Morgunblaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ghosteen kom út föstudaginn 4. október og fólk á mínum aldri er bú- ið að dvelja á elliheimili samfélags- miðlanna, Facebook, síðan. Skrafað er og skeggrætt um Nick Cave, sem er mörgum svo kær. Cave hefur átt ótrúleg ár undanfarið. Sonur hans lést á voveiflegan hátt sumarið 2015 og sú reynsla breytti listamanninum. Í stað töffaraskapar og fjarlægðar er fram kominn innilegur einstak- lingur sem vill tengjast fólki og sýna því umhyggju og ást. Þetta hefur hann m.a. fram- kvæmt með því að svara aðdá- endum á vefsíð- unni Red Hand Files og svo nú á spjalltónleikum, þar sem hann tekur við spurningum úr sal, í einskonar „tilraunastofu í tengingu“. Síðasta plata Cave, Skeleton Tree, var hálfköruð þegar reiðar- slagið kom. Fullbúin varð hún að besta verki listamannsins. Já, ég var ekki sannfærður en er það í dag. Platan er ótrúleg. Síðast þegar ég stakk niður penna um Cave var það út af henni, og þá var ég miðjum klíðum við það að melta hana. Sú plata stingur, uppfull af broddum en líka ægifegurð. Fannst hún samt hálfleiðinleg fyrsta kastið og tjáði mig um það á Snjáldru. Ein athygl- isverðasta kenningin sem kom fram í meðfylgjandi athugasemdaþræði var að þessi leiðindi sem ég þóttist Eftirspilið … Fóstbræður Nick Cave ásamt helsta samstarfsmanni sínum, Warren Ellis. finna væru í raun dofi vegna hins mikla áfalls. Cave sneri aftur til vinnu, en í miðju áfalli í raun, hið eiginlega sorgarferli rétt að hefjast. Í myndinni One more time with feel- ing lýsir hann því að þetta hafi verið eina leiðin ef geðheilsan ætti ekki að hverfa með öllu. Verkið skyldi klár- að, þó hann hafi að einhverju leyti – og kannski miklu – verið utangátta. Push the Sky Away (2013), Skeleton Tree (2016) og nú Ghost- een eru allar því marki brenndar að vera hálfgerðar „ambient“-plötur. Það er lítið rokk í gangi. Þær líða áfram, svífa áfram og engin þeirra meira en sú nýjasta. Og ég er af- skaplega ósannfærður um gildi hennar og gæði. Ég sagði einu sinni í gríni um einn uppáhaldsleikstjórann minn, Terrence Malick, að mynd hans Tree of Life væri í senn alger- lega stórkostleg en um leið alveg of- boðslega leiðinleg. Eitt útilokar ekki hitt. Líður dálítið þannig með þessa plötu. Hér er áhersla á texta fremur en tónlist og hljóðmotturnar stund- um óspennandi. Warren Ellis, hægri hönd Cave, er mistækur í þessu raf- sulli sínu. Platan hljómar mæðulega. Ég skynja þetta sem eftirspil. Lok. Eðlilega? Vandamálið með þessa plötu er að Cave, ólíkt því sem hann er að gera í svarbréfunum til aðdáenda (eða í kvikmyndunum sínum), heldur of mikið aftur af sér, þá textalega. Ég hefði viljað sjá naktari, raun- særri vísanir í það sem er verið að gera upp. Þetta er of mikið undir villtri rós. Ég skal líka með glöðu geði ráðast á fílinn í stofunni. Sem skáld, þá er Cave ekki alveg að „dansa“. Þó hann þrái það mun hann aldrei ná sömu hæðum og Dylan, Cohen, Morrissey. Hann er einfald- lega of sjálfsmeðvitaður. Langar of mikið til að vera SKÁLD og nær því þess vegna ekki að fullu. Það er of stutt í tilgerð, eitthvað sem mér finnst hafa aukist í seinni tíð. Eins og hann sé að máta sig í föt risa og sé óöruggur. Útkoman er því „ofskrif- aðar“ línur. Ég tók eftir þessu í 20.000 days on earth, þar sem hann var að ramma sig inn sem ljóðskáld í rest- ina. Ég fékk aulahroll. En … um leið hef ég aldrei séð „hann“ jafn vel og í þeirri mynd. Hlæjandi, mannlegan, feiminn, gáskafullan. Ef hann myndi slappa aðeins af, tappa inn í þennan gaur, þá yrði hann betri listamaður. Hvað sem því líður, þá gerir hann ekki svona plötu aftur. Og von- andi aldrei (hér er ég að vísa í það sem orsakaði hana). Brjálað rokk, með einlægni ljósberans að vopni, næst? Það er ekkert víst að það klikki. » Í stað töffaraskap-ar og fjarlægðar er fram kominn innilegur einstaklingur sem vill tengjast fólki og sýna því umhyggju og ást. Ghosteen er ný plata eftir Nick Cave. Þar gerir myrkrahöfðinginn, eða ættum við að segja ljósberinn frekar, upp fráfall sonar síns í músík en þó aðallega máli. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Listatvíæringurinn Sequences fór af stað í gær, föstudag, og stendur fram yfir annan sunnudag. Listahátíðin er haldin annað hvert ár og kallast fullu nafni Sequences real time art festival og er alþjóðleg hátið sem beinir sjónum sérstaklega að verkum í rauntíma. Aðalsýningar hátíðar- innar eru í Marshallhúsinu en einnig eru einka- sýningar á víð og dreif um Reykjavík sem og kvikmyndasýningar í Bíó Paradís og tónleikar í Fríkirkjunni. Rauntímahátíð Hildigunnur Birgisdóttir er sýningarstjóri há- tíðarinnar ásamt Ingólfi Arnarssyni og segir hún allt milli himins og jarðar vera til sýnis. „Þetta er rauntímahátið sem hefur í gegnum tíðina einblínt á tímatengda miðla eins og myndbönd og slíkt. Þetta árið förum við aðeins aðra leið því við Ing- ólfur vorum beðin að stýra þessu saman og hvor- ugt erum við sérfræðingar í tímadengdum miðl- um. Við báðum um undanþágu frá þessu þegar okkur var boðið að sýningastýra hátíðinni og leggjum áherslu á að skoða hvað rauntími er. Við tökum hugtakið í sundur og veltum fyrir okkur raunveruleika og tíma. Verkin endurspegla þess- ar vangaveltur okkar,“ segir Hildigunnur. Að hennar sögn er því raunveruleikinn nokk- urs konar þema hátíðarinnar. „Við veltum fyrir okkur hvar mörkin liggja á milli raunveruleika og skáldskapar, hand- anheims eða eitthvað slíkt.,“ segir Hildigunnur. Ekkert er svart og hvítt Hildigunnur segir þessar vangaveltur henn- ar og Ingólfs ráða því hvernig þau velja verk og listamenn á hátíðina. Þau velji frekar verk en listamenn en í einhverjum tilfellum fengu þau listamenn til að gera ný verk fyrir hátiðina. „Við völdum þá listamenn að sjálfsögðu þar sem þeir vinna á þann hátt sem hentar þessu þema. Við biðjum engan að velta fyrir sér raun- veruleika og tíma heldur er það augljóst í ljósi þess hvernig verk viðkomandi gerir,“ segir hún. Tvær sýningar, a) og b), verða í Marshallhús- inu á hátíðinni og segir Hildigunnur þau Ingólf hafa valið listamenn á þær á mismunandi hátt og sýningarnar að því leyti ólíkar. „En svo er nátt- úrlega ekkert svart og hvítt og einn listamaður sýnir á báðum sýningunum.“ Það er heiðurs- listamaður hátíðarinnar, Kristinn Guðbrandur Harðarson. „Hann vinnur handan raunveruleik- ans en einnig með hversdagsleikann og hentaði því vel fyrir báðar sýningar,“ segir Hildigunnur. Hún segir Kristin mikinn áhrifavald innan hans kynslóðar listamanna en fyrir utan hana sé hann lítið þekktur. „Hann gerir fjölbreytt verk sem eru húmorísk og eiga erindi við marga og þess vegna fannst okkur upplagt að nefna hann sem heiðurslistamann, frekar en einhvern sem allir þekkja, við þetta tækifæri.“ Verk sem setur allt í samhengi Hildigunnur segir þau Ingólf hafa þurft að velta því fyrir sér hvort þau ættu að taka sýning- arstjórnina að sér. „Við þurftum að velta því fyr- ir okkur hvort við hefðum eitthvað að segja sem dúett.“ Þegar þær umræður voru í gangi komust þau að því að þau höfðu hrifist af sama verkinu og fannst þá vera kominn grundvöllur fyrir því að vinna saman. „Fyrir okkur er þetta verk sem setur tímann og allt annað í samhengi.“ Verkið heitir „Yellow Movies“ og er eftir listamanninn Tony Conrad. „Hann gerir í raun hvítan flöt á sléttan pappír og rammar hann inn með svartri málningu og líkir þannig eftir kvik- myndaskjá. Þegar hann klárar verkið byrjar kvikmyndin. Hann gerði margar svona myndir og þær eru í gangi um allan heim og eru lengstu og mögulega viðburðalausustu kvikmyndir í heimi,“ segir Hildigunnur en ekki tókst að koma einni myndanna til landsins eins og stóð til um tíma. „Fyrir mér bendir þetta svo átak- anlega á að allir hlutir sem við teljum statíska eru í raun viðburðir. Glas er til dæmis bara glas í mesta lagi í nokkur hundruð ár. Allt er atburð- ur.“ „Allt er atburður“  Listahátíðin Sequences hófst í gær og stendur fram yfir næstu helgi  Raunveruleikinn og tíminn eru aðalviðfangsefnin að sögn annars sýningarstjóra hátíðarinnar, Hildigunnar Birgisdóttur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Há tíð Hildigunnur, Ingólfur og Kristinn í Marshallhúsinu. Fulltrúar dánar- bús tónlistar- mannsins Prince hafa ávítað Donald Trump Bandaríkja- forseta fyrir að nota lag Prince, „Purple Rain“, á framboðsfundi sínum í Minnea- polis, heimaborg tónlistarmanns- ins, í fyrradag. Þetta gerði Trump þrátt fyrir að hafa heitið því í fyrra að spila ekki aftur lög Prince á framboðsfundum sínum. Trump notaði lagið í herferð sinni árið 2016. Fulltrúar dánarbúsins segjast aldrei munu veita forsetanum leyfi fyrir því að nota verk Prince. Þetta kemur fram í færslu þeirra á Twit- ter þar sem einnig er birt bréf frá starfsmönnum forsetans þar sem fram kemur að þeir muni ekki framar nota lög Prince á viðburð- um tengdum forsetaframboði Trumps. Ekki fylgir sögunni í frétt Guardian hver eftirmálin verða af þessu svikna loforði. Trump notaði lag Prince án leyfis Donald Trump Sjöunda starfsár tónleikaraðar- innar Hljóðön í Hafnarborg hefst með tón- leikum Luïsu Espigole píanó- leikara og Ing- ólfs Vilhjálms- sonar klarínettu- leikara annað kvöld kl. 20. Þau munu leiða gesti í gegnum fjölbreytta efnisskrá sem einkennist af samtölum milli and- stæðna, að því í er fram kemur í til- kynningu. Í titilverki tónleikanna, „Sýndar- rými nr. 8“, eftir Joönnu Bailie tak- ast á andstæðir hljóðheimar, ann- ars vegar „hljóðheimur borgar- rýmisins“ og hins vegar „hljóð- heimur tónlistarinnar“, eins og því er lýst. Fléttast verk Bailie við verk annarra höfunda á borð við Jonath- an Harvey, Jörg Widmann og Gér- ard Grisey. Hljóðön er tileinkuð tónlist 20. og 21. aldar þar sem hug- myndaauðgi og listræn glíma tón- skálda leiðir áheyrendur inn á áður ókunnar slóðir, segir í tilkynningu. Hljóðön hefst með Sýndarrými nr. 8 Lluïsa Espigolé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.