Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 15
„Ekki í tísku að vera gamall, hvað þá aldraður og sjúkur“ Í dag er ekkert hjúkrunarheimili í byggingu á Reykjavíkur - svæðinu. Þau eru hins vegar nokkur „í undirbúningi“ eins og stjórnmálamenn orða það gjarnan þegar þeim verður svarafátt. Og einnig er því svarað að „verið sé að ganga frá samningum um byggingu og rekstur“. Sé hins vegar spurt hvenær hafist verði handa og hvort búið sé að tryggja reksturinn með greiðslu daggjalda frá ríkinu verður einnig fátt um svör. Þannig er vin- sælasta ástæðan, sem stjórnmálamenn nota sem afsökun fyrir að staðan sé jafnömurleg og hún er, í raun hrunið árið 2008. Sú afsökun er hins vegar álíka vatnsheld og sigti. Það var löngu vitað fyrir 2008 hvert meðalaldur þjóðarinnar stefndi. Eina frambærilega skýringin er að mínu mati sú að aldrað og sjúkt fólk er ekki þrýstihópur. Það er ekki í tísku að vera gamall, hvað þá aldraður og líka sjúkur. Aldraðir afla ekki tekna, margir fara ekki á kjörstað og það kostar mikla peninga að sinna öldruðum sómasamlega. Hjúkrunarheimili berjast alls staðar í bökkum vegna lágra daggjalda og ekki er mögulegt fyrir stjórnendur þeirra að fylgja mönnunarviðmiðum landlæknis eða krö- fulýsingu velferðarráðuneytis. Með þessum orðum er ég ekki að kasta rýrð á störf þeirra sem annast hina sjúku öldruðu, heil- brigðisstarfsfólkið sem reynir allt af fremsta megni að gera líf þessa hóps sem bærilegast. Hjúkrunarfræðingar eru langstærsta heilbrigðisstéttin á Íslandi en þeir stíga ekki oft fram til að gagnrýna heilbrigðismál. Hjúkrunarfræðingar taka mjög alvarlega í sinni vinnu trúnað við skjólstæðinga sína og þær stofnanir sem þeir vinna hjá og telja oft að með því að tjá skoðun sína á heilbrigðisstefnu stjórn- valda og framkvæmd hennar séu þeir að brjóta trúnað. Það er hins vegar ekki svo. Hjúkrunarfræðingar bæði mega og eiga að hafa skoðun á stefnu í heilbrigðismálum, hvernig fjármunum er forgangsraðað til hinna ýmsu þátta innan heil- brigðisþjónustunnar og veita stjórnvöldum þannig aðhald með málefnalegum hætti. Það er skoðun mín að neyðarástand ríki í málefnum þeirra sem bíða eftir hjúkrunarrými og það sé Ís- lendingum til skammar. ill meðferð á öldruðum tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 15 „Hjúkrunarfræðingar bæði mega og eiga að hafa skoðun á stefnu í heilbrigðismálum, hvernig fjármunum er forgangsraðað til hinna ýmsu þátta innan heilbrigðisþjónustunnar og veita stjórnvöldum þannig aðhald með málefnalegum hætti.“ Hrafnista býður upp á spenn andi valkost fyrir nýútskrif ­ aða hjúkrunarfræðinga. Um er að ræða Kjörár fyrir hjúkr ­ unarfræðinga þar sem þeim gefst kostur á að kynnast öldrunarhjúkrun í víðum skiln ingi. Á Hrafnistu er mikið lagt upp úr gæða­ og umbótastarfi. Þar gefst hjúkrunar ­ fræð ing um tækifæri &l að taka þá' og hafa áhrif. Kjörárs­ hjúkrunarfræðingum býðst meðal annars að taka þá' í gæða hópum, umbótahópum, fræðslu, sækja ráðstefnur og námskeið, kynn ast þverfaglegu starfi í öldrunar ­ þjónustu auk fleiri spenn andi verkefna. Á Hrafnistu leggj ­ um við áherslu á heimili sbrag, hlýlegt viðmót og að virð ing sé höfð í fyrirrúmi. Við horfum á einstaklinginn með &lli& &l þess hvar áhugi, styrkleiki og færni hans liggur. Markmið okkar er að vera leiðandi í umönnun og þjónustu við aldraða. Nánari upplýsingar vei&r Þóra Geirsdó(r, verkefnastjóri Heilbrigðissviðs Hrafnistu (thora.geirsdó(r@hrafnista.is) Kjörár fyrir nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.