á að Frakkar vinni Tyrki og þá er
Ísland aftur með örlögin í sínum hönd-
um en þarf að sækja sigur til Tyrk-
lands eins og í undankeppni HM, auk
þess að vinna slök lið Andorra og Mol-
dóvu.
Gangi þetta ekki eftir er Ísland á
leið í fjögurra liða umspil í mars, um
eitt laust sæti á EM, og það á enn eftir
að koma í ljós hverjir andstæðingarnir
yrðu þar. Ísland myndi að öllum lík-
indum fá heimaleik í undanúrslitum
umspilsins en svo yrði dregið um
hvort liðanna fengi að spila úrslitaleik
umspilsins á heimavelli.
Umspil við Búlgaríu og Ísrael?
Miðað við núverandi stöðu í und-
anriðlum EM myndi Ísland mæta ein-
hverju þessara fjögurra liða í undan-
úrslitum umspils á Laugardalsvelli;
Búlgaríu, Ísrael, Ungverjalandi eða
Rúmeníu, og svo Sviss eða einhverju
fyrrnefndra fjögurra liða í úrslitum.
Það myndi hvað þetta varðar hjálpa
Íslandi ef Sviss kæmist beint á EM
(höldum með Sviss gegn Danmörku í
dag), og staða í öðrum riðlum und-
ankeppninnar héldist óbreytt, því þá
yrðu engar af sterkustu þjóðum Evr-
ópu með Íslandi í umspilinu.
Íslenska liðið varð fyrir miklu áfalli
á 14. mínútu gegn Frökkum í gær
þegar Jóhann Berg Guðmundsson
meiddist. Jóhann hefur lítinn þátt get-
að tekið í þessari undankeppni og þó
að fjórar af stærstu stjörnum Frakka
(Mbappé, Kanté, Pogba og Lloris)
hafi einnig glímt við meiðsli þá var
ekki minni skellur fyrir Ísland að vera
án Jóhanns og Arons Einars Gunn-
arssonar.
Öryggið í íslenska liðinu minnkaði
strax og sérstaklega virtist Guðlaugur
Victor Pálsson, sem óvænt byrjaði í
stöðu hægri bakvarðar, óöruggur eftir
að Jóhann var ekki lengur fyrir fram-
an hann. Frakkar sköpuðu sér ekki
mikið af færum í fyrri hálfleiknum en
tækifæri Íslands til að beita skyndi-
sóknum voru sömuleiðis illa nýtt. Í
þau fáu skipti sem boltinn vannst á
álitlegu svæði á miðjunni var óðagotið
annaðhvort of mikið, þegar ein auka-
sending hefði opnað sóknina mun bet-
ur en löng sending upp á von og óvon,
eða menn of lengi að taka ákvörðun.
Jón Daði Böðvarsson, sem leysti Jó-
hann af hólmi en fór yfir á vinstri kant
í stað Arnórs Ingva Traustasonar, og
Birkir Bjarnason áttu þó ágætar til-
raunir um miðjan fyrri hálfleikinn.
Birkir átti magnaðan leik á miðj-
unni og fyllti vel í skarðið fyrir lands-
liðsfyrirliðann, eins og ég bjóst reynd-
ar við þrátt fyrir að Birkir hafi lengi
verið án félagsliðs og leikformið eftir
því. Hann ræður greinilega vel við
Griezmann lét sig
og heimavígið falla
Naumt tap gegn heimsmeisturum Frakka sem Ísland þarf nú greiða frá
Tyrkir náðu sér í dýrmæt stig í
slagnum við Frakka og Íslendinga
um sæti í lokakeppni Evrópumóts
karla í knattspyrnu í gærkvöld þeg-
ar þeir lögðu Albana að velli í
hörkuleik í Istanbúl. Cenk Tosun,
samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar
hjá Everton, sigurmark Tyrkjanna,
1:0, í uppbótartíma leiksins. Þar
með eru Tyrkir og Frakkar með
mjög góða stöðu, sex stigum á und-
an Íslandi þegar þrjár umferðir eru
eftir. Andorra fékk sín fyrstu stig
með því að sigra Moldóvu, 1:0, á
heimavelli.
Tosun var Tyrkj-
unum dýrmætur
AFP
Hetjan Cenk Tosun tekur á rás eftir
sigurmark Tyrkja gegn Albönum.
Englendingar máttu þola sitt fyrsta
tap í undankeppni EM karla í knatt-
spyrnu í gærkvöld þegar þeir biðu
lægri hlut fyrir Tékkum á útivelli,
2:1. Evrópumeistarar Portúgals
unnu Lúxemborg, 3:0, þar sem
Cristiano Ronaldo skoraði sitt 700.
mark á ferlinum. Harry Kane kom
Englendingum yfir úr vítaspyrnu
strax á 5. mínútu en það tók Tékk-
ana aðeins fjórar mínútur að jafna
með marki frá Jakub Brabec. Það
var síðan Zdenek Ondrasek sem
skoraði sigurmark Tékka á 85. mín-
útu.
England tapaði
og Ronaldo 700
AFP
700 Cristiano Ronaldo fagnar
áfangamarkinu í gærkvöld.
0:1 Olivier Giroud 66. úr vítaspyrnu
eftir að brotið var á Antoine Griez-
mann.
I Gul spjöldRagnar 63. (brot), Rúnar Már
63. (brot), Giroud 29. (mótmæli),
Pavard 68. (brot), Tolisso 88. (brot)
I Rauð spjöldEnginn.
Ísland: (4-5-1) Mark: Hannes Þór
Halldórsson. Vörn: Guðlaugur Victor
Pálsson, Ragnar Sigurðsson, Kári
Árnason, Ari Freyr Skúlason. Miðja:
Jóhann Berg Guðmundsson (Jón
ÍSLAND – FRAKKLAND 0:1
Daði Böðvarsson 15), Birkir Bjarna-
son, Gylfi Þór Sigurðsson, Rúnar Már
Sigurjónsson (Alfreð Finnbogason
72), Arnór Ingvi Traustason (Arnór
Sigurðsson 81). Sókn: Kolbeinn Sig-
þórsson.
Frakkland: (4-3-3) Mark: Steve
Mandanda. Vörn: Benjamin Pavard,
Raphaël Varane, Clément Lenglet,
Lucas Digne. Miðja: Blaise Matuidi,
Moussa Sissoko, Corentin Tolisso.
Sókn: Antoine Griezmann, Olivier
Giroud (Wissam Ben Yedder 78),
Kingsley Coman (Jonathan Ikoné
88).
Skot: Ísland 4 (1), Frakkland 15 (7).
Horn: Ísland 3, Frakkland 7.
Dómari: Gianluca Rocchi, Ítalíu.
Áhorfendur: 9.719.
mHannes Þór Halldórsson Góð
frammistaða hjá Hannesi í markinu.
Varði oft vel og greip inn í þegar á
þurfti að halda. Virkaði einfaldlega
öruggur og rólegur í sínum aðgerð-
um. Valdi rangt horn í vítaspyrnunni
og átti því ekki möguleika.
Guðlaugur Victor Pálsson Var sett-
ur í hægri bakvörð. Ekki auðvelt
verkefni fyrir hann að spila stöðu
gegn heimsmeisturunum sem hann
er ekki vanur að spila. Komst ágæt-
lega frá sínu í vörninni í fyrri hálfleik
en Frakkar sóttu meira fram vinstri
kantinn í síðari hálfleik.
mRagnar Sigurðsson Lék mjög vel
að flestu leyti. Líkamlegir burðir
hans eru verðmætir gegn líkamlega
sterkum mönnum eins og Frökkum.
Bjargaði vel oftar en einu sinni.
m Kári Árnason Er iðulega sterkur í
loftinu en ekki öfundsverður að glíma
við Giroud í slíkri stöðu. Skallaði
margar fyrirgjafir frá markinu. Nýtt-
ist ekki í vítateig andstæðinganna að
þessu sinni.
Ari Freyr Skúlason Lék virkilega vel
í fyrri hálfleik. Lenti í því að fá á sig
vítaspyrnuna í þeim síðari. Fór þar í
fremur glæfralega aðgerð í vítat-
eignum og var refsað þótt brotið væri
lítið.
Jóhann B. Guðmundsson Stoppaði
stutt við því miður. Fór meiddur af
velli á 15. mínútu.
mm Birkir Bjarnason Gerði vel á
margan hátt í fjarveru Arons. Erfitt
fyrir Birki að fara í gegnum leik sem
þennan í engri leikæfingu. Var skyn-
samur í varnarvinnunni og var með
færslurnar á miðjunni á hreinu. Hélt
boltanum afar vel og lék honum skyn-
samlega.
Rúnar Már Sigurjónsson Gerði
ágæta hluti þegar hann fékk boltann.
Braut af sér og gaf aukaspyrnu í að-
draganda þess að Frakkarnir fengu
vítaspyrnuna. Fór meiddur af velli á
73. mínútu.
Arnór Ingvi Traustason Var nokkuð
sprækur og þorði að halda boltanum.
En í leik sem þessum eru fá tækifæri
fyrir kantmenn til að sækja og skapa.
Fór af leikvelli á 81. mínútu.
mGylfi Þór Sigurðsson Harð-
duglegur að venju og reyndi að
pressa varnarmenn Frakka. Lét
einnig finna fyrir sér í návígi. Erfitt
fyrir hann að blómstra í leik þar sem
Ísland er lítið með boltann.
m Kolbeinn Sigþórsson Merkilegt
að hann hafi náð að skila 90 mínútum
og hann gerði það vel. Lét hafa fyrir
sér og skapaði sér eitt skotfæri. Þeg-
ar hann er inni á er alltaf sá möguleiki
fyrir hendi að Ísland geti skorað.
Jón Daði Böðvarsson Kom inn á eft-
ir 14 mínútur og þurfti að spila á
kantinum sem hann er ekki vanur að
gera með landsliðinu. Komst ágæt-
lega frá sínu.
Alfreð Finnbogason Kom ekki inn á
fyrr en á 73. mínútu og fékk fá tæki-
færi til að setja mark sitt á leikinn.
Arnór Sigurðsson Kom inn á eftir 81
mínútu og kom lítið við sögu.
Frammistaða íslensku leikmannanna