Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 4

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 4
Alls vantar 290 hjúkrunarfræðinga til starfa um þessar mundir. Þörfin er enn meiri að því er yfirmenn í hjúkrun telja en að þeirra áliti er þörf fyrir meira en 520 hjúkr- unarfræðinga til að sinna þeirri þjónustu sem nú er veitt í heilbrigðiskerfinu. Er þá ekki tekið tillit til þeirra áforma sem uppi eru hjá stjórnvöldum um fjölgun hjúkrun- arrýma og nýja þjónustu svo fátt eitt sé nefnt. Þetta er meðal annars það sem fram kemur í skýrslunni Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa! Vinnumarkaður hjúkrunarfræðinga sem unnin var af starfsfólki Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga og gefin var út fyrr á þessu ári. Skýrslan gefur skýra og raunsæja mynd af núverandi stöðu á vinnumarkaði hjúkrunarfræðinga um þessar mundir en upplýsingar í henni byggjast á 98% hjúkrunarfræðinga sem starfa á heil- brigðisstofnunum á landinu samkvæmt félagatali Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Brottfall úr námi og starfi Meðalstarfshlutfall hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum er 71% í dag og er það 5% lægra en var fyrir tíu árum. Þetta er áhyggjuefni og ástæða til að kanna formlega meðal félagsmanna hvernig á því stendur þó tilteknar séu ástæður eins og álag í starfi og þung vaktabyrði. Einnig er það áhyggjuefni að á síðustu fimm árum hafa einungis útskrifast 82% af þeim hjúkrunarfræðinemendum sem ljúka fyrsta ári í Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands. Jafnframt er það ekki síst áhyggjuefni að einungis 72% af þeim hjúkrunarfræðingum, sem útskrifuðust fyrir fimm árum, starfa enn við hjúkrun. Áætlað er að um 13% starfandi hjúkrunarfræðinga komist á 65 ára lífeyrisaldur á næstu fimm árum. Meðalaldur starfandi hjúkrunarfræðinga hér á landi er 46 ár og 43% þeirra eru 50 og eldri. Því er ljóst að endurnýjun í stéttinni er brýn. En þetta eru í raun ekki nýjar fréttir því síðustu 75 ár hefur skortur á hjúkrunarfræðingum verið á bilinu 10–20% hér á landi. Þessu viljum við breyta en viðamiklar rannsóknir hafa sýnt ótvíræð tengsl milli mönnunar, menntunar og dánartíðni sjúklinga og ljóst að skortur á hjúkrunarfræðingum er ein stærsta ógnin við öryggi sjúklinga í dag. Nú þegar hefur heilbrigðisráðherra, fulltrúar velferðarnefndar alþingis og Landssamtaka heilbrigðis- stofnana fengið kynningu á skýrslunni og óhætt er að segja að niður stöðurnar hafa vakið athygli þeirra. Horfi ég bjartsýn til núverandi ráðamanna að þeir muni láta sig málefnið varða af meiri krafti en verið hefur fram að þessu. Ég vona að yfirvöld séu að átta sig á því að hjúkrun er ekki lífsstíll heldur launuð vinna og ýmislegt þarf að gerast til að hjúkrunarstarfið verði áfram eftir sóknarvert og hjúkrunarfræðingar hald- ist í starfi. Þó tillögurnar til úrbóta í skýrslunni séu sumar um 18 ára gamlar og endurspegli þar með að vissu leyti mat yfirvalda og undirtektir við kröfum hjúkrunarfræðinga í gegnum árin, þá eru sóknartækifærin samt mörg. Þó úrskurður gerðardóms gildi til 4 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 „Meðalaldur starfandi hjúkrunarfræðinga hér á landi er 46 ár og 43% þeirra eru 50 og eldri. Því er ljóst að endurnýjun í stéttinni er brýn. En þetta eru í raun ekki nýjar fréttir því síðustu 75 ár hefur skortur á hjúkrunarfræðingum verið á bilinu 10–20% hér á landi. “ Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Formannspistill Hjúkrun er ekki lífsstíll heldur launuð vinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.