Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 34
Við höfum einstakt tækifæri til þess í okkar ágæta heilbrigðiskerfi þar sem tíð sam- skipti heilbrigðisstarfsfólks við verðandi og nýorðna foreldra eiga sér stað. Foreldrar vilja og þurfa stuðning og nýja þekkingu á barneignatíma. Með stuðningi er hægt að draga úr áhyggjum, kvíða og viðkvæmni — ekki síst fyrir þeirri tilfinningu hvernig þeir standi sig í foreldrahlutverkinu. Mikil þörf á sérhæfðri meðferð hjá Miðstöð foreldra og barna Margar fjölskyldur eiga við vanda að stríða. Í þessu umhverfi stofnaði höfundur ásamt þremur öðrum heilbrigðisstarfsmönnum Miðstöð foreldra og barna í febrúar 2008. Þörfin var til staðar. Fyrstu árin var miðstöðin rekin á styrkjum. Það tók mikinn tíma og orku að afla fjár og sýna fram á þörfina. Á sama tíma voru stofnendur að afla sér þekkingar og færni og lögðu sig fram við að þróa meðferðina sem byggist m.a. á tengslakenningum, fjölskylduhjúkrun og þekkingu í taugavísindum. Árið 2014 fékkst styrkur frá ráðuneytinu, og frá árinu 2015 hefur miðstöðin fengið rekstrarfé af fjár- lögum. Tilvísunum fjölgar stöðugt og árið 2016 voru tæplega 200 fjölskyldur í meðferð. Góð samvinna er við ljósmæður og hjúkrunarfræðinga í heilsugæslunni sem eru helstu tilvísendur miðstöðvarinnar. Geðheilsa er pólitískt lýðheilsumál Áætlað er að um 400 fjölskyldur þurfi á sérhæfðri meðferð að halda. Í slíkri meðferð er lögð áhersla á að styrkja sjálfsmynd á barneignatíma, draga úr að geðheilsuvandi flytjist milli kynslóða og efla tengslamyndun. Aðrar 5–600 fjölskyldur þurfa minni- háttar aðstoð umfram grunnþjónustu. Þessi hópur minnkar ekki í kjölfar kreppu líkt og gerðist á Íslandi fyrir tæpum 10 árum. Það þarf að finna þessar fjölskyldur, meta og greina vandann og bregðast við þörfinni. Það þarf verklag og sameiginlegt tungu- mál. Það eru til mörg hundruð líkön til að vinna eftir. Mikilvægt er að horfa á það sem er sameiginlegt í þeim og leggja okkur fram um að aðstoða þennan hóp á fyrstu 1000 dögunum. Það er nauðsynlegt fyrir okkur fagfólk að vinna þvert á fagstéttir og stofnanir. Það er ekki síður mikilvægt fyrir fjölskyldurnar sem oft og tíðum fá ólík skilaboð úr ólíkum áttum. Verkefnið er ekki á færi einnar stéttar né einnar stofnunar. Í rannsókn, sem höfundur framkvæmdi í heilsugæslunni 2007–2009 (sjá heimilda - skrá), kom fram að fjögur meðferðarsamtöl í heimavitjun út frá hugmyndafræði fjölskyldu hjúkrunar nægðu meirihluta verðandi foreldrum (60%) með geðheilsuvanda til að ná tökum á vanda sínum. Í samtölunum var lögð áhersla á meðgönguna sem breytingatímabil og þroskaverkefni auk undirbúnings fyrir foreldrahlutverkið. Í grunn- þjónustu er mikilvægt að styrkja fagstéttir til að vinna saman með valda hópa á sér - tækan hátt. Með aukinni þekkingu á málaflokkinum er þekkt að foreldrar vilja sál- félagslegan stuðning ekki síður en líkamlegan á breytingatíma. Í grunnþjónustu þarf að leggja áherslu á samskipti og hlutverk í parsambandi og nýtt þroskaverkefni í meðgöngu- og ungbarnavernd. Hjúkrunarfræðingar í heilsugæslunni þekkja margir til breska líkansins „Solihull-approach“ sem byggist á hugmyndafræði nokkurra kenn- inga, svo sem „containment“ (að bera með) úr sálgreiningu, „reciprocity“ (gagnvirkni) úr þroskasálarfræði og „behavioral management“ (atferlismótun). Þessi grunnur hentar vel á breytingatímabilum, svo sem við barneignir, þegar barn byrjar í skóla eða fer í gegnum unglingsárin. Hjá heilsugæslu Árbæjar er í gangi meðferðarrannsóknin Að lesa í tjáningu ungbarna (Neonatal Behavoiral Observation/NBO) í ungbarna- vernd. Verið er að kanna hvort meðferðin eykur næmni foreldra fyrir þörfum ung- barna á fyrstu 3 mánuðum eftir fæðingu umfram hefðbundna þjónustu í ung barna- vernd. Innleiðingu í grunnþjónustu þarf að skoða ef niðurstöður verða marktækar. Geðheilsa barna er pólitískt lýðheilsumál. Hún nær til líffræðilegs, félagslegs og tilfinningalegs þroska þeirra. Til að þroskavandi þróist ekki yfir í að verða geðheilsu- stefanía b. arnardóttir 34 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 „Það er nauðsynlegt fyrir okkur fagfólk að vinna þvert á fagstéttir og stofnanir. Það er ekki síður mikilvægt fyrir fjölskyldurnar sem oft og tíðum fá ólík skilaboð úr ólíkum áttum. Verkefnið er ekki á færi einnar stéttar né einnar stofnunar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.