Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 43
VIÐ GETUM — haft áhrif á tíðni krabbameins Á Íslandi greinast árlega að meðaltali um 1.450 einstaklingar með krabbamein og um fjórðungur allra dauðsfalla er af völdum krabbameins. Krabbamein er bæði flókinn og kostnaðarsamur sjúkdómur fyrir sjúklinginn og samfélagið. Áætlað er að koma megi í veg fyrir 30–40% krabbameina með heilsusamlegum lífsháttum. Þeir þættir, sem skipta mestu máli, eru reykingar, offita, ofneysla áfengis, mataræði og hreyfing. Við getum sem samfélag og sem einstaklingar minnkað líkurnar á krabbameini með því að tileinka okkur heilsusamlega lífshætti og með því að beita aðgerðum sem auðvelda slíkt. Við sem samfélag og einstaklingar getum fundið leiðir og beitt okkur fyrir eftirtöldum þremur meginráðleggingum: Reykjum ekki né notum tóbak. Reykingar hafa og eru enn langstærsti áhættu - þátturinn og eru orsök 20–30% allra krabbameinstilfella. Mikilvægt er að vinna stöðugt að tóbaksvörnum. Með því að reykja ekki né nota tóbak má koma í veg fyrir og draga úr líkum á mörgum tegundum krabbameina, t.d. í lungum, munn- holi, vélinda, brisi, nýrum, þvagblöðru og leghálsi. Drekkum áfengi í hófi ef þess er neytt á annað borð. Ofneysla áfengis er áhætta fyrir mörg krabbamein, t.d. brjóstakrabbamein, krabbamein í munni, barka, vél- inda, ristli og lifur. Forðumst ofþyngd og offitu. Með því að borða hollan mat, hreyfa sig reglulega og vera í kjörþyngd má koma í veg fyrir um 25–30% krabbameinstilvika vegna t.d. krabbameins í ristli, brjóstum, legi, eggjastokkum, brisi, vélinda, nýrum og gallblöðru. ÉG GET — verið meðvitaður um einkennin og brugðist við þeim Það er ekki alltaf auðvelt að greina krabbamein, sum þeirra gera engin eða óljós boð á undan sér fyrr en sjúkdómurinn er langt genginn. Ýmsar leiðir hafa verið prófaðar til þess að greina krabbamein á forstigi eða á frumstigi hjá einkennalausum einstak- lingum, en þær þurfa að vera áreiðanlegar og hættulitlar til þess að þeim sé beitt. Flestum aðferðunum er beitt á einstaklingsgrundvelli, en mælt er með þremur þeirra fyrir hópleit (skimun), við leit að brjóstakrabbameini, leghálskrabbameini og ristil- krabbameini. Mörg krabbamein geta gefið frá sér einkenni eða merki sem er mikilvægt að þekkja og bregðast við. Líkur á lækningu er meiri því fyrr sem krabbamein er greint. Þetta á til dæmis við um krabbamein í lungum, þvagblöðru, ristli, brjóstum, leghálsi, kvið, eggjastokkum, eistum og sortuæxli. við getum — ég get … tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 93. árg. 2017 43 Forvarnir og einkenni krabbameina Nanna Friðriksdóttir og Sigrún Lillie Magnúsdóttir Nanna Friðriksdóttir, sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með krabbamein, klínískur lektor á lyflækningasviði LSH og aðjunkt við HÍ. Sigrún Lillie Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðing - ur og forstöðumaður ráðgjafarþjónustu Krabba - meins félagsins. Mörg krabbamein geta gefið frá sér einkenni eða merki sem mikil- vægt er að þekkja og bregðast við. Líkur á lækningu er meiri því fyrr sem krabbamein er greint.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.