Morgunblaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 48
minningar, ferðasögur og greiningar
og hlutir sem ég set í mitt eigið sam-
hengi. Eins nota ég vísindi um vatnið
til þess að styðja við og leggja út af í
frásögninni.“
Greinir framtíð í gegnum fortíð
Eins og Andri segir er bókin að
hálfu leyti hans eigin minningar, sög-
ur og hugsanir og að hálfu leyti vís-
indin og sú vá sem loftslagsbreyting-
ar og þá sérstaklega hlýnun jarðar
er. Hann vísar mikið í sögur afa
sinna þriggja og amma sinna
tveggja. Andri segir það hafa verið
langt verk að tvinna þetta allt saman.
„Það tók langan tíma að finna ná-
kvæmlega rétt sjónarhorn og segja
sögurnar þannig að þær opnist á
réttum stað og þá rétt inn í næstu
sögu,“ segir Andri en bókina segir
hann hafa þróast mikið út frá fyrir-
lestrum sem hann hefur haldið í
gegnum árin en hann hefur haldið
fyrirlestra bæði hérlendis og utan-
lands til að fylgja eftir bók sinni
Draumalandið þar sem Andri ræðir
um íslenska náttúru.
„Þetta eru stærstu mál í heimi og
það er ekki nóg að láta bara vís-
indamönnum eftir að segja frá þeim.
Þetta er eitthvað sem tengist manni
persónulega; jörðina tekur maður
persónulega,“ segir hann. „Þessar
sögur sem ég á tengjast svo við-
fangsefninu beint. Amma og afi
tengjast stofnun Jöklarannsókna-
félagsins og það er ákveðinn hetju-
ljómi í minni fjölskyldu í kringum
fyrstu jöklaferðir þeirra.“
Andri segist þannig nota ömmur
sínar og afa sem mælistiku til þess að
átta sig á framtíðinni. „Framtíðin er
óskrifað blað og það er erfitt að ná
einhverjum tilfinningatengslum við
hana því hún hefur ekkert inntak.
Þessi málefni eru stærri en tungu-
málið að vissu leyti og það er ekki
hægt að horfa beint í þau heldur
verður að horfa í kringum þau. Það
er eina leiðin til að greina umhverfið
og í stað þess að tala um framtíðina
tala ég um fortíðina.“
Pönnukökur hjá afa og ömmu
Andri segir leið fólks til að skilja
hluti vera í gegnum sögur. „Frásagn-
arhátturinn sem hefur verið notaður
til að miðla loftslagsmálum hefur
fjallað um eitthvað sem er meira ab-
strakt og hefur minna hjarta. Ein-
hver segir: „Hugsaðu um barnabörn-
in þín,“ og fólk hugsar en það finnur
ekki neitt. Svo ég hugsaði: „Hugsaðu
um ömmu þína, þá finnurðu hvað
barnabörnin þín eru.““
Andri segir oft vera einblínt á tæki
og tól í pælingum um framtíðina,
hann hafi hins vegar ákveðið að nota
það sem hann kallar „pönnukökuvís-
indaskáldskap“. „Ég geri ráð fyrir að
við viljum vera manneskjur áfram,
geri ráð fyrir að ég vilji fara til ömmu
og borða mínar pönnukökur og að
barnabarnið mitt vilji koma til mín
og borða pönnukökur,“ segir Andri
og bætir við að það sé aukaatriði í því
samhengi hvaða græjur við notum.
Hann segir bókina ríma við gamla
íslenska frásagnarformið þar sem
margir þræðir eru á lofti sem koma
ekki saman fyrr en undir lok sög-
unnar. „Þetta er samhangandi bogi
og í raun listræn heild. Þetta er ekki
endursögn á fréttum um loftslags-
mál. Það væri tiltölulega auðvelt að
gera einn kafla um hafið, einn kafla
um jökla og svo framvegis.“
Andri segir verkefni bókarinnar
að tengja okkur við tímann sem og að
leggja það á sig sjálfan að skilja við-
fangsefnið. „Það fór alltaf svolítið í
taugarnar á mér að ég væri ekki læs
á þetta og gat ekki metið hvort grein
sem fjallaði um framtíðina var að
ýkja eða draga úr. Ég hafði engan
grunn til að standa á,“ segir Andri en
hann segir það hafa tekið hann lang-
an tíma, um það bil 10 ár, að skilja
málið almennilega.
Hann segir vísindamenn ekki hafa
heimild til að nálagst málið á sama
hátt og hann; þeir þurfi að halda sig
við sitt svið. Eftir að hafa haldið fyr-
irlestra og rætt við vísindamenn hafi
hann fundið fyrir hvatningu frá þeim
um að halda áfram á sömu braut.
Skar upp Íranskeisara
Andri segir langan tíma hafa tekið
að koma öllu saman í eitt verk. „Síð-
an er maður svolítið meyr í gegnum
allt verkið. Bæði eru þessar upplýs-
ingar yfirþyrmandi að vissu leyti og
svo er maður að missa þessa kynslóð
Stærstu
mál í heimi
Andri Snær Magnason lagði mikla
vinnu í nýjustu bók sína, Um tímann og
vatnið Persónulegt verk Tvinnar
saman sögur um ömmur sínar og afa
við staðreyndir um loftslagsbreytingar
VIÐTAL
Böðvar Páll Ásgeirsson
bodvarpall@mbl.is
Um tímann og vatnið er nýjasta bók
rithöfundarins Andra Snæs Magna-
sonar. Hún hefur nú þegar notið
mikilla vinsælda og hafði réttur til
útgáfu hennar verið seldur til sjö
landa áður en hún kom út á föstudag-
inn í síðustu viku. Í bókinni gerir
Andri Snær tilraun til að ná utan um
loftslagsmálin og þær breytingar
sem munu verða á jörðinni vegna
þeirra á næstu árum og áratugum.
Er hann bæði persónulegur, notar
fjölskyldu sína sem útgangspunkt,
og vísindalegur í frásögn sinni.
Nafnið á bókinni segir Andri vera
tilvísun í eitt af hans uppáhaldsljóð-
um, „Tímann og vatnið“ eftir Stein
Steinarr. „Síðan fjallar bókin bók-
staflega um tímann og vatnið. Það er
að segja hvernig vísindamenn hafa
reiknað út breytingu á eðli alls vatns
í heiminum á næstu 100 árum; jökl-
arnir síga, hafsborðið rís, sýrustig
vatnsins nær mörkum sem hafa ekki
sést í 50 milljón ár og veðrakerfið
riðlast auðvitað líka. Allt þetta er að
gerast á næstu 100 árum. Á líftíma
einhvers sem fæðist í dag og verður
um það bil jafngamall og amma,“
segir Andri.
Steinn Steinarr orti í „Tímanum
og vatninu“:
Og tíminn er eins og mynd,
sem er máluð af vatninu
og mér til hálfs
og segir Andri það lýsa bókinni.
„Hún er að hálfu leyti mínar eigin
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019
Myndlist, náttúran ogtíminn fléttast samanmeð áreynslulausumen skapandi hætti í
smásagnasafninu Vetrargulrætur
eftir Rögnu Sigurðardóttur.
Vetrargulrætur samanstanda af
fimm löngum smásögum sem taka
lesandann með í tímaferðalag frá
okkar tíma allt aftur til átjándu ald-
ar og er það ekki síst tímalínan sem
gerir lesturinn áhugaverðan.
Ragna hefur sent frá sér sex
skáldsögur, smásögur og ljóð og
fyrir skáldsöguna Borg var hún til-
nefnd til Íslensku bókmenntaverð-
launanna. Ragna er menntuð í
myndlist og líkt og áður nýtir hún
sér menntunina og sköpunina í
skrifum sínum. Hún lýsti því ein-
mitt í viðtali í Morgunblaðinu fyrir
nokkru hvernig skrif hennar læddu
sér stöðugt inn í myndverkin og að
textinn hefði í
raun orðið að
vandamáli, sem
varð til þess að
hún sneri sér að
ritstörfum að
fullu.
Bókmennta-
unnendur hafa
svo sannarlega
glaðst yfir þeirri
ákvörðun en Ragna kemur með
skapandi og litríkan blæ inn í ís-
lensku bókmenntaflóruna og með
Vetrargulrótum minnir hún okkur
enn fremur á hvað smásagnaformið
getur verið heillandi.
Frístundaleiðbeinandinn
og sveitarómaginn
Sköpunarkraftur persónanna bind-
ur saman sögurnar fimm og það er
magnað hvernig Rögnu tekst að láta
frístundaleiðbeinanda í Reykjavík
árið 2019 eiga samleið með sveitar-
ómaga í Eyjafirði árið 1779.
Fyrsta sagan hefst sem fyrr segir
á frístundaheimili í Reykjavík þar
sem kona týnir barni og glímir við
afleiðingar þess. Í annarri sögunni,
sjálfum Vetrargulrótunum, grípur
ungur málari til örþrifaráða þegar
kærasta hans sekkur í þunglyndi. Í
þriðju sögunni tekst myndlist-
Sameinandi
sköpunarkraftur
Smásagnasafn
Vetrargulrætur bbbbn
Eftir Rögnu Sigurðardóttur.
Mál og menning, 2019. Kilja, 254 bls.
ERLA MARÍA
MARKÚSDÓTTIR
BÆKUR