Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Side 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Side 34
Við höfum einstakt tækifæri til þess í okkar ágæta heilbrigðiskerfi þar sem tíð sam- skipti heilbrigðisstarfsfólks við verðandi og nýorðna foreldra eiga sér stað. Foreldrar vilja og þurfa stuðning og nýja þekkingu á barneignatíma. Með stuðningi er hægt að draga úr áhyggjum, kvíða og viðkvæmni — ekki síst fyrir þeirri tilfinningu hvernig þeir standi sig í foreldrahlutverkinu. Mikil þörf á sérhæfðri meðferð hjá Miðstöð foreldra og barna Margar fjölskyldur eiga við vanda að stríða. Í þessu umhverfi stofnaði höfundur ásamt þremur öðrum heilbrigðisstarfsmönnum Miðstöð foreldra og barna í febrúar 2008. Þörfin var til staðar. Fyrstu árin var miðstöðin rekin á styrkjum. Það tók mikinn tíma og orku að afla fjár og sýna fram á þörfina. Á sama tíma voru stofnendur að afla sér þekkingar og færni og lögðu sig fram við að þróa meðferðina sem byggist m.a. á tengslakenningum, fjölskylduhjúkrun og þekkingu í taugavísindum. Árið 2014 fékkst styrkur frá ráðuneytinu, og frá árinu 2015 hefur miðstöðin fengið rekstrarfé af fjár- lögum. Tilvísunum fjölgar stöðugt og árið 2016 voru tæplega 200 fjölskyldur í meðferð. Góð samvinna er við ljósmæður og hjúkrunarfræðinga í heilsugæslunni sem eru helstu tilvísendur miðstöðvarinnar. Geðheilsa er pólitískt lýðheilsumál Áætlað er að um 400 fjölskyldur þurfi á sérhæfðri meðferð að halda. Í slíkri meðferð er lögð áhersla á að styrkja sjálfsmynd á barneignatíma, draga úr að geðheilsuvandi flytjist milli kynslóða og efla tengslamyndun. Aðrar 5–600 fjölskyldur þurfa minni- háttar aðstoð umfram grunnþjónustu. Þessi hópur minnkar ekki í kjölfar kreppu líkt og gerðist á Íslandi fyrir tæpum 10 árum. Það þarf að finna þessar fjölskyldur, meta og greina vandann og bregðast við þörfinni. Það þarf verklag og sameiginlegt tungu- mál. Það eru til mörg hundruð líkön til að vinna eftir. Mikilvægt er að horfa á það sem er sameiginlegt í þeim og leggja okkur fram um að aðstoða þennan hóp á fyrstu 1000 dögunum. Það er nauðsynlegt fyrir okkur fagfólk að vinna þvert á fagstéttir og stofnanir. Það er ekki síður mikilvægt fyrir fjölskyldurnar sem oft og tíðum fá ólík skilaboð úr ólíkum áttum. Verkefnið er ekki á færi einnar stéttar né einnar stofnunar. Í rannsókn, sem höfundur framkvæmdi í heilsugæslunni 2007–2009 (sjá heimilda - skrá), kom fram að fjögur meðferðarsamtöl í heimavitjun út frá hugmyndafræði fjölskyldu hjúkrunar nægðu meirihluta verðandi foreldrum (60%) með geðheilsuvanda til að ná tökum á vanda sínum. Í samtölunum var lögð áhersla á meðgönguna sem breytingatímabil og þroskaverkefni auk undirbúnings fyrir foreldrahlutverkið. Í grunn- þjónustu er mikilvægt að styrkja fagstéttir til að vinna saman með valda hópa á sér - tækan hátt. Með aukinni þekkingu á málaflokkinum er þekkt að foreldrar vilja sál- félagslegan stuðning ekki síður en líkamlegan á breytingatíma. Í grunnþjónustu þarf að leggja áherslu á samskipti og hlutverk í parsambandi og nýtt þroskaverkefni í meðgöngu- og ungbarnavernd. Hjúkrunarfræðingar í heilsugæslunni þekkja margir til breska líkansins „Solihull-approach“ sem byggist á hugmyndafræði nokkurra kenn- inga, svo sem „containment“ (að bera með) úr sálgreiningu, „reciprocity“ (gagnvirkni) úr þroskasálarfræði og „behavioral management“ (atferlismótun). Þessi grunnur hentar vel á breytingatímabilum, svo sem við barneignir, þegar barn byrjar í skóla eða fer í gegnum unglingsárin. Hjá heilsugæslu Árbæjar er í gangi meðferðarrannsóknin Að lesa í tjáningu ungbarna (Neonatal Behavoiral Observation/NBO) í ungbarna- vernd. Verið er að kanna hvort meðferðin eykur næmni foreldra fyrir þörfum ung- barna á fyrstu 3 mánuðum eftir fæðingu umfram hefðbundna þjónustu í ung barna- vernd. Innleiðingu í grunnþjónustu þarf að skoða ef niðurstöður verða marktækar. Geðheilsa barna er pólitískt lýðheilsumál. Hún nær til líffræðilegs, félagslegs og tilfinningalegs þroska þeirra. Til að þroskavandi þróist ekki yfir í að verða geðheilsu- stefanía b. arnardóttir 34 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 „Það er nauðsynlegt fyrir okkur fagfólk að vinna þvert á fagstéttir og stofnanir. Það er ekki síður mikilvægt fyrir fjölskyldurnar sem oft og tíðum fá ólík skilaboð úr ólíkum áttum. Verkefnið er ekki á færi einnar stéttar né einnar stofnunar.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.