Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 63

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 63
Niðurstöður Samtals tóku 82 einstaklingar þátt í rannsókninni, 37 karlar (45%) og 45 konur (55%). Svarhlutfall í rannsókninni var 70%. Þátttakendur voru á aldrinum 18 til 74 ára og var meðal - aldurinn 42,6 ár (sf 15,0). Ekki var munur á meðalaldri karla og kvenna. Spönnin í aldri karla var frá 18 til 74 ára, en kvenna frá 20 til 69 ára. Tafla I sýnir meðaltal, staðalfrávik og spönn á lýð- og líf eðlis fræðilegum gildum. Ekki reyndist munur á LÞS, blóðþrýstingi eða blóðsykri karla og kvenna. Ekki kom fram marktækur munur á heildarstigafjölda karla (M=6,19, SD=4,7) og kvenna (M=7,73, SD=5,1) úr FINDRISK-matstækinu (t(80)=-1,42; p>0,05). Ekki var marktækur munur á kynjum þegar spurt var hvort ættingjar hefðu fengið sykursýki, en fleiri konur (33%) svöruðu þeirri spurningu játandi á móti 30% karla. Dreifing heildarstiga samkvæmt FINDRISK-mats tækinu Alls voru 27 þátttakendur eða 32,9% með ≥9 í heildarstig úr FINDRISK-matstækinu. Marktækur munur (p>0,001) var á meðalaldri þeirra sem voru með ≥9 í heildarstig (tæplega 51 árs, sf 13,4) og þeirra sem mældust með ≤8 stig (tæplega 39 ára, sf 14,3). Dreifing heildarstiga á FINDRISK-matstækinu hjá körlum var frá núll til 19 stiga en frá núll til 21 stigs hjá konum. Flestir þátttakendur voru með 5 stig (n=9) (11%), sjá mynd 2. Þátt- takendur með heildarstig frá 9 til 14 (miðlungshætta) voru 20 (24,4%), 6 þátttakendur (7,3%) voru með 14 til 20 stig (mikil hætta) og einn þátttakandi var með 21 stig (mjög mikil hætta). Lægra hlutfall karla (18,9%) en kvenna (42,2%) mældist í áhættuhópi á að fá sykursýki 2 (p=0,03). Línuleg aðhvarfsgreining, tafla 2, var gerð til þess að skoða áhrif kyns, blóðsykurs og slag- og hlébilsblóðþrýstings á heildar - stigafjölda FINDRISK-matstækisins. Heildarlíkanið var mark- tækt (F=7,031, p<0,001) og með vitneskju um kyn, blóð sykur og slag- og hlébilsblóðþrýsting má skýra 26% af dreifingu heildar stiga FINDRISK-matstækisins og þar skipta máli hærri slagbilsþrýstingur og blóðsykur. Umræða Þriðjungur þátttakenda (n=27) var með 9 stig eða meira á FINDRISK-matstækinu og eru þeir því taldir vera í áhættuhóp að fá sykursýki af tegund 2 á næstu 10 árum. Meðalaldur þeirra var einungis tæpt 51 ár og gefur það vísbendingu um að fylgjast þurfi með þessum hópi á næstu árum til að reyna að sporna við því að þeir fái sykursýki 2. FINDRISK-matstækið auðveldar markvissara áhættumat þannig að hægt sé að bjóða þeim for- varnir sem fá 9 stig eða meira. Samtök í Kanada um forvarnir í heilbrigðisþjónustu benda á að á árunum 2008 til 2009 hafi greiningum á sykursýki 2 fjölgað um 50% hjá einstaklingum á ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 63 ! 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 19 21 Fj öl di Stig Mynd 2. Stöplarit sem sýnir fjölda þátttakenda eftir heildarstigum FINDRISK. Engin/lítil áhætta frá 0 til 8 stig (bláir stöplar) og frá 9 til 21 (gulir stöplar) sýnir þá sem eru í áhættuhóp. Tafla II. Skýringargildi breyta sem áhrif hafa á heildarstig FINDRISK við línulega aðhvarfsgreiningu Óstöðluð Staðalvilla Stöðluð p-gildi hallatala hallatala Kyn 1,6 1,0 0,16 0,109 Blóðsykur 1,16 0,57 0,20 0,044 Slagbilsþrýstingur 0,095 0,04 0,28 0,025 Hlébilsþrýstingur 0,112 0,07 0,21 0,089 R=0,26. Aðlagað R2=0,23. Tafla I. Meðaltal og staðalfrávik á lýð- og lífeðlisfræðilegum mælingum eftir kyni. Karlar (N=37) Konur (N=45) Meðaltal (spönn) Staðal-frávik Meðaltal (spönn) Staðal-frávik Aldur ár 41,0 (18–74) 15,9 43,91(20–69) 14,76 Hæð í cm 177,5(1,60–1,92) 7,2 164,5 (1,50–1.79) 6,6 Þyngd í kg 82,7 (51,1–108,6) 14,1 70,1(45–92,4) 13,5 Líkamsþyngdar-stuðull 26,0 (19–34,5) 3,8 26,1(17,4–40,7) 5,0 Ummál mittis í cm 91,7 (74–110) 10,7 84,8 (62–116) 11,5 Blóðsykur (mmol/l) 5,4 (4,3–9,3) 0,9 5,8 (4,6–9,0) 0,8 Blóðþrýstingur: Efri mörk (mmHg) 127 (105–165) 13 125 (100–170) 16 Neðri mörk (mmHg) 76 (60–100) 9 74 (55–97) 9,7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.