Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 33
Að fjárfesta í yngsta aldurshópnum skilar félagslegum jöfnuði Foreldrafærni þarf að styrkja. Það er gert í meðgöngu- og ungbarnavernd heilsugæsl- unnar og í félagslega kerfinu. Ákveðnum þjónustuþáttum þurfa allir foreldrar að hafa aðgang að og öðrum þáttum sumir foreldrar. Það þarf að vera færni í öllum faghópum sem koma að málefnum barnafjölskyldna til að greina þarna á milli. Að fjárfesta í yngsta aldurshópnum er talið skila mestum félagslegum jöfnuði. Þetta sýndi hag - fræðingurinn James Heckman fram á og fékk Nóbelsverðlaun fyrir. Því þarf að haldast í hendur fjárfesting í forvörnum, þroski barna og að viðhalda þessum þáttum á öllum aldursskeiðum. Þannig er dregið úr líkum á að þroskavandi verði geðheilsuvandi. Þetta er verkefni sem stjórnvöld þurfa að bera ábyrgð á. Breskir stjórnmálamenn hafa áttað sig á þessu og gert með sér þverpólitískan sáttmála: „Fyrstu 1000 dagarnir“ (www.1001criticaldays.co.uk) um að byggja upp þjónustu fyrir þennan hóp sem nær frá grunnþjónustu að sjúkrahúsþjónustu. Samhliða þeirri vinnu gerði London School of Economics útreikning á því hver kostnaðurinn er við að bregðast ekki við vand- anum (http://centreformentalhealth.org.uk/perinatal). Ef tölurnar frá Bretlandi eru yfirfærðar á Ísland kostar það íslenskt samfélag um 7 milljarða á ári að gera ekki neitt en 230 milljónir að efla geðheilsuvernd á meðgöngu og fyrstu tvö ár barnsins fyrir þann hóp sem þarf meira en grunnþjónustuna eina. Kostnaðurinn skiptist þannig að 28% eru vegna vanda móður og 72% vegna vanda barnsins tengdum t.d. hegðunar og námsvanda. Við eigum að bregðast við á með - göngu og fyrstu mánuðina eftir fæðingu. Með því að leggja áherslu á jákvæð og styrkj- andi samskipti milli móður og barns aukast líkur á næmri umönnun. Þar sem ung börn eru háð umönnun foreldra er mikilvægasta verkefni okkar í heilbrigðiskerfinu að styrkja þá í umönnunarhlutverki sínu. Það þarf að hjálpa þeim að skilja sitt eigið barn út frá þroska þess og getu þannig að þeir verði næmir á þarfir þess og þroska. árin sem enginn man, áhrif frumbernsku á börn og fullorðna tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 33 „Þar sem ung börn eru háð umönnun foreldra er mikilvægasta verk- efni okkar í heilbrigðiskerfinu að styrkja þá í umönnunarhlutverki sínu. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.