Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 57
Árangur fræðslu- og stuðningsmeðferðar fyrir nána aðstandendur einstaklinga með átröskun eða athyglis brest og ofvirkni Doktorsritgerð Margrétar Gísladóttur í hjúkrunarfræði ber heitið: Árangur fræðslu- og stuðningsmeðferðar fyrir nána aðstandendur einstaklinga með átröskun eða at- hyglisbrest og ofvirkni (The Benefit of Psycho-Educational and Support Intervention for Caregivers of Individuals with Eating Disorder or Attention Deficit Hyperactivity Disorder). Markmið rannsóknarinnar var að þróa og meta próffræðilega eiginleika íslenska veikinda-fjölskyldu-viðhorfa-spurningalistans (IS – Viðhorf) og þróa og meta árangur íhlutunar-meðferðarsamræðna fyrir umönnunaraðila barns með átröskun eða með athyglisbrest og ofvirkni (ADHD). Umönnunaraðilar ungs fólks með át- röskun eða ADHD ganga í gegnum erfiðleika og hafa þörf fyrir stuðning. Íhlutun með þjálfun getur hjálpað umönnunaraðilum að öðlast færni í gagnlegum aðferðum en hún fólst í fræðslu, verkefnum og meðferðarsamræðum varðandi erfiðar tilfinningar, hegðun og gagnlegar aðferðir. Marktækur munur kom fram hjá aðalumönnunaraðila einstaklinga með átröskun í upplifuðum stuðningi, veikinda viðhorf um, lífsgæðum, áliti á eigin færni, umönn- unarálagi og erfiðri hegðun sjúklings. Marktækar breytingar á lífsgæðum komu fram hjá aðalumönnunaraðila einstaklinga með ADHD. Félagsleg virkni var marktækt betri hjá hinum umönnunaraðila einstaklinganna, en fjölskylduvirkni og samvinna var marktækt minni. Rannsóknirnar varpa ljósi á hvernig fagaðilar geta stutt umönn- unaraðila ungs fólks með átröskun eða með athyglisbrest og ofvirkni. Aðalleiðbeinandi Margrétar var dr. Erla Kolbrún Svavarsdóttir, prófessor við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Auk hennar sátu í doktorsnefnd dr. Rúnar Vil- hjálmsson, prófessor við sömu deild, dr. Helga Zoëga, prófessor við Læknadeild, og dr. Janet Treasure, prófessor við King’s College í London. Andmælendur eru dr. Andrew Estefan, dósent við University of Calgary í Kanada, og dr. Sigurður Páll Pálsson, yfir- læknir á geðdeild Landspítala-háskólasjúkrahúss. Margrét Gísladóttir lauk prófi í hjúkrunarfræði frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1981, prófi í fjölskyldumeðferð frá UCL í London árið 2000 og MS-gráðu í geðhjúkrun frá Háskóla Íslands árið 2007. Margrét er sérfræðingur í hjúkrun á Landspítalanum og teymisstjóri í átröskunarteymi BUGL. Hún er jafnframt stundakennari við Hjúkrunar fræðideild Háskóla Íslands. nýlegar doktorsvarnir í hjúkrunarfræði tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 57 Margrét Gísladóttir. Á myndinni eru f.v. Helga Zoëga, Erla Kolbrún Svavarsdóttir, Sigurður Páll Pálsson, Margrét Gísladóttir, Andrew Estefan, Helga Jónsdóttir og Rúnar Vilhjálmsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.